Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
Helstu myndir Afflecks
Surviving Christmas (2004)
Það var hart í ári hjá Ben Affleck áður en hann og Matt Damon slógu í gegn með
Good Will Hunting. Síðan hefur frægð hans aukist jafnt og þétt og það er ekki síst
sambandi hans og Jennifer Lopez að þakka. FjölmiðlaumQöllun um parið var slík
að Affleck þarf að hafa fyrir því að minna fólk á að hann er leikari, en ekki bara
fjölmiðlafigúra. Ben Affleck leikur í Surviving Christmas sem nú er sýnd í kvik-
myndahúsum.
sambandi við. Fjölmiðlar gerðu mikið
úr sambandi þeirra og þegar myndin
fékk hræðilega dóma var sambandi
þeirra meðal annars kennt um. Mynd-
in var kölluð versta mynd allra tíma og
aðsókn hrapaði um 81,9% eftir fyrstu
vikuna. Gerð Gigli kostaði 54 milljónir
dollara en innkoman var aðeins 6
milljónir. Myndin var tekin úr sýning-
um eftir eina viku í Bretíandi. Margir
spurðu hvort samband Afflecks við
Jennifer Lopez væri að eyðileggja feril
hans. Hafði hún fengið hann til að
leika í L’Oreal-sjampóauglýsingunni?
Var stripparinn sem sakaði hann um
kynferðislega áreitni heima hjá Christ-
ian Slater bara að reyna að ná sér í
peninga? Fjölmiðlafárið náði hámarki
þegar tilkynnt var að Affleck og Lopez
ætíuðu að gifta sig en hættu svo fljót-
lega við allt saman. Affleck lýsti því op-
inberlega yflr að h'f sitt væri í rust.
Affleck hélt þó áfram að leika í bíó-
myndum. Hann lék í Paycheck sem
John Woo leikstýrði en tók svo enn og
aftur höndum saman við Kevin Smith
í Jersey Girl. Sú mynd hefði að lfkind-
um gengið vel ef ekki hefði verið fýrir
einn mótíeikara Afflecks; Jennifer
nokkur Lopez. Aftur voru fjölmiðlar í
stuði og þúsundir aðdáenda þeirra
stilltu sér upp á götum úti þegar tökur
stóðuyfir. Framleiðendur myndarinn-
ar voru hræddir við „Gigli-áhrifin”
eins og þau voru nú kölluð og reyndu
að gera lítið úr hlutverki Lopez í
myndinni. Allt kom fyrir ekki og
myndin kolféll. Affleck sagði að hann
og Lopez myndu aldrei leika saman
aftur.
Elskar að fá sér í glas
Þrátt fyrir alla fjölmiðlaumfjöllun-
ina er ekkert sérstaklega mikið vitað
um Ben Affleck. Hann elskar mótor-
hjól og á fimm slík. Hann reykir Camel
Lights og drekkur mikið Diet Coke.
Ben er mikill lestrarhestur, og það hef-
ur hann fr á móður sinni. Hann er mik-
ið fýrir að fá sér í glas, svo mikið að
hann skellti sér í meðferð árið 2001.
Eftir að upp úr sambandi hans og
Jennifer Lopez slitnaði byrjaði hann
að spila póker af miklum móð og tók
meira að segja þátt í heimsmeistara-
mótinu í póker fýrr á árinu. Á næsta ári
mun hann svo leika í kvikmynd sem
gerist á heimsmeistaramótinu í póker.
Ben Affleck elskar vinnu sína en
er ekki hrifinn af því hversu litíum
tíma hann getur eytt með vinum sín-
um vegna hennar. Þar sem honum
gekk lengi vel illa að ná sér í fasta
kærustu hefur hann eytt talsverðlum
tíma og peningum í vinnu að stjórn-
málum og mannúðarmálum. Hann
tók þátt í baráttu Als Gore gegn Ge-
orge W. Bush og hefur haldið fyrir-
lestra í Harvard ásamt Damon um
hækkun lágmarkslauna. Þeir félagar
reka einnig internetfyrirtækið
LivePlanet. í dag er Affleck á föstu
með Jennifer Garner sem lék á móti
honum í Daredevil en hefur einnig
gert það gott í þáttunum Alias. Þau
hafa haldið sambandi sínu eins
leyndu og hægt er sem sýnir að hann
hefur eitthvað lært af reynslunni.
Affleck þarf ekki að hafa áhyggjur af
peningamálunum, hann fékk til dæm-
is 12,5 milljónir dollara fyrir Bounce,
en vill engu að síður vinna. Helsta
vandamál hans þessa dagana er að
sannfæra fólk um að hann sé leikari,
en ekki bara fjölmiðlafígúra.
hdm@dv.is
Jersey Girl (2004)
Leikarin
Benjamin Geza Affleck fæddist
15. ágúst 1972 í Berkeley í Kaliformu
en fjölskylda hans fluttist fljótíega til
Cambridge í Massachusetts, sem er
úthverfi hinna ríku í Boston. Ben á
einn bróður, Casey, sem er líka leik-
ari. Faðir hans, Tom, var leikari og
leikstjóri en móðirin var kennari.
Ben kom snemma fram í sjón-
varpi. Hann lék í Burger King-auglýs-
ingu áður en hann varð tíu ára og tólf
ára lék hann í sjónvarpsþáttunum
The Voyage of the Mimi. Foreldrar
hans skildu þegar hann var 12 ára,
aðalástæðan var mikil drykkja Toms.
Komst ekki inn í Harvard
Draumur Ben um að verða leikari
hvarf ekki þótt faðirinn hyrfi á braut.
Átta ára gamall hafði hann kynnst
Matt
Paycheck (2003)
Gigli (2003)
Daredevil (2003)
TheThird Wheel (2002)
The Sum of All Fears (2002)
Changing Lanes (2002)
Jay and Silent Bob Strike Back
(2001)
Daddy and Them (2001)
Pearl Harbor(2001)
Bounce (2000)
Reindeer Games (2000)
Boiler Room (2000)
Dogma (1999)
Forces of Nature (1999)
200 Cigarettes (1999)
Shakespeare in Love (1998)
Armageddon (1998)
Good Will Hunting (1997)
Chasing Amy (1997)
Mallrats (1995)
Dazed and Confused (1993)
Ben Affleck Einn eftirsóttasti
leikarinn / Hollywood þrátt fyri
nokkra skandala og efasemdir
margra um leikhæfileika hans.
Damon. í gagnfræðiskóla voru þeir
saman í leikhópi sem vann til verð-
launa fyrir uppsetningar sínar og þeir
félagar stofnuðu saman bankareikn-
ing til að eiga peninga þegar þeir færu
að ferðast og fara í leikprufur.
Metnaðurinn, drifkrafturinn og
skipulagningin í sambandi þeirra fé-
laga kom ffá Damon. Affleck hafði
þegar komið ffam í nokkrum sjón-
varpsmyndum en Damon kom á móti
með vinnugleðina.
Þegar Damon komst inn í Harvard
fór skólaferli Affleck að hraka. Hann
komst ekki inn í Harvard en fór þess í
stað í Háskólann í Vermont. Þar entist
hann eina önn og ákvað að hætta til
þess að einbeita sér að leikferlinum.
Ben vildi fara til Hollywood og móðir
hans samþykkti það, að því gefnu að
hann byggi hjá vinafólki hennar og
héldi áfrarn námi. Ben samþykkti
þetta og skráði sig í nám í ffæðum
Miðausturlanda.
Kevin Smith bjargaði ferlinum
í byrjun tíunda áratugarins gekk
lítið upp hjá Affleck. Hann fékk hlut-
verk í einni mynd eftir sögu Danielle
Steele og var körfuboltamaður númer
13 í myndinni Buffý The Vampire
Slayer. Svo fékk hann nokkur Iilutverk
í sjónvarpi en þetta var ekki nóg. Ben
ákvað að reyna fyrir sér í óháðum kvik-
myndum.
Árið 1992 var Damon hættur í
Harvard og fluttur til Affleck í LA. Þeir
voru báðir aukaleikarar í Field of
Dreams en síðan fékk Affleck lilutverk
í hinni ffábæru Dazed And Con-
fused. Ákvörðun Af-
flecks að færa
sig yfir í
óháðar
kvik-
myndir
sáu ekki
bara til
þess
Módel Mílanó 3+1+1 verö aóeins 179.000,- stgr
gæöahusgögn
GP gaeðahúsgógn ehf
Bæjarhrauni 12
sími 565 1234
opið alla daga til jóla
að hann fékk einhverja vinnu um
miðjan tíunda áratuginn, heldur
komst hann í samband við þá sem
áttu á endanum eftir að koma honum
áfram.
Árið 1995lékhanníMallrats,mynd
Kevins Smith sem hafði þegar gert það
gott með Clerks. Smith var svo hrifinn
af Affleck í hlutverki framkvæmda-
stjóra tískubúðar að hann ákvað að
skrifa næstu mynd sína með Affleck
eyrnamerktan í aðalhlutverkið. Sú
mynd var Chasing Amy sem vakti tals-
verða athygli, þó óneitanlega sé hún
ein af slakari myndum Kevin Smith.
Kraftaverkið Good Will Hunting
En það var svoh'tið annað í bígerð.
Þegar hann var í Harvard hafði
Damon byrjað að skrifa sögu í ensku-
tíma, en hafði geymt hugmyndina í ár
eða svo. Hann gróf hana upp aftur,
ákvað að breyta henni í kvikmynda-
handrit og fékk Affleck til að hjálpa sér
við skrifin. Þeir skiptust á hugmynd-
um uns verkið var tilbúið. Það fékk
nafrúð Good Will Hunting. Kvik-
myndafyrirtækið Castíe Rock leist vel
á handritið og vildi kaupa það, en gegn
því að fá listræna stjóm yfir því sem
hefði þýtt að handritshöfundamir
hefðu ekki fengið aðalhlutverkin.
Þama komu nýtilkomin sambönd
Affleck til góða. Kevin Smith var hrif-
inn af handritinu og sýndi Harvey
Weinstein hjá Miramax það. Allt í einu
fóm öll hjól að snúast. Robin Wiiliams
vildi vera með og sömuleiðis leikstjór-
inn Gus Van Sant. Damon og Affleck
vom ekki bara komnir með aðalhlut-
verkin í eigin mynd heldur vom þeir
líka 600 þúsund dollurum ríkari.
Armageddon og Pearl Harbor!
Good Will Hunting halaði inn 130
milljónir og þeir félagar fengu
Óskarinn fyrir handrit sitt. Damon og
Affleck urðu stjömur meira að segja
áður en myndin var ffumsýnd.
Damon fékk aðalhlutverkið í Saving
Private Ryan og Affleck í Armageddon
sem halaði inn 200 milljónir dollara.
Tilboð um hlutverk í stórmyndum
streymdu inn og mörgum fannst Af-
fleck bæta sig talsvert sem leikari.
Hann og Damon léku kolgeggjaða
engla í Dogma, mynd Kevins Smith,
verðbréfamiðlara í hinni hálfmis-
heppnuðu Boiler Room og fyrrverandi
fanga í Reindeer Games. Síðan var það
Bounce á móti Gwyneth Paltrow og
mynd Billy Bob Thomton, Daddy And
Them, áður en hann fékk aðalhlut-
verkið í stórmyndinni Pearl Harbour.
Miklir peningar komu í kassann en
myndin fékk hræðilega dóma og það
réttilega.
Margir litu svo á að Affleck væri bú-
imi að vera sem leikari. Hann var hins
vegar ákveðinn í að svo væri ekki og
sneri aftur með Changing Lanes á
móti Samuel L. Jackson sem fékk góða
aðsókn. Aftur var honum spáð falli
með Sum Of All Fears þar sem hann
tók við af Harrison Ford sem Jack
Ryan. Myndin sló aftur á móti í gegn,
þó fresta þyrfti frumsýningu hennar í
kjölfar atburðanna 11. september.
Lék í „verstu mynd allra tíma"
Ben Affleck lék aðalhlutverkið í
Daredevil en svo var komið að flopp-
inu Gigli. Þar lék hann á móti A1
Pacino og Christopher Walken en
meiri athygli vakti Jennifer Lopez sem
Affleck átti um þær mundir í ástar-