Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 78
78 LAUGARDACUR 11. DESEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar. Illugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar auglysingar@dv.is. - Dreifíng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Moggann 1 Hver er ritstjóri Morgunblaðsins? 2 Hver var ritstjóri ásamt honum lengst af? 3 Hvað heitir menningarrit Moggans á laugardögum? Hver var fyrsti ritstjóri Moggans? 5 Hvaða ár var blaðið stofn- að? Svör neðst á síðunni Dýrasta frímerkið Þetta er talið dýrasta frí- merki í heimi og ef þú finn- ur eitt svona máttu búast við að verða hátt í 100 milljónum '•ícróna ríkari. Það var gefið út á ensku ný- lendunni Máritíus í Indlands- hafi 1847 Safngripir og fyrir mistök voru prent- uð 200 stykki þar sem stóð „Post Office" í stað „Post Paid" eins og fyrirhugað var. Þessi gölluðu frímerki eru nú svo rándýr. PAÐ er staðreynd... .... að Indverjar lialda að á vöxtur skilningstrés góðs og ills sé banani. Málið . Laugardagur I dag er laugardagur en hann er einn fárra daga sem hétu sömu nöfnum í heiðni. Þá voru daganöfnin þessi: sunnudagur mánadagur týsdagur óðinsdagur þórsdagur «r frjádagur þvottdagur/laugardagur. Eftir kristnitöku vildi kirkjan útrýma nöfnum sem minntu á gömlu guðina og tók upp nöfnin: drottinsdagur annardagur þriðji dagur miðvikudagur fímmti dagur föstudagur iaugardagur. Kirkjunni tókst þó ekki að útrýma nöfnum sólar (sunnu) og mána. Svörviðspumingum: 1. Styrmir Gunnarsson - 2. Matthías Jo- -4rannessen - 3. Lesbókin - 4. Vilhjálmur Finsen — 5.1913 Lygin um íslenskt velferðarríki Annað kvöld kl. 20 verða í Háteigs- kirkju styrktartdnleikar fyrir Eirík Veníharðsson smið sem greindist með MS-sjúkddminn fýrir hartnær tdlf árum. Hann er 36 ára og það eru vinkonur hans sem ætla að safna peningum fyrir Eirik og syni hans tvo svo þeir geti gert eitthvað saman. í DV í gær var títrúlegt viðtal við Eirík. Þar kom í ijds að Eiríkur á tuttugu þúsund krtínur eftir er hann hefur greitt húsaleigu og annan kos tnað við veikindi sín. Hann lifir á örorkubtít- um í landi sem okkur er sagt að sé velferðarríki. Að minnsta kosti fyrir kosningar. Þess vegna kom þetta viðtai svo á tívart. Við höldum öll að við búum i miklu betra landi. Við teljum okkur trú um að við séum samfélag sem sér um okkar ftílk ef það veikist. Að eng- inn þurfi að búa við fátækt hér. Að því leytinu skerum við okkur frá löndunum sem við elskum að miða okkur við. f Bandaríkjunum segist ftílk ekki búa í vel- ferðarríki. Engu að síður eru bætur í mörg- um ríkjum Bandaríkjanna jafnvel betri en hér á landi, hvort heldur um er að ræða ör- orku- eða atvinnuleysisbætur. í Danmörku segist ftílk hins vegar búa í velferðarríki. Ég hef búið í Danmörku og veit að Eiríkur væri með fimmtán til tuttugu þúsund danskar krtínur á mánuði ytra. Það eru um og yfir tvö hundruð þúsund. Svo fengi hann alla þjtínustu ókeypis auk þess sem hús- næði væri niðurgreitt, ef ekki frítt. Við íslendingar verðum að fara að hætta að lifa í þessari sjáifsblekkingu. Við eigum bara að segja það hreint út að við búum ekki lengur í velferðar- þjóðfélagi. Bankarnir hafa viðurkennt þá stað- reynd að við búum ekki í velferðar- ríki. Síðan í sumar hafa þeir auglýst tekjutryggingar sem hægt er að kaupa. Og við erum byrjuð að taka aukalífeyri sem gengur í erfðir. Tryggingafélögin eru líka að vakna og bjtíða sjúkdómatryggingar á gtíðu verði. Vegna þess að það er eina leið- in fyrir okkur að lifa af séum við svo óheppin að greinast með alvarlegan sjúkdtím L£kt og Eiríkur. Nú er komið að okkur sjálfum að við- urkenna það í hvemig samfélagi við búum. Segja það bara upphátt. Svo við getum annað hvort reynt að breyta því eða keypt okkur tryggingar hkt og Ámerík- anar gera og stofnað fleiri félagasamtök sem safna peningum fyrir þá sem minna mega sín á íslandi. Mikael Torfason A F0RSÍÐU MORGUNBLAÐSINS á fimmtudag var frétt um það að leik- föng væru mun dýrari hérlendis en í Bandaríkjunum. Fréttin fjallaði um það að í St. Paul, tvíburaborg Minneapolis í Minnesota, væri hægt að fá leikföng fyrir 26.031 krónur sem kostuðu hérlendis 81.867 krónur. Nú er það hið besta mál að benda á hversu óeðlilega dýrt allt er hér á íslandi, og velta því fyrir sér hvers vegna svo þurfi að vera. En þetta virðist ekki vaka fyrir Morgunblaðinu. Það segist ekki vera að taka tillit til mismunandi skattlagningar né annarra gjalda, einungis vera að bera saman beint verð til neytenda. Og hvers vegna er St. Paul valin sérstaklega, en ekki samburður við til dæmis nágranna- lönd okkar eins og Norðurlöndin eða Bretland? Og hvers vegna voru nákvæmlega þessar upphæðir vald- ar? BÍÐUM VIÐ! Fljúga ekki Flugleiðir alveg óvart til Minneapolis? Þar er einmitt stærsta verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, Mall of America, og Flugleiðir hafa löngum hvatt land- ann til að fara þangað í verslunar- ferðir fyrir jólin. Og viti menn! Forsíðufréttin endar á því að benda á að hægt sé að fá netsmell hjá Icelandair fyrir 39.910 krónur með þriggja nátta gistingu! Tekið er fram að það sé uppselt, en það er náttúrlega aldrei að vita hvort bætt verði við ferðum ef eftir- spurnin er nógu mikil... EF LESANDINN REIKNAR dæmið í huganum, eins og áreiðanlega er ætlast til að hann geri, þá kemst hann að því að ef hann hyggur á stórinnkaup á leikföngum getur hann flogið til Minnesota, gist í þrjár nætur (matur ekki innifalinn) og keypt glás af dóti fyrir og allt saman kostar 69.941 krónur, með- an bara dótið kostar 81.867 kr. á ís- landi. Þannig getur maður sparað sér rúman 10.000 kall, því alltaf er maður jú að spara. Og því meira sem maður kaupir, því meira sparar maður. JÆJA, JÆJA, JÆJA! En er það nú hlutverk fjölmiðils að halda svona hlutum að fólki? Ekki héldum við það. Ekki í venjulegum fréttum að •ngmundýrarihér- en i Bandaríkjunum t er i leikr.ii, M-*** Og viti menn! Forsíðufréttin endar á því að benda á að hægt sé að fá netsmell hjá lcelandair fyrir 39.910 krónur með þriggja nátta gistingu! * j 8 Fyrst og fremst minnsta kosti. Má gera ráð fyrir að með þessu áframhaldi verði for- síðufréttir í Mogganum á næstunni eitthvað á þessa leið: „Gott veður í Kaupmannahöfn (22.110 kr. með netsmelli)," „Ódýrari matur í París (25.440 með netsmelli)" eða „Hass- ið í Amsterdam aldrei verið betra (25.400 kr.)“ ...? MEÐAN RITSTJÚRAR FLESTRA blaða berjast með kjafti og klóm fyrir því að halda auglýsendum á auglýs- ingasíðunum og efnisgreinum á efnissíðum eru þessi vinnubrögð Moggans ekki til eftirbreytni, enda gerir það öllum erfiðara fyrir ef aug- lýsendur geta gengið að því vísu að þeir geti keypt umfjöllun um vörur sínar. Og hvernig væri svo annars að lækka verðið á leikföngum hérlend- is? Það myndi gleðja bæði börn og foreldra þeirra um jólin. Mogginn út Fyrst við erum að fjatla um Moggann: Hann er nú að flytja alla sína starfsemi upp í svonefnda Hádegismóa rétt við Rauðavatn. Þar hefur hann reist hús undir glæsilega prentsmiðju og nú eru rit- stjórnin og aðrar deildir að flytjast þang- að líka. Sú var tíðin að Mogginn var við Aðal- stræti. Nú er hann sem sagt kominn út í Móa. Verulega illa innrættir menn hafa líka komið auga á samhengi milli þessara flutninga Moggans og„þjóðargjafarinn- ar" sem forsætisráðuneytið kynnti með svo miklum þravúr fyrir helgi - þegar „þjóðin eignaðist" skopmyndir Sigmunds sem„einmitt" hafa birst í Morgunblaðinu undanfarin 40 ár. Málið er nefnilega að ríkið kaupir (afsakið að við skulum nota dónalegt orðalag) skopmyndirnar ekki nema að hluta til af Sigmund sjálfum. Morgunblaðið fær vænan hluta af hinu óþekkta kaupverði. Og fyrrnefndir verulega illa innrættir menn hafa sem sagt ályktað að íMóa „þjóðargjöfin" sé sprottin af löngun forsætisráðuneytis- ins til að hjálpa blessuðum Mogganum við flutningana út (Móa. Að sönnu er það milljarðaprójekt að reisa nýja Moggahúsið og„þjóðargjöfin" varla nema upp í nös á þeim ketti en kannski hlutur Moggans („gjöfinni" dugi alltént fyrir sendibílakostnaði úr Kringlunni upp (Hádegismóa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.