Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 19

Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 19
GEISLINN 19 Uppruni mannsins. Frá hinu gífurlega pokumyrkri frampróunar- kenningarinnar kemur maður inn í hið skæra ljós Biblíunnar par sem vjer komum auga á hina einföldu og hátignarfullu sköpunar-opin- berun. Hjer mætir oss ekkert tvírætt, ekkert fálm viðvíkjandi „hinni fyrstu orsök“, upphafi allra hluta, hjer er engin pörí fyrir hin geysi- löngu tímabil sem verða að reiknast út með tölum stjörnufræðinganna, og par sem hinn vesali mannsandi reikar um viltur og hjálpar- vana og hrekst eins og strá fyrir straumi. Maður fær á augabragði traustan grundvöll að stíga fæti sínum á: „í upphafi skapaði Guð.“ Hjer hefir maður upphaf tímans. Hjer finnur maður aðferðina; ekki frampróun, heldur sköpun. Hjer sjer maður framkvæmdaraflið, ekki óákveðin (sjálfstarfandi?) náttúruöfl, heldur skaparann, Guð. Og vjer skynjum einnig pá aðferð, sem hann notaði: Skaparaorðið. Hann talaði. Hann sagði: „Verði“, og pað varð; „hann bauð, og pá stóð pað par“ — á auga- bragði. Hann var ekki háður tímanum eins og mennirnir. Degar sköpunarverkið hafði farið íram samkvæmt ráði Guðs hina fyrstu fimm daga, og Guð á sjötta deginum hafði skapað land- dýrin, stendur skrifað: „Og Guð sagði: Vjer viljum gjöra menn eítir vorri mynd, líka oss, og peir skulu drotna yfir fiskum sjávarins og yfir íuglum loftsins og yfir fjenaðinum og yfir villidýrunum, og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðunni." 1. Mós. I, 26. Petta er uppruni mannsins. Hann varð til fyrir bein- an sköpunarverknað, myndaður aí jörðunni, sem hann átti að drotna yíir. Og sem herra allra skepna jarðarinnar, átti hann að drotna yfir öllu pví, sem hrærist á jörðunni — öllu, einnig pví yfir öpunum, hafi annars nokkrir apar verið til pá. (Eins og kunnugt er, hefir pýskur fræðimaður fyrir skömmu haldið pví fram að aparnir væru komnir af mönn- unum, og sjeu pví hinar seinni afurðir „pró- unarinnar". Hugmyndin hefir sitt gildi, og ætti að minsta kosti að eiga eins mikinn rjett á sjer og vera eins sennileg og hin darwinska fullyrðing'að mennirnir sjeu afkomendur apanna.) Hin biblíulega frásaga um að maðurinn hafi orðið til fyrir beina sköpun, var staðfest af Frelsara vorum, pegar hann við sjerstakt tæki- færi bar eftirfarandi spurningu upp fyrir Far- íseunum - spurningu, sem eins mikil ástæða væri til að bera upp fyrir mörgum á vorum dögum: „Hafið pjer eigi lesið, að skaparinn frá upphafi gerði pau karl og konu?“ (Matt. 19, 4); eða eins og stendur í Markúsarguð- spjalli (10, 6): „Frá upphafi sköpunar gjörði hann pau karl og konu.“ Dessi orð Jesú eru pví nær bein tilvitnun til pess, sem stendur í 1. Mós. 1, 27, par lesum vjer pannig: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skap- aði hann eftir Guðs mynd; hann skapaði pau karl og konu.“ íhugum hina tvöföldu áherslu sem lögð er á pað, að maðurinn er skapaður í Guðs mynd alveg frá upphafi. Hann var æðsta skepnan, skapaður til að drotna. Hafi pá nokkur „próun“ átt sjer stað hjá mann- inum, hlýtur pað að vera slík próun er innifelst í hnignun. Og pað er sannarlega ekki erfitt að benda á slíka „próun“ á inörg- um sviðum. Einnig Páll postuli trúði kenning- unni um sköpun mannsins; pví að hann skrif- aði Tímóteusi á pessa leið: „Dví að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva“. 1. Tím. 2, 13. Ef unt væri að leggja meiri áherslu á eða sýna berlegar fram á pýðingu orða Biblíunnar um að Guð hafi frá upphafi skapað manninn í sinni mynd, pá er pað gert með orðum pessa sama postula í Post. 17, 29; par sem hann talar um að vjer sjeum „Guðs ættar“ — „genós“, pað er orð, sem í venjulegum skiln- ingi merkir skyldleika, ætterni, (Post. 13, 27; Gal. 1, 14), kyn (Mark. 7, 26). Út frá pessu orði, að vjer erum Guðs ættar, dregur postulinn pá ályktun, að vjer megum ekki ætla að guðdómurinn sje líkur gulli eða silfri eða steini: mynd gjörðri af mannlegum hagleik og hugviti; „vjer eigum að sjá að guðdómurinn er ekki pannig, af pví, að vjer erum sjálfir ekki líkir gulli eða silfri. Á sama hátt og nreð sama rjetti getum vjer ályktað svo, að með pví að vjer erunr Guðs ættar, af pví að Guð hefir skapað oss í sinni mynd, megum vjer heldur ekki ímynda oss, að vjer eigum að leita að ætterni voru og kyni hjá öpunum. Apa-hugmyndin, sem og allar aðrar

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.