Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 3

Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 3
GEISLINN 3 starfar árangurslaust pað er sjerstaklega á trú- boðsakri kirkjunnar, sem sú stefnuskrá forsjón- arinnar tekur að koma í ljós, sem fastráðin hefir verið á síðustu árum. Margir nýir háskólar I Róm hafa stofnað nýjar lærdómsdeildir til að ala upp hæfa postula til að flytja fagnaðarer- indið í heimalöndum sínum, svo sem (sagði páfi 23 des,) hinn nýi trúboðsskóli, nýi Lang- barðalandsskólinn, rússneski háskólinn nýi há- skólinn í Czechoslovakíu, og nýi prestaskólinn i Ethiópíu. Og nú er verið að leggja hornstein- ana að hinum nýja Ruthenín skóla, nýjum há- skóla í Brasilíu og nýjum Vatikan-prestaskóla. (4. jan. 1930) Dó ekkert hefði gerst árið sem leið, nema pað, að vald páfans hefir aukist, pá mundi öll- um peim, sem rannsaka spádómana pykja pað næsta pýðingarmikið. Forsætisráðherra Breta, Ramsay MacDonald heimsótti Hoover forseta Bandarikjanna sakir heimsfriðarins yfirleitt og sjerstaklega taknrörk- un vigbúnaðar á sjó. Dessi heimsókn er eins dæmi í stjórnmálasögunni. Enskir ráðherrar hafa ekki lagt pað í vanda sinn að heimsækja Bandaríkjastjórn til pess að ræða um meginframkvæmdir pjóðanna. Dessi heimsókn MacDonalds sýndi alpjóð afstöðu hans við friðarmálin í heiminum. Dað var rökrjett framhald af hinum nafnkunna Kellogg- Bríand sáttmála að útrýma öllum styrjöldum; var sá sáttmáli undirritaður af leiðtogum stór- pjóðanna 1928. Blöðin fluttu margt af pessurn friðaráformum MacDonald. Vonir manna glædd- ust; ráðagerðir MacDonalds póttu bera pess vott fremur en nokkrar aðrar, að varanlegur friður væri fram undan. En meðan á pessum friðarræðum stóð bárust ófriðarfregnir austan úr heimi, írá Rússlandi og Kína út af ágreiningi peírra um járnbrautina í Mansjúríu. Um hríð leit svo út sem alt mundi komast í uppnám í Asíu, en undir árslokin var mælt, að sam- komulag hefði náðst milli aðilja um pað deilumál. Dað pótti merkilegt, að Stimson ráðherra, einn peirra er ritaði undir Kellogg-samninginn, hjelt pví fram, að pað væri skylda að knýja ófriðarseggi pessa til að leggja deilumál sitt í gerð, en skera eigi úr pví með vopnum og valdi. Ritaði hann brjef um pað efni í embættis nafni. En hann varð pess brátt var, að hlutaðeigendur pyktust mjög við petta, pótti pað vera að sletta sjer fram i mál peirra og höfðu tillögur að engu. Dessi atburður virðist sýna að pegar pjóðir rennast á í bræði, pá muni pær skella skoll- eyrum við áminningum valdhafa peirrra sem ritað hafa undir Kelloggs-sáttmálann og vísa peim heim til sín aftur. En fyrst vjer erum farnir að tala um styrj- aldir, pá liggur beint við að vekja athygli á tveimur stjórnmálamönnum, sem dóu á árinu 1929 og mjög komu við styrjaldarsöguna. Dað voru peir Foch og Clemeucau. Detta er pög- ull vottur um hina hröðu rás tímans. Mörg- um virðist sem heimsstyrjöldin sje pegar úr sögunni, og pau ár, sem síðan eru liðin, sjeu pegar orðin nægilega mörg til að -bera marga pá rnenn til moldar, sem mest voru við ófrið- inn riðnir, Sú sjálfsforræðisprá pjóðanna, sem varð svo rik að heimsstyrjöldinni lokinni, og siðan hefir verið uppspretta vaxandi óróa, kom greinilega í ljós á liðnu ári. í Palestínu urðu óeirðir miklar og áttu pær i raun rjettri til Araba rót sína að rekja, af pví að peir hefðu orðið að hrökklast undan Qyðingum, er streymdu svo hraðfara inn I landið, en landið ættu peir einir að lögum og rjetti, en Gyðingar ekki, alt gjörðist petta undir vernd Englendinga. Undan pessu höfðu peir möglað í hljóði um hríð. En svo giörðist óhappa atburðurinn mikli undir„Grát- múrnum“, svo nefnda í Jerúsalem, sem varð eins og neisti til að kveikja hið grimmasta pjóðahatur, milli Gyðinga og Araba. Nú er eítir að vita, hvað pessi upppot benda á í raun og veru, að pví er snertir óróa og yfirgang Araba og Tyrkja í fram- tíðinni, og annara Múhameðinga, pað er erfitt að spá nokkru um pað, pað Iátum vjer öðrum eftir. En samt getum vjer með vissu látið pann grun I ljós, að slík ofbeldisverk, sem framin voru í Palestínu á liðnu ári, sýnir pað, hve fljótt og hæg- lega getur að pvi rekið að mikill

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.