Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 23

Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 23
GEISLINN 23 „Svo segir Drottinn við sinn srnurða, við Kýrus, senr eg held í hægri höndina á til þess að leggja að velli pjóðirnar fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til pess að opna fyrir honum dyrnar og til pess að borgarhliðin verði eigi lokuð: eg mun ganga á undan pjer og jafna hólana; eg mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar.“ Jes. 45, 1. 2. Árásin var gerð meðan (hin árlegu) veisluhöld stóðu yfir. Dað var sagt fyrir að áhlaupið yrði hafið meðan stór veisla væri hjá Babelsbúum: „Eg vil búa peim veislu og gjöra pá drukna, til pess að peir verði kátir; pví næst skulu peir sofna eilífum svefni og ekki vakna fram- ar; segir Drottinn. Og eg gjöri drukkna höfð- ingja hennar og vitringa, jarla hennar og lands- stjóra, og kappa hennar og peir skulu sofna eilífum svefni og ekki vakna framar, segir konungurinn. Drottinn hersveitanna er nafn hans.“ Jer. 51, 39. 57. Sem kunnugt er, var stórveisla hjá Babel- konungi nóttina, sem Kýrus ljet hermenn sína vaða eftir farvegi fljótsins og ryðjast inn um hliðin, er lágu frá fljótinu inn í borgina, og sem höfðu verið skilin eftir ólokuð af vangá: „Belsazar konungur hjelt veislu mikla pús- und stórmennum sínum og drakk vín í augsýn peirra púsund . . . Á peirri sömu nótt var Belsazar Kaldeakonungurinn drepinn, og Darí- us frá Medalandi tók við ríkinu og hafði pá tvo vetur um sextugt." Dan. 5, 1. 30; 6, 1. Hinn feikna fjöldi hermanna frá liði Kýrus- ar, sem pyrptist inn í borgina og hávaðinn, sem bardaganum var samfara var einnig sagt fyrir: „Drottinn hersveitanna sver við sjálfan sig: Dótt eg hefði fylt pig mönnum eins og engi- sprettum, munu menn pó hefia siguróp yfir pjer.“ Jer. 51, 14. „Fyrir pví skulu æskumenn hennar falla á torgunum og allir hermenn hennar farast á peim degi, segir Drottinn." Jer. 50, 30. Allir fjársjóðir Babelborgár fjellu í hendur Kýrusar eftir loforði Drottins: „Og eg mun gefa pjer fjársjóðu pá, sem huldir eru rnyrkri og hina fólgnu dýrgripi, svo að pú kannist við að eg er Drottinn, ísraels Guð, sem kalla pig með nafn. Jes. 45, 3. Borgin skyldi ekki vera höfuðborg framar. Pað var sagt fyrir að Babel skyldi ekki vera framar höfuðuðborg konungs: „Stíg niður og sest í duftið, pú mærin Ba- beldóttir. Sest pú á jörðina hásætislaus, pú Kaldeadóttir. Dú munt ekki frarnar verða köll- uð hin hýrlega og priflega. Tak kvörnina og mala mjöl.“ Jes. 47, 1. 2. Síðar gjörði borgin uppreisn gegn Daríusi, og pá var pað að eirhlið hennar voru eyð- ilögð og múrarnir rifnir niður. Detta hafði einnig verið sagt fyrir: „Og eg vitja Bels í Babel og tek út úr munni hans pað er hann hefir gleypt, og eigi skulu pjóðir frarriar streyma til hans. Babel- múr hrynur einnig. . . Hinn víði Babel-múr skal rifinn verða til grunna og hin háu borg- arhlið hennar brend í eldi já, lýðir vinna fyrir gýg, og pjóðir leggja á sig erfiði fyrir eldinn.“ Jer. 51, 44. 58. Dað var sagt fyrir að íbúar Babelborgar yrðu landflótta: „Dví að pjóð kemur á móti henni úr norð- urátt — hún gjörir land hennar að auðn svo að enginn maður býr par framar, bæði menn og skepnur flýja fara burtu. . . Vegna reiði Drottins mun hún verða óbygð og verða algjörlega auðn.“ Jer. 50, 3. 13. Borgin skyldi ekki byggjast aftur. Ennfremur sagði Guð fyrir að borgin skyldi verða að auðn og aldrei rísa úr rústum: „Úr pjer skulu menn ekki sækja hornsteina, nje undirstöðusteina, heldur skaltu verða að eilífri auðn, segir Drottinn." Jer. 51, 26. „Og Jeremía skrifaði alla pá ógæfu, er koma mundi yfir Babel í eina bók allar pessar ræður, sem ritaðar eru um Babel. Og Jeremía sagði við Seraja: Dá er pú kemur til Babel, pá sjá til að pú lesir upp öll pessi orð, og seg: Drottinn pú hefir sjálfur hótað pessum stað að afmá hann, svo að enginn bygði fram- ar í honum, hvorki menn nje skepnur, pví að eilífri auðn skal hún verða. Og pegar pú

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.