Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 20

Geislinn - 01.01.1930, Blaðsíða 20
20 GEISLINN hugmyndir um að maðurinn hati nokkurt ann- að upphaf heldur en í Guði sjálfum, er van- virða fyrir skaparann og fremur lítil upphefð fyrir manninn sem kórónuna á hinu mikla og veglega sköpunarverki Guðs. Guð skapaði oss í byrjum og gaf oss lífið, sem samkvæmt hans ákvörðun átti að vera eign vor um alla eilifð. Með syndafallinu glat- aði maðurinn pessu lífi En af náð sinni gaf skaparinn oss nýtt tækifæri, stuttan frest hjer á jörðunni svo að vjer gætum fengið tíma til að hugsa oss um og velja annaðhvort lífið eða dauðann. Möguleikinn til pess að öðlast aftur hið sanná og verulega líf er einungis fólginn í trúnni á Frelsarann, með hvers frels- unarverki vjer getum orðið skapaðir á ný, orðið að nýjum manneskjum í honum. Hvort heldur vjer pví tölum um lífið hjer á jörðunni eða eilífa lífið hið efra. verðum vjer að leita að uppruna vorum hjá Guði og hjá engum öðrum. „í honum lifum, hrærumst og erum vjer.“ Post. 17, 28. E. A. Hverju munum vjer. .. Framh. frá bis. t4. samkvæmt pví, sem sagt hefir verið fyrir. Hjer skal látið nægja, að benda einungis á pað hve gífurlega glæpir fara í vöxt i heiminum. Dví miður mun nýja árið ekki verða betra hvað pví við víkur, heldur en hið liðna var. Enn eru oss í fersku minni hin hræðilegu Dusseldorí-morð, sem enn hefir ekki orðið uppvíst um. Um leið og lokið er við pessar athuganir, skal hjer bent á pað, að spádómur Biblíunnar í Dan. 12, 4, segir, að „pekkingin muni vaxa“ pegar kemur að tíma „endalokanna.“ Vjer vit- um, að aldrei hefir pekkingin verið slík, sem nú á vorum dögum, og á nýja árinu mun hún að sjálfsögðu aukast að miklum mun á flestum sviðum. Dað sem vjer höfum í huga er pá ekki hvað síst Samgöngutækin. Svo hraðfara samgöngutæki eru nú komin um pví nær allan heim, bæði á landi, sjó og í loftinu, að kristniboðarnir, sem prjedika fagnaðarerindið um ríkið „um alla heimsbygð- ina til vitnisburðar öllum pjóðum", geta í skyndi komist til hinna afskektustu staða á jörðunni. Og tökum eftir, pegar petta er skeð, „mun endirinn koma.“ Matt. 24, 14. Vjer munum í blaði voru leitast við að fylgjast með viðburðunum, ekki til pess að draga upp bölsýnis-myndir fyrir lesendum vorum, heldur til pess að reyna að sýna fram á að rás við- burðanna kemur svo nákvæmlega heim við spádóma Biblíunnar. Vjer getum ekki annað en styrkst í trúnni á hinn eilífa, kærleiksríka Guð, pegar vjer sjáum, að pað sem hann hefir sagt fyrir, upp- fyllist svo nákvæmlega. Dessir spádómar eru í vissum skilningi ekki annað en fyrirheit við- víkjandi framtíðinni. Og oss er ætið óhætt að fulltreysta pví að loforð Guðs bregðast ekki. Af náð sinni hefir Guð sagt oss um komandi viðburði, til pess að vjer, pegar vjer „sjáum alt petta“, getum vitað, að „hann er fyrir dyrum.“ Matt. 24, 33. Vjer ættum pví að mæta pessum viðburðum pannig, að vjer búum oss undir pað, að innganga með Jesú í hið eilifa ríki hans pegar hann stofnsetur pað. En ef vjer viljum komast pangað, verðum vjer að leggja af syndina, vjer verðum að trúa á Jes- úm sem pann, er dó íyrir syndir vorar, og hlýðnast vilja hans. Fyrir pvi segir Guð: „Æ, að pú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, pá mundi heill pín verða sem fljót og rjett- læti pitt sem bylgjur sjávarins." Jes. 48, 18. Einmitt vegna pessara fyrirheita, sem eru eins óhagganleg og spádómarnir um komandi viðburði, getur nýja árið orðið bjart og ánæg- juríkt einstaklingum prátt fyrir að óveðursskýin lykja meir og meir um jörðina og útlitið er fremur ískyggilegt í heiminum yfirleitt. Pví ineiri sem erfiðleikarnir eru, pess ástúð- legar kallar Jesús til vor og segir: „Kornið til inín, allir pjer, sem erfiðið og punga eruð hlaðnir, og jeg mun veita yður hvíld.“ Matt. 11, 28. Og pess dýrmætara er fyrirheitið: „Sjá, jeg kem skjótt!,, Ósk vor, kæri lesari, er pví sú, að pjer látið pá viðburði, sem vjer eigum í vændum, hvetja yður til pess að búa yður undir Jesú eilífa ríki, og að pjer að lokum mættuð höndla pá sælu að fá par inngöngu. P. G. Nelsen.

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.