Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 7

Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 7
GEISLINN 55 peir eru Kristi „undirgefnir“ (1. Pjet. 3, 21. 22.), hafa þeir mjög mikinn áhuga fyrir áformi pví, er lagt hefur verið, syndugu mannkyni til frelsunar. Af pessari ástæðu eru peir allir „pjónustubundnir andar, útsendir í peirra parfir, sem hjálpræðið eiga að erfa“. Hebr. 1, 14. Englarnir korna sem ósýnilegir heimsækendur niður til pessarar jarðar, til pess að leiða menn- ina til Jesú Krists, hins lifandi Guðs sonar. í pessum skilningi mynda peir eins og brú milli himins og jarðar. Englarnir skrifa niður pau orð og pau verk, sem töluð eru og gjörð af mönnunum, og mun pað alt á sínum tíma koma fram fyrir dómstól hins eilífa. Peir halda rjetta og nákvæma skýrslu yfir líferni vort, og engin mun geta afmáð neitt af pvl, sem peir skrifa niður I hinar himnesku bækur. Takið eftir aðvörun vitringsins: „Leyf eigi munni pínum að baka líkama pínum sekt og seg eigi við sendiboðann: pað var fljótfærni!“ Pred. 5, 5. Englar pessir, sem halda bækur himinsins, aðstoða við hinn himn- eska dómstól. í sýn sá spámaður- inn Daníel að pessir englar tóku pátt I rannsókn, sem haldin var í hinum himneska rjetti. „Jeg horfði og horfði, par til er stólar voru ’ settir fram og hinn aldraði settist niður . . . púsundir púsunda pjón- uðu honum og típúsundir típús- unda stóðu frammi fyrir honum. . Dómendurnir settust niður og bók- unum var flett upp.“ Dan. 7, 9. 10. Hjer talar spámaðurinn um pær miljónir engla, sem taka pátt í rjettarhaldinu við hinn endanlega dóm. Annar páttur verkefnis englanna er að vernda og varðveita Guðs börn og frelsa pau frá allskonar hættum. Sálmaskáldið bendir á petta í hinum pektu orðum: „Engill Drottins setur vörð kring um pá, er óttast hann, og frelsar pá.“ Sál. 34, 8. Satan gat ekki snert við Job, meðan Guð setti engla sína í fylkingu umhverfis pjón sinn. Sjá Job 1, 8—10. Hinum göfuglyndu Hebreum i Babýlon, sem kastað var í eldsofninn brennandi, af pví peir neituðu að tilbiðja gull-líkneskið, var bjargað frá eldinum af engli. Dan. 3, 23 — 28. Daníel var kastað I ljónagryfju, af pví hann ljet ekki af að tilbiðja Guð feðra sinna; en engill frá himnum kom og lokaði munnum ljónanna, svo að pau gjörðu honum ekkert mein. Dan. 6, 21—23. Pjetur og Jóhannes voru handteknir og settir Engill Drottins setur vörá kring urn þá, er óttas. iiann, og frelsar þá.u Sálm. 34, 8. (Framh. bls. 59)

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.