Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 24

Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 24
Myndin er af „Graf Zeppelin", sem hinn 20. september 1928 hljóp af stokkunum, og fór af stað í fyrsta reynsluflugið, sem stóð yfir frá klukk- an átta um morguninn til klukkan hálf sex um kvöldið. Á reynslufluginu var farið eftir endilöng- um Rinardalnum, alla leið norður að Karlsruhe og Mannheim og til baka yfir Heidel- berg, Augsburg og Mynchen. Árið 1925 var haf- in opinber fjársöfn- un, til að greiða með byggingarkostnað skipsins. Strax eftir að skip- ið var fullgjört, fór það hina fyrstu löngu ferð slna yfir At- landshafiö til Ame- rlku, flugferð, sem t vissum skilningi orsakaði nokkur vonbrigði, með þvl að hún tók mikið lengri tíma, en menn höfðu fyrirfram gjört sjer I hugarlund. Ferðin stóð yfir I 112 klukkustundir. Byggingarmeistari loftskips- ins, dr. Eckener, var fararstjóri þess yfir Atlands- hafið. Hann hafði einu sinni áður, árið 1924, stýrt öðru Zeppelinsloftfari, „Z. R. 3“ til Amerlku; það átti sem sje, samkvæmt Versaille samningnum, að af- hendast til Banda- rlkjanna. Þessi ferð tók knapplega 81 klukkustund frá Freidrichshafen til New Jersey. Siðan hefir „Graf Zeppelin“fariö marg- ar langar flugferðir og 1 sumar sáum vjer hann einnig hjer uppi á íslandi. „Graf Zeppelin" er ekki lengur stærsta loft- skipið, sem smiðað hefir verið I heiminum. Síðan hafa verið smlðuð tvö miklu stærri, og var annað þeirra „R 101“, sem steyptist nýlega til jarðar og brann til kaldra kola. Hið fyrsta loftskip, sem fór yfir Atlandshafið, var hið enska „R 34“, sem Major Scott stýrði og hafði 27 inanna áhöfn, árið 1919. Ferðin frá Skotlandi til Ameríku stóð I það skifti yfir I 108 klukkustundir, en á leiðinni heim aftur var það aöeins 75 klukkustundir. Neðri myndin er af hinu þekta skipi „Mauretania", eitt af hinum stærstu gufu- skipum, sem sigla um Atlandshafið, fór frá Cherbourg til New York á 5 dög- um 2 thnum og 34 minútum; og var þannig aðeins góð- lega 2 tlmum leng- ur en „Graf Zeppe- lin“ sömu leið. Risarnir, sem fara uin höfin og risarnir í loft- inu keppast uin forustuna. Alstaðar er takmarkið: Hraöi, hraði, meiri hraði. Vjer lifum á tima hraðans. Mönnum finst þeir aldrei geti komist nógu hart áfram. Samkvæmt orðum spámannsins Dantel höfum vjer náð þvl að lifa á tima enda- lokanna, þegar þekk- ingin mundi verða margvísleg. Alt þetta endalausa kapp manna eftir, að ná meiri og meiri lirað- a, hefir við nánari athugun, stórfelda þýðingu. Hjer er eitt, sem liggur á að hraða sjer með: — Boðskapur frá hin- um hæsta skal boðast um gjörvalla jörðina með miklum hraða — hin síðasta aðvörun. Þess vegna er það, að hann uppvekur vissa menn, og gefur þeim gáfur til að útbúa hin undursamlegu tæki nútfmans, svo hin mikla fyrirætlan hans geti náð framkvæmd.

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.