Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 20

Geislinn - 01.09.1930, Blaðsíða 20
68 GEISLINN látur fyrir; viljið þjer nú ekki sýna vegfaranda enn meiri gestrisni, svo að hann villist ekki í dimmunni og verði úti?“ Bænarrómur hins ókunna manns olli f>ví að hr. Walter gat ekki neitað honum um gistingu. „Komið með mjer inn og fáið yður sæti; jeg ætla að tala um petta við konuna mína og heyra hvað hún segir.“ Walter bóndi gekk inn í stofu til konu sinnar, par var búið að bera kvöldverð á borð, snjóhvítur dúkur var á borðinu og postulin, sem aðeins var notað við sjerstök tækifæri. „Er ókunni maðurinn ekki farinn enn?“ spurði frú Walter; hún hafði heyrt til hans, er hann kom inn aftur. „Nei, og hvernig finst pjer, hann biður að lofa sjer að vera í nótt.“ „Nei, pað getum við ekki, við getum ekki hýst svona menn; hvar ætti hann að sofa?“ „Auðvitað ekki í besta herberginu; en pað litur ekki út fyrir að prófasturinn ætli að koma.“ „Nei, pað lítur ekki út fyrir pað.“ „Jeg get pó ekki rekið manninn út; hann lítur ekki út fyrir að vera heilsuhraustur, og pað eru að minsta kosti 5 km til næsta bæjar“, hjelt bóndi áfram. „Við getum ekki skift okkur neitt að pví; hann hefði getað farið áður en dimt var orðið.“ „Dað tjáir nú ekki að tala um petta, Jó- hanna, við getum ekki úthýst honum.“ „En hvar eigum við að láta hann vera?“ „Hann lltur út fyrir að vera heiðarlegur maður og ekki búa yfir neinu illu; við getum búið um hann á gólfinu." Að svo mæltu gekk bóndi inn í eldhúsið, par sem gesturinn sat fyrir framan arinin, og sagði honum að hann gæti fengið að vera. Gesturinn pakkaði með fáum orðum og svo varð augnabliks pögn. Með pví að húsfreyja var nú orðin vonlaus um að prófastur mundi koma, bar hún kvöld- matinn fram af borðinu, er var hænsnasteik, kaffi og kökur. Er búið var að bera matinn af borðinu, áttu hjónin tal saman um pað, hvort gestinum skyldi gefin kveldmatur eða ekki. Hann hafði nú pegar fengið eins mikið af brauði og kjöti og hann vildi; en par eð hann átti nú að vera um nóttina, fanst peim tæplega viðeigandi að setjast sjálf við borðið, og bjóða gestinum ekki neitt. En til pess að bjarga sjer úr pessum vandræðum, buðu hús- ráðendur gestinum matarbita með sjer, og hann neitaði pví ekki. Húsbóndi bað borðbæn og svo var byrjað að eta. Við borðið sat sonur hjónanna, sex ára gamall; hann var í sparifötunum, pví hann átti að vera vel til fara, er hann heilsaði pró- fastinum. Foreldrarnir voru hreyknir af honum, og kom pað einnig í ljós frammi fyrir hinum fátæklega gesti, er virti drenginn fyrir sjer án pess að segja nokkuð. „Komdu, Karl litli“, sagði faðir hans, er búið var að borða, „manstu enn fallega sálm- inn, sem mamma pín kendi pjer?“ Karl litli stóð upp og hafði yfir reiprennandi prjú vers af alkunnum kirkjusöngssálmi. „Hafðu líka yfir bænina, sem pú hefir lært“, sagði móðirin, upp með sjer af pví hve mikið sonur hennar kunni. „Hvað eru boðorðin mörg?“, spurði faðirinn. Barnið hikaði dálítið, leit síðan á gestinn, er var rjett hjá pví, og spurði feimnislega: „Hvað eru pau mörg?“ Maðurinn ljet sem hann hugsaði sig um, og svaraði síðan eins og hálf efablandinn: „Eru pau ekki ellefu?" „Ellefu“, kallaði húsmóðirin upp yfir sig, alveg undrandi. „Ellefu“, sagði maður hennar, og var meiri ásökun en undrun í málrómnum. „Getur pað verið, að pjer vitið ekki hve mörg boðorðin eru? Hvað eru pau mörg, Karl litli? Dú veist pað áreiðanlega." „Tíu“, svaraði barnið. „Rjett, barnið mitt“, svaraði bóndi og brosti ánægjulega til drengsins. „Hjer í grend er ekki nokkurt barn, er ekki geti sagt yður að boðorðin eru tiu. Hafið pjer nokkurn tíma lesið í Biblíunni", sagði hann, og snjeri sjer að gestinum. „Já, pegar jeg var drengur, las jeg mikið í henni. Jeg held að boðorðin sjeu ellefu. Ykkur skjátlast í pví, að halda að pau sjeu ekki nema tíu.“

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.