Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR I 3. JANÚAR 2005 Fréttir DV, Slðkkt á út" varpsstöðvum Slökkt var á útvarps- stöðvunum Skonrokki og X-inu 977 í gærkvöldi klukkan 21.00. Öllum starfsmönnum stöðvanna var sagt upp í gær og þeim tilkynnt að þeir þyrftu ekki að mæta í dag. Meðal vel þekktra starfs- manna stöðvanna eru Jón Gnarr, Sigurjón Kjartans- son og útvarpsmaðurinn Freysi. Einnig var flestöllu starfsfólki Létt 96,7 sagt upp. Hunsar reglur í sumarhúsi Símon Hallsson, eig- andi sumarbústaðar við Selvatn ofan við Hafra- vatn, er ósáttur við fyrir- mæli Ásbjörns Þórðar- sonar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um að stöðva framkvæmdir við sumarbústaðinn. Ásbjörn var beðinn um að mæta á staðinn fyrir mánuði síðan til að gera úttekt á framkvæmdunum. Þá reyndist hvorki bygging- arstjórinn, stimplaðir uppdrættir né samþykktir vera til staðar. Þá vom framkvæmdirnar ekki í samræmi við deiliskipu- lag svæðisins og sam- þykkta aðaluppdrætti fyr- ir endumppbyggingu og stækkun bústaðarins. Hvaðfinnst þér um hvarfið á Jalieslcy Garcia? Þórdís Brynjólfsdóttir handboltakona „Mér fínnst þetta bara fáranlegt og mjög illa gert af honum. Mér finnst hann bara vera að nýta sér þaö að hann sé kominn með íslenskt rlkis- fang. Hann getur alveg látið vita þótt hann sé í frfi." Hann segir / Hún segir „Hann var að missa föður sinn karlgreyið, mér fínnst nú að það eigi að leyfa honum að útskýra sitt mál áður en honum er hent f djúpu laug- ina. Hann er fínn strákur og þaö hlýtur að vera skýring á þessu." Sigurður Valur Sveinsson fyrrverandi handboltahetja. Bandaríski herinn segir sölu hermannabúninga í Kolaportinu geta þýtt það að stríð þeirra gegn hryðjuverkum sé unnið fyrir gýg. Ólafur Ólafsson, sem selur búningana, segir að islensk stúlk sem seldi honum einkennisbúning amerisks kærasta síns hafa skömmu seinna hringt í ofboði og beðið um að nafn kærastans yrði tekið af búningnum. Hótefi fangelsi lyrir sölu herbúnings í Koleportinu í nýjasta tölublaði White Faicon, sem gefið er út á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, segir frá því að einn liðsmanna hersins, Zandy Ariss, hafi gefið yfirmönnum sínum skýrslu eftir nýlega ferð sína í „Flóamarkað Reykjavíkur" - sem mun vera sjálft Kola- portið. Þar hafi Ariss séð til sölu einkennisbúning frá bandaríska flughernum sem enn hafí borið öll upprunaleg auðkenni. „Það kom hingað íslensk stelpa sem er með Ameríkumanni og seldi okkur búninginn hans með öllum merkjunum á. Stuttu seinna hringdi hún í mig á panik og segist verða að fá merkið með nafninu hans til baka. Þeim hefði verið hótað fang- elsisvist. Ég tók merkið bara af," segir Ólafur Ólafsson. Ólafur rekur fyrirtækið Army.is sem selur hermannafatnað og tengdan búnað í Kolaportinu og á netinu. Vilt þú hjálpa hryðjuverka- mönnum? Að því er kemur fram í White Falcon er fólki reyndar heimilt að selja einkennisbúninga sína sem taka á úr notkun. Vandinn sé hins vegar sá að sumir taki ekki einn- kennismerkin af fötunum. „Áður en þú selur einkennisbún- inginn með öllum merkingunum í búð eða til einhvers utan herstöðv- arinnar skaltu spyrja þig að því hvort þú viljir gera ótínd- um glæpa- mönn- um eða hryðjuverkamönnum auðveldara fyrir," hefur White Falcon eftir örygg- isforingjanum Maj Állan Conkey. „Ég gæti ekki ímynd- að mér neinn sem myndi svara þess- ari spurningu játandi. Samt er það einmitt þetta sem gerist þegar einkennisbúningar eru seldir með merkjunum á,“ bætir Conkey við. „Áður en þú selur einkennisbúninginn með öllum merking- unum í búð eða til ein- hvers utan herstöðv- arinnar skaltu spyrja þig að því hvort þú viljir gera ótíndum glæpamönnum eða hryðjuverkamönnum auðveldara fyrir." Verða að sýna ábyrgð Rick Combs lautinant segir liðs- menn hersins skulda sjálfum sér, hernum og þjóðinni að haga sér á ábyrgan hátt. „Fólk er verðmætasta auðlindin og við verðum að gera allt úl að verja verðmætustu auð- lindina," segir Combs við blaðið White Falcon sem tekur undir áminningarorð viðmælenda sinna: „Með atburðunum 11. septem- ber 2001 og yfirstandandi stríði gegn hryðjuverkum er bandaríski flugherinn ávallt reiðbúinn til að gera það sem þarf til að tryggja ör- yggi fjölskyldna sinna, hersins og þjóðarinnar. Þetta er grundvallarat- riði til að ljúka verkefninu. En það kann allt að vera til einskis ef fólk leyfir að einkennismerkjum þeirra sé stolið og notuð af hryðjuverka- mönnum." Engin formleg kvörtun borist Ólafur segir engan hafa rætt við sig formlega um einkennisbúninga- söluna. Starfsmaður hans í Kola- portinu hafi orðið var við Ameríkana sem skoðaði jakka áðurnefnds hermanns sem hékk þar til sölu. „Svo frétti ég að þetta hefði farið í yflrmenn. Þeir segja að það sé verið að leggja öryggi vallarins og landsins í hættu. En staðreyndin er sú að það labbar enginn inn á völlinn bara út á það vera í búningi með einhverju nafni á, eftirlitið er miklu öflugra en það," telur Ólafur. Að sögn Ólafs á hann raunar ekki mikið af amerískum búningum til sölu. „Það er í raun í minnhluta. Við erum mikið með sovéskt, breskt, hollenskt og þýskt," segir hann. „En það er þó að koma dálítið af vellin- um og töluvert af því er með nöfnunum á.“ gar@dv.is Taícori White Falcon „Það kann allt að vera til einskis effólk leyfir að ein- kennismerkjum þeirra sé stolið og notuð afhryðjuverkamönnum," segir I málgagni Bandarikjahers á Keflavíkurflugvelli. Fyrsta Mannlíf Reynis Traustasonar Friðrik Þór dregur hæfileika Hrafns í efa „Ég er þokkalega sáttur og ánægð- ur," segir Reynir Traustason, blaða- maður ársins 2003 og nýr ritstjóri tímaritsins Mannlíf, sem kemur út í fyrsta sinn í dag undir hans stjóm. í blaðinu er ítarlegt viðtal við Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- leikstjóra þar sem hann talar opin- skátt um gjaldþrot sitt og hugsanleg- an brottflutning af landinu. Þá lýsir Friðrik Þór efasemdum sfnum um hæfileika Hrafns Gunnlaugssonar í kvikmyndagerð og kennir Myrkra- höfðingja Hrafns um hvernig fór í eigin fjármálum. Um nýrri verkefni Hrafns vill Friðrik Þór ekki tjá sig en segist þó hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að sjá ekki Opinber- un Hannesar sem er nýjasta mynd Hrafns. Þá segir frá því í Mannh'fi að Þóra Guðmundsdóttir í Atlanta búi nú ein Friðrik Þór Vildi ekkisjá Opinber- un Hannesar. Hrafn Gunnlaugsson Myrkrahöfðinginn dýrkeyptur. Kristján Jóhannsson „Kristján who? Þóra i Atlanta Býreinmeðhund- inum slnum. með hundinum grími flugstjóra sínum fjarri Arn- og eiginmanni sín- um til langs tíma. Að auki er í tímaritinu að finna við- brögð ópemstjóra víða um heim sem þekkja ekkert til Kristjáns Jóhannssonar og --------svara spurningum tímarits- ins yfirleitt á sama hátt: „Kristján who?“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.