Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13.JANÚAR2005 Fréttír DV „Þú núöir mér rétt þegar ég var að fara útá Bjarg, í heilsu- ræktarstöð þar," segir Jón Arnþórsson, safnstjóri Iðnað- arsafnsins á Akureyri.,,1 morg- Landsíminn safninu að skoða það sem hafði borist afbréfum og öðru og að reyna að finna pláss fyr- ir nýja safngripi sem bjóöast úrýmsum áttum. Sumt erdá- lítið hlægilegt. Okkur var færð flöskumiðabók sem er meö Sana-Víking flöskumiðum. Einn miðinn var afmessuvíni sem var sagt þannig samsett að Mprósent væri vínandi og 86 prósent væru heilagur andi." „Við ættum að hafa meiri áhyggjur af sumum for- ingja hans/' Dýrafræðingar hissa á háttalagi elga Ráðst inn í barnafataverslun Elgir hafa hagað sér undarlega í Nor- egi undanfarið en þar er fjöldin allur af slíkum dýrum sem eru þó vanalega til lftilla vandræða enda feimin og fælast mannmörg svæði. Nýleg réðst elgur að sleðahundum í Norður-Noregi og sluppu hundamir og eigandi þeirra naumlega með nokkra marbletti. Dýrafræðingar eru afar hissa á þessu háttalagi, sérstak- lega í ljósi þess að engin augljós ástæða var fyr- ir árásinni. Menn standa líka á gati yfir því hvers vegna fullvaxinn elgur braut sér leið í gegnum sýningarglugga á bamafataverslun í Lillehammer. Við- skiptavinir áttu fótum sínum fjör að launa. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn og reyndu að lokka elginn út úr búðinni en hann ranglaði þar um, braut og bramlaði og var mikið skorinn eftir glerið. Að lokum náðist að skjóta svæf- ingarlyfi í elginn og koma honum út. Vindlagerðarmaður í Púertó Ríkó Rúllar sig á síður heimsmetabókanna Patricio Pena Pena sló þar með heimsmet Kúbverjans Jose Castelar frá Havana sem rúllaði 15 metra langan vindil í ágúst árið 2003. Vindlagerðarmað- urinn Patricio Pena hefur handrúllað 20 metra langan vindil og er þar með vongóður um að komast á síður heimsmetabókar Guinness fýrir að hafa búið til stærsta vindil í heimi. Pena var fjóra daga að rúlla vindilinn en hann dundaði við verkið á torgi nokkru við bændamarkaðinn í Santurce- hverfinu í borginni San Juan og lauk hann verkinu um helgina. „Vinur minn kom að máli við mig nýlega og spurði mig af hverju ég rúllaði ekki stærsta vindil í heimi," segir Pena er hann lauk við gerð vindilsins en undir hann þurfti tólf borð. Pena sló þar með heimsmet Kúbverjans Jose Castelar frá Havana sem rúllaði 15 metra langan vindil í ágúst árið 2003. Pena sem er 43 ára kemur frá Dóminíska lýðveldinu og byrjaði að rúlla vindla þegar hann var 7 ára. Hann flutti til Púertó Ríkó fyrir 30 árum og hefur unnið við að rúlla vindla þar síðan á bási sem hann hefur við hliðina á bændamarkaðinum. Pena segir að það sé draumur sinn að gera Púertó Ríkó að miðstöð vindlagerðar í heiminum í staðinn fyrir Kúbu. Mini-Me nak- inn á vélhjóli Veme Troyer eða Mini- Me úr Austin Powers-mynd- unum hefur látið allt flakka í bandarísku raunveruleikaþáttun- um „The Surreal Life“. Mini-Me birtist allt í einu allsnak- inná skömmu eft- iraðhann var borinn í rúmsitt dauður af drykkju. Er hann rankaði við sér byrjaði hann á því að létta á sér í eitt homið á svefnherberginu og skellti sér síðan á vélhjól sitt. Fyrr um kvöldið mun hann hafa borðað sushi af nöktum l£k- ama einnar af konunum í þáttunum. Eftir nokkra drykki skellti hann sér svo úr buxunum. Dó með „himnaríki" á vörunum Prestur nokkur í Flór- ída varð bráðkvaddur í messu um leið og hann sagði orðin: „Og þegar ég fer til himnaríkis... “ Presturinn, hinn 68 ára gamli Jack Amold, var að ljúka messunni þegar hann féll skyndilega í gólfið. Nokkrir af kirkju- gestunum sem höfðu reynslu af hjúkrunarstörf- um reyndu að koma Amold til lífs aftur en án árangurs og var hann úrskurðaður látinn er sjúkraliðar mættu í kirkj- una. Einn af fyrrverandi yfirmönnum CIA hefur sagt opinberlega þaö sem verið hefur á vitorði margra. Bandaríkjamenn vilja ekki finna Usama bin Laden og segja að betra sé að hafa hann frjálsan en einangraðan í afdölum Afghanistans. Handtaka bin Ladens gæti haft í för með sér bylgju hryðjuverka á Vesturlöndum. Bandaríkjamenn vilja ekki linna bin Laden A.B. „Buzzy" Krongard, sem áður var þriðji valdamesti maður- inn innan Bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), segir í samtali við breska blaðið The Sunday Times að Bandaríkjamenn vilji ekki ná hryðjuverkaleiðtoganum Usama bin Laden. Krongard segir betra að Usama bin Laden gangi frjáls ferða sinn og einangraður í afdölum Afghanistans en að Bandaríkjamenn nái honum á sitt vald. Það að Bandaríkjamenn vilji í raun ekki finna bin Laden hefur lengi verið á vitorði margra. Að sögn Krongards myndi handtaka bin Ladens og réttarhöld í fram- haldi af því sennilega leiða til bylgju hryðju- verka á Vesturlönd- ____ um sem yrðu afleið- ingar af valdabaráttu innan al-Kaída um hver ætti að taka við af bin Laden. Buzzy Krongard lét af störfum hjá CIA fyrir sex vikum en hann kom til stofnunarinnar árið 1998 eftir ára- tuga feril sem bankamaður. „Það er auðvelt að færa rök fyrir því að betra sé fyrir okkur að bin Laden sé frjáls," segir Krongard. „Því að ef eitthvað kemur fyrir bin Laden verða þeir margir sem vilja taka við stöðu hans og þurfa að sanna hversu miklir harðjaxlar þeir eru með því að koma af stað bylgju af hryðjuverkum. Hlutverk bin Ladens að breytast Krongard segir að hlutverk bin Ladens hafi breyst mikið meðal íslamskra harðlínumanna. Hann sé nú frekar áhrifamikill leiðtogi í staðinn fyrir að vera skipuleggjandi hryðjuverka. „Við ættum að hafa meiri áhyggjur af sumum af for- ingjum hans," segir Krongard. Margir háttsettir menn innan bandaríska stjórnkerfisins hafa Krongard Buzzy Krongard lét afstörfum hjá CIA fyrirsex vik- um en hann kom til stofnunar- innarárið 1998eftiráratuga feril sem bankamaður. viðkennt það í per- sónulegum samræðum að sennilega sé betra að bin Laden sé hafður einangraður í Af- ghanistan eða Pakistan heldur en að hann ná- ist. Krongard er hins vegar sá fyrsti sem við- urkennir þetta opinber- lega. Bin Laden ein- angraður Sökum þess hve bin Laden er einangr- aður og í felum telur Krongard ekki að hann skipuleggi svo mikið af hryðjuverk- um þessa dagana hvað þá að hann stjórni gjörðum al-Kaída frá degi tíl dags. „Það getur ekki verið að hann sé með puttana í öllu sökum þess hve erfitt hann á með að vera í sam- bandi við áhangendur sína," segir Krongard. „Ef ég ætlaði að sprengja upp Trafalgar-torg og færi til bin Ladens með hugmyndina myndi hann sennilega láta mig fá fé en segja svo að ég ætti að tala við þenn- an og hinn um vegabréf og vopn." CIA í vandræðum Krongard viðurkennir einnig að CIA eigi í miklum vandræðum með að koma njósnurum sínum inn í raðir herskárra múslima í araba- heiminum. Fyrir utan að til séu hundruð af al-Kaída sellum um all- an heim og að viðkomandi njósnari þurfi að hafa tungumálið algerlega á hreinu sé það einnig staðreynd að viðkomandi þurfi að sanna sig með þátttöku í hryðjuverki. „Þetta er erfitt verkefni fýrir hvern sem er," segir Krongard. Usama bin Laden „Þvíað ef eitthvað kemur fyrir bin Laden verða þeir margir sem vilja taka við stöðu hans og þurfa að sanna hversu miklir harðjaxlar þeir eru með því að k oma afstað bylgju af MRAI E MIRALE er eini umboðsaðili Cassina á Islandi H áður kr. 345.000 kr 279.000 nu MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík slml: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11 ■ laugard. 11-15 18 lElgur Hegðarsér I undarlega I Noregi \umbessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.