Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 13.JANÚAR2005
Sport DV
Stórliðin skoðuð
Olympique Lyon frá Frakklandi
Barcelona, Juventus og Chelse
þeirra allra frábær en eitt er
iklið álfunnar þegar upp verf
t
Ólíkt flestum sterkustu knattspyrnuliðum í Evrópu undanfarin
ár, sem flest hafa hundrað ára sögu og hefðir að baki, á ekkert
slíkt við um franska liðið Olympique Lyon. Félagið er rétt skrið-
ið yfir fimmtugsaldurinn en hefur undanfarin ár fest sig tryggi-
lega í sessi sem eitt af toppliðum Frakklands. Mörgum þykir liðið
hafa það sem til þarf til að brjdta ísinn í Meistaradeildinni einnig
þetta árið en þar hafa, að undanskildu Mónakó, fá frönsk lið gert
skráveifu síðustu árin.
þeim eftirsótta áfanga að komast í
hóp fremstu liða Frakklands. Þar er
félagið enn þann dag í dag og á
uppleið ef eitthvað er. Árið 1996
tapaði félagið fyrir Metz í úrslitum
frönsku deildarbikarkeppninnar en
árið eftir fékkst loks titill í geymslu
liðsins þegar Lyon stóð upp sem
sigurvegari í Intertoto-keppninni
Árið 1999 keypti Lyon Brasilíu-
manninn Sonny Anderson til liðs-
ins en kappinn hafði áður gert
garðinn frægan heima fyrir og hjá
Barcelona. Anderson var þá dýrasti
knattspyrnumaður Frakklands og
undirstrikuðu kaup liðsins þann
metnað sem kominn var í leikmenn
sem og forráðamenn liðsins. Hann
reyndist kjarakaup þegar upp var
staðið og endaði sem markahæsti
leikmaður leiktíðarinnar ‘99/00
með 23 mörk. Sama ár var líka hald-
ið upp á það með pompi og prakt
að félagið varð 50 ára og voru af því
tilefni hátíðarhöld víða í borginni.
Næsta leiktíð á eftir tókst einnig
vel. Lyon vann bikarkeppnina enn
eitt skiptið, í þetta sinn eftir ffam-
lengda úrslitarimmu gegn Mónakó,
og endaði aðra leiktíðina á stuttum
tíma í öðru sæti frönsku deildarinn-
ar. Enn og aftur sannaði Sonny
Anderson virði sitt og fékk gullskó-
inn fyrir að pota inn einum 22
mörkum þá leiktíðina.
2002 reyndist þó hápunktur í
sögu liðsins en þá varð Lyon loks
Frakklandsmeistari í fótbolta í
fyrsta sinn og bætti um betur það
skiptið með því að sigra Lorient
í meistarakeppni Frakklands.
2003 varð Lyon aftur Frakk-
landsmeistari annað skiptið í
röð en slíkt afrek hafði
engu liði tekist í land-
inu í tíu ár fyrir
þann tíma.
Framtíðin er
frönsk
Þann 23.
febrúar
næstkom-
andi mun
Lyon etja
kappi við
þýska liðið
Werder
Bremení 16
liða úrslit-
um Meist-
aradeildar
Evrópu.
Þrátt fyrir
að franska
liðið hafi
komistíMeist-
aradeildina síð-
ustu fjögur ár í
röð er þessi ár-
angur sá besti sem
náðst hefur og víst
er að margir
veðja á að
Frakkamir
leggi
Óhætt er að fullyrða að metnað-
ur hefur verið lykilorðið í ágúst
1950 þegar félagið varð formlega til
en stjórn liðsins lýsti því strax yfir
að komast ætti á íyrsta ári upp í
fyrstu og jafnframt efstu deild
Frakklands en ekki var um auðugan
garð að gresja hvað varðaði fjölda
félaga í Frakklandi á þeim tíma.
Upp komst félagið á réttum tíma
en engar voru rósirnar gerðar fýrr
en tólf árum síðar þegar til liðsins
voru komnir tveir leikmenn sem
enn eiga hug og hjörtu aðdáenda
Lyon. Þeir Nestor Combin frá
Argentínu og Fleury de Nallo, eða
prinsinn af Gerlandi, eins og kapp-
inn var kallaður.
Báðir fæddust með gullskó á
fótum og eru enn þann dag í dag
markahæstu menn sögunnar hjá
liðinu. Þeir tveir voru potturinn og
pannan í liði Lyon sem komst í úr-
slit frönsku bikar-
keppninnar árið 1963
þar se
Lyon tap-
aði
reyndar
efnamaður, Jean Michel Aulas, kom
að liðinu árið 1987 með mikla fimm
ára áætlun um að gera Lyon að
stórveldi á ný að eitthvað fór að
gerast í málunum.
Fimm ára áætlun Aulas hljóðaði
upp á að koma liðinu upp aftur og í
Evrópukeppni á innan við fimm
árum og gekk hann hart fram í að til
liðsins væru ráðnir leikmenn og
þjálfarar sem hefðu metnað og getu
tÚ að takast á við verkefnið. Þrátt
fyrir að áhrif breytinganna væru
augljós strax fýrsta árið gekk ekki að
koma liðinu upp en árið eftir, 1989,
fór Lyon upp í efstu deild að nýju
með offorsi.
Vann liðið aðra deildina með
miklum yfirburðum og fyrsta árið í
efstu deild var Lyon spútniklið
deildarinnar og endaði þegar upp
var staðið í fimmta sæti og þar með
komið í Evrópukeppnina á nýjan
leik. Fimm ára áætlunin gekk upp á
tveimur árum.
Þar með var þó ekki allt kálið
sopið. Liðið hélt sér uppi í deildinni
en gerði ekki mikið meira en það
fyrr en 1995 þegar Lyon náði besta
árangri liðsins með því að enda,
flestum að óvörum, í öðru sæti
frönsku 1. deildarinnar.
Komnir til að vera
Segja má að 1995, auk þess að
vera það ár sem besti
árangurinn
náðist í efstu
deild, hafi
2-0 fyrir liði Mónakó. Ári síðar gekk
betur og Lyon varð bikarmeistari
eftir sigur á Bordeaux og liðið
komst ennfremur í úrslit þess sem
nú til dags er kallað Evrópukeppni
bikarhafa.
Meðan gengið í deildinni var
aldrei neitt til að hrópa húrra fyrir
þessi árin gekk ávallt vel í bikar-
keppninni og þann haa unnu þeir
aftur árið 1967. Næstu ár á eftir
voru ekki síðri og á árunum
1971-1976 komst félagið þrisvar í
viðbót í úrslit en vann aðeins einu
sinni, gegn Nantes 1973.
Fimm ára áætlunin
Eftir langa dvöl í efstu deild án
þess að hafa mikið að sýna fyrir
kom loks að því að félagið féll niður
árið 1983. Fjárhagurinn var orðinn
bágur um það leyti og áhugi borg-
arbúa hafði dvínað því liðið hélt
áfram að sýna meðalmennsku í leik
sínum. Þar velktist félagið um hríð
án þess að eiga möguleika á að fara
upp um deild á ný og það var ekki
fýrr en annar
metnaðarfullur
Fimm ára áætlun
Aulas hljóðaði upp á
að koma liðinu upp
aftur og í Evrópu-
keppni á innan við
fimm árum og gekk
hann hart fram í að til
liðsins væru ráðnir
leikmenn og þjálfarar
sem hefðu metnað og
getu til að takast á við
verkefnið.
Þjóðverjana að velli og haldi enn
lengra í keppninni. Það segir sitt að
liðið endaði fýrir ofan Manchester
United í D-riðli þrátt fyrir að eina
tap liðsins í riðlinum hefði komið á
Old Trafford.
Ekki nóg með þann ffækna ár-
angur heldur er Lyon á þessari
stundu taplaust í frönsku deildinni
eftir 19 umferðir og hefur liðið að-
eins fengið á sig átta mörk hingað til.
Það segir sína sögu að samkvæmt
vikulegri ítarlegri tölfæðiúttekt á
frönsku deildinni sem dagblaðið
L’equipe heldur úti eru leikmenn
Lyon nánast í sérflokki. Þannig er
markvörður liðsins, Gregory
Coupet, besti markvörður deildar-
innar eftir 19 umferðir.
Tveir efstu varnarmennirnir eru
frá Lyon, Brasihumaðurinn Cris og
Frakkinn Reveillere. Tveir efstu
miðjumennimir eru, merkilegt
nokk, frá Lyon líka. Þar eru tveir
ungir og bráðefnilegir Afríkumenn á
ferð. Essien frá Gana og Diarra frá
Mah'. Essien hefur vakið mikla
athygli og hafa lið á borð við Arsenal,
Chelsea og Real Madrid rennt hýru
auga til kappans.
Enginn þarf heldur að spá mikið í
hvaðan fremsti framherjinn kemur
að mati blaðamanna L’equipe. Þar
er enn ein franska stjaman á ferð,
Sidney nokkur Govou.
Mesta gleðiefni forráðamarma
Lyon hlýtur þó að vera að sá leik-
mannahópur sem nú er hjá liðinu
hefur ótnilega reynslu þrátt fyrir að
meðalaldur leikmanna sé rétt um 26
ár. Með sama mannskap getur félag-
ið att kappi við bestu lið Evrópu
næstu fimm árin án breytinga. Ekki
þar fyrir að peningar séu vandamál.
Fimm ár í röð í Meistaradeild Evr-
ópu gefa dágóðan skildinginn og sé
farið rétt með þá peninga má und-
arlegt vera ef Lyon verður ekki eitt
af stórliðum Evrópu næstu árin og
áratugina.
albert@dv.is
TITLASAGAN
Lyonva frekar ui ■HHPPMHMg
Evrópu.
2002,2003 c
Franska
1964,1