Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 27
DV Síðasten ekkisíst
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 27
Húrra!
í ljósi umræðu þessi dægrin um
gildi uppeldis- og menntunar í
nútímasamfélagi, sem sumum,
þ.á.m. forseta vorum og biskup,
hefur þótt standa æ hallari fæti
síðastliðin ár, langar mig að leggja
nokkur orð í belg.
Lögbrot?
Fjöldi rannsókna virtra fræði-
manna á sviði sálar-, uppeldis- og
menntunarfræða, sem og heimspeki
menntunar, hérlendra sem
erlendra, hafa leitt í Ijós að örvun og
efling þess sem kallað hefur verið
siðvit (siðferðis-, tilfinninga- og fé-
lagsþroski), er eitt það mikilvægasta
sem skólar geta lagt til málanna
þegar kemur að uppeldishlutverki
þeirra. Slík örvun er enda bundin í
lög um framkvæmd menntastefnu á
íslandi, eins og þau birtast í aðal-
námskrám grunn- og framhalds-
skóla - ef ekki leikskóla líka, svei mér
þá.
f ljósi þessa, sem og með hliðsjón
af könnun sem gerð var nýverið
(m.a. af undirrituðum) á ástandi
siðgæðiseflingar í nokkrum fram-
haldsskólum á höfuðborgarsvæðinu
er ljóst að betur má ef duga skal.
Könnun sú leiddi í ljós í þvílíkri
mýflugumynd þetta lögbundna
hlutverk skólanna er (þeirra sem
könnunin tók til a.m.k.). Myndu rót-
tæklingar lfklega telja þetta jaðra við
lögbroti. En gerir það nokkuð til?
Kjallari
Davíð Sigþórsson
skrifar um uppeldi
og menntun.
Öríög okkar eru þau
að drukkna andlega í
sykursætri iðu gljá-
andi gylliboða, lýð-
skrums og óendan-
legs flaums auglýs-
inga- og ímyndar-
hernaðar.
svarenda könnunar, sem gerð var
nýverið, telji að siðferðisvitund
stjórnenda íslenskra fyrirtækja og
stofnana hafi eitthvað skánað und-
anfarin ár. HÚRRA.! Það skal tekið
ffarn að svarendur voru stjómend-
urnir sjálfir og töldu þeir sjálfa sig
alla jafna heiðarlegri en aðra stjórn-
endur. Kom þeim einnig saman um
að best væri alltaf að segja satt og
ljótt væri að skrökva. Það myndi
bara koma í bakið á mönnum - í
þeim tilvikum sem það kemst upp
að minnsta kosti.
„Húrra fyrir okkur!"
Þótt það sé e.t.v. álitamál hvort
þama sé um lögbrot að ræða er Ijóst
að í einföldustu hugsanlegri heims-
mynd má vel tengja þessa brotalöm
í kennslunni við stöðu íslensks
stjórnmála- og viðskiptasiðferðis,
sem er náttúrlega ekkert til að hrópa
húrra fyrir. Það sést líklega best á
þeim húrrahrópum sem bámst í vik-
unni úr viðskiptalífinu. Þar var
greint frá því að rúmur helmingur
Skyndibitasamfélagið
Hvemig svo sem því er farið tel ég
einsýnt að þessi mál þurfi að færa til
betri vegar sem fyrst og þá í skólun-
um, því lengi býr að fyrstu gerð.
Þetta á ekki síst við með hliðsjón af
þeirri skyndi-þetta og skyndi-hitt
„quick-fix-take-away-örbylgju-
bolla-súpu-samfélagsþróun“ sem
við horfum upp á í dag. Hún
einkennist til að mynda af síauknu
áreiti og illa ígmnduðu upplýsinga-
Síminn lætur mann
bíða í símanum
Konahiingdi:
Ég þurfti að hringja í
þjónustuver Símans á dög-
unum vegna bilaðs síma sem
er á mínum vegum. í byrjun
svarar símsvari sem bíður
manni upp á ýmsa kosti eftir
erindi manns. Ef ekkert er
valið er maður sendur til
þjónustufulltrúa. Ég valdi
bilanaþjónustu og var sett á
bið. Á meðan er spiluð ein-
hver leiðinleg tónlist. Ég
þekki svona ferli og hef að
jafnaði látið mig hafa það,
enda er biðtíminn yfirleitt ekki lang-
ur. En þegar ég hringdi um daginn
Lesendur
tók steininn úr. Ég beið í rúmlega
fimmtán mínútur og ég lýg því ekki.
Ég hef sko margt annað við tíma
minn að gera en að hanga í síman-
um til að ná í Símann til að fá að gera
við bilaðan síma. Og allan tímann
með hundleiðinlega tónlist í eyrun-
um. Ég ákvað að gefast upp og
hringdi aftur og þá til að fá samband
við þjónustufulltrúa en þeir ættu að
vera fleiri og meiri möguleikar á að
ná þangað inn. En þar tók sama
sagan við. Að lokum gafst ég upp. Ég
læt ekki eyða tíma mínum og
símreikningi á þennan hátt.
MIRALE
1IRALE er eini umboðsaðili
íassina á fslandi
áður kr. 243
nú kr. “|
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
Cassina
V
Sandkorn
flæði (ef upplýsingar skyldi kalla) af
hálfu auglýsinga- og afþreyingar-
miðla, þar sem lítill gaumur er gef-
inn siðferðilegum og uppbyggileg-
um spurningum um lífið og tilver-
una. Þær „selja" ekki eins vel og
hraðsoðið og auðmelt skemmtiefn-
ið. Og sekúndan er dýr í neyslusam-
félagi þar sem tíminn er peningar og
peningar eru, þrátt fýrir pólitískan
fagurgala sumra stjórnmálamanna,
takmörkuð auðhnd.
Ópíum fólksins
Maður hlýtur að spyrja sig hvort
hið útópíska markmið um óheft og
alltumlykjandi upplýsingasamfélag,
sem vestræn ríki róa öllum árum að
og við virðumst óðum vera að ná, sé
við það að snúast upp í andhverfu
sína. Örlög okkar eru þau að
drukkna andlega í sykursætri iðu
gljáandi gylliboða, lýðskrums og
óendanlegs flaums auglýsinga- og
ímyndarhemaðar. Hvað sem því
h'ður þá er það alveg morgunljóst að
á meðan athygli lýðsins er haldið
fanginni, meðvitundinni dofinni,
gagnrýnni hugsun í lágmarki og sið-
ferðiskenndinni úli í kanti, með fýrr-
nefndu mslfæði andans - „hinu nýja
ópíumi fólksins" myndi Marx gamli
vafalítið kjósa að kalla það - munum
við halda áffarn að dóla þetta í róleg-
heitunum, í sæluvímu, að feigðar-
ósi... sönglandi: „we are sailing...
we are safiing...”
Ekki öll nótt úti enn
Það er því engin tilviljun að
hugað sé að því, a.m.k. í orði, að
efla beri siðgæðisþrótt ungs fólks
þar sem siðferðisvitund er ein meg-
inundirstaða heilbrigðrar réttlætis-
kenndar og þannig fmmforsenda
farsællar þjóðfélagsþróunar. Það er
enda alkunna að siðferðisleg lög-
mál og gildi liggja til gmndvaUar
öUum þeim lögum og reglum sem
við fömm eftir í daglegu lífi. Það,
hvort litið er á tiltekna hegðun sem
samfélagslega ásættanlega, andfé-
lagslega eða beinlínis ólöglega,
veltur í grunninn á siðareglum
hvers samfélags. Er þá ekki til ein-
hvers að vinna?
meo Eiríki Jónssyni
• Svo virðist sem Ásta
Kfistjánsdóttir í Eskimó
módels og vinkonur
hennar ætíi að láta
;amlan draum margra
slendinga rætast með
landnámi í viðskiptum
á Indlandi. Ásta og hennar fólk er að
stíga upp í flugvél á leið til Bombay
þar sem fyrirsætustofa verður stofti-
sett. Áður hafði Jakob Frímann
Magnússon tónUstarmaður gert
áhlaup á indverska markaðinn svo og
Stefán Hrafii Hagalín hjá SKÝRR.
Hvomgur þeirra sló þó í gegn...
• Ný BMW-bifreið Davíðs Oddsson-
ar hefur vakið athygU. Ekki síður hitt
að Davíð óskaði sjálfur
eftir að fá að kaupa
gamlan Audi - ráðherra-
bíl sem hann hafði ekið
í m'u ár. Ranghermt hef-
ur verið í fjölmiðlum að
Audi - bíllinn væri
handa eiginkonu Davíðs því hún
ekur sjálf á minni Audi, auk þess sem
þau hjón eiga Isuzu-jeppa. Davíð
mun hafa viljað koma Audi-
ráðherrabflnum fyrir á safni; hugsan-
lega á Davíðs-safni...
• Stórleikarinn Kiefer Sutherland fór
mikinn í miðbæ Reykjavíkur um ára-
mótin. Góður kunn-
ingsskapur tókst á milli
leikarans og eins af
kvikmyndatökumönn-
um Stöðvar 2. Skildu
þeir félagar þannig að
Kiefer gaf kvikmynda-
tökumanninum rándýr jakkaföt sem
metin em á 250 þúsund krónur...
FULLORBINSFRÆÐSLAf 65 Áit
Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið
PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD
Grunnskólastig: (íslenska, danska, enska, stærðfræði) grunnnám, fomám — upprifjun og undirbúningu
fyrir framhaldsskólanám.
Framhaldsskólastig: sjúkraliða-, nudd- og félagsliðanám. Almennur kjarni fyrstu þriggja ann
framhaldsskóla og sérgreinar á heilbrigðissviði. Fjarnám í sérgreinum á heilbrigðissviði. Félagsliðanám -
brú fyrir starfsfólk í umönnun aldraðra og fadaðra.
Sérkennsla í lestri og ritun. íslenska:: aukin lestrarfærni, stafsetning og málfræði.
INNRITUN: 7. — 12. janúar. Kennsla hefst 17. janúar
ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM
Fjölbreytt tungumálanám: Byrjenda- og framhaldsflokkar.Norska,sænska,enska,þýska, hollenska,
franska, ítalska, spænska, portúgalska, pólska, tékkneska, arabíska og tælenska.
Myndlist og handverk: Önnur námskeið:
Fatasaumur, skrautskrift - byrjenda- Fjármál heimilanna, húsgagnaviðgerðir
og framhaldsnámskeið, glerlist, mósaík, matreiðsla fyrir karlmenn — byrjenda- og
listasaga, teikning, vatnslitamálun, framhaldsnámskeið, viðhald og viðgerðir á
olíumálun, skopmyndateikning, prjón. gömlum timburhúsum, útskurður í tré.
Stærðfræðiaðstoð og tungumálanámskeið fyrir böm og unglinga.
íslenska fyrir útlendinga
Morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna (stig 1-5).
Islenska talflokkar og ritun.
Fjamám í íslensku — vefskoli.is
INNRITUN: 13.-20.janúar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 24.janúar
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Upplýsingar í síma: 551 2992
Netfang: nfr@nam»flokkar.i» - Vefsíða: www.namsflokkar.is
Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4.
SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR