Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 Síðast en ekki síst DV *> Rétta myndin Andlit f Esjunni. [slenskt Mount Rushmore. Flakkari kosinn Vestfirðingur ársins Vestflrðingur ársins hefur verið kosinn. Það er ekki ffásögum fær- andi nema að því leyti að umræddur Vestfirðingur ársins hefur ekki búið á Vestljörðum nema brot af lífi sínu og er fluttur til Reykjavíkur. Örn Eh'as Guðmundsson, eða Mugison eins og hann kallar sig, var að mati lesenda BB.is Vestfirðingur ársins. Hann hefur aðeins búið á Vestfjörð- um í átta ár af sinni ævi. „Það má segja að ég sé Bolvíkingur, Breiðhyltingur, Afríkumað- ur og Hríseyingur en ég er Vestfirð- ingur í hjartanu," segir Örn Elías. „Ég er samt bara hálfgerður sígauni. Ég bjó fyrstu sex árin í Bolungarvík, Ha? næstu sex ár í Reykjavík, og þar næst nokkur ár úti á landi.“ Ertu sáttur? „Ég er himinlifandi og mér finnst þetta frábært. Persónulega kaus ég Jón Fanndal. Fyrir mér er hann Vest- firðingur ársins og bara Vestfirðing- urinn. Hann gaf bara skít í 100 ára heimastjórnahátíðina þar sem nokkrir ráðherrar komu og hann stóð upp í miðri ræðu og kallaði þá £CQ. Það er maður sem á að virða og fleiri hefðu átt að kjósa. Alvöru rebel. Sá maður er töffari," segir Mugison, flakkarinn sem hefur Vestijarða- hjarta. Mugison Uturásig eins konar slgauna. Hvaðveistþú um Mugg ^ 1 Hvað hét hann fullu nafni? 2 Hvar fæddist hann? 3 Hvar lærði hann? 4 Hvað heitir vinsæl barnabók eftir hann? 5 Hvaða verðlaun eru kennd við hana? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma „Ég hefekki mjög oft tæki- færi til að hlusta á hann enþegarég geriþað þá hefég gaman af. Ég er nefni- lega komin á þann atdur að ég vilhelst ekki missa af gömluguf- unni,"segir Bergljót Sveinsdóttir, móðir Sigur- jóns Kjartanssonar ÍTvfhöfða.„En mér hefur alltaffundist sonur minn skemmtilegur og þá sérstakiega ÍTvi- höfðafréttunum á Stöð 2. ÞegarSig- urjón var að alast upp voru allt aðrir tfmar og ekki eins mikið um fjölmiðla og nú. En ég sá fljótt hvert stefndi því strákurinn var alltafmjög frjór í hugsun og þá sérstaklega í mínum augum. Þó verð ég að nefna aö stundum fannst mér hann skjóta að- eins yfir markið í Fóstbræðraþáttun- um en íþað heila tekið finnst mér allt hans starfmjög jákvætt. Þegar Sigur- jón var lítill var ég búin að ákveða að hann yrði tóniistarmaður og þá helst fiðluleikari. Þá hafði hann og hefur enn mjög góða rödd. En ég hefalls ekki orðið fyrir vonbrigðum þó allir draumar mínir um hann hafi ekki ræst/'segir Bergljót Sveinsdóttir. Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr eru að haetta með þátt sinn Tvíhöfða á útvarpsstöðinni Skonrokk. Bergljót Sveinsdóttir, ritari bæjarstjórans í Kópavogi, er móðir Sigurjóns. GOTT hjá Hrafnistu aö þvo fötin fyrir gamla fólkið ókeypis. Mættu fleiri vistheimili atdraöra taka sér Hrafnistu til fyrirmyndar. 1. Guðmundur Thorsteinsson. 2. Bíldudal. 3. Kaup- mannahöfn. 4. Sagan af Dimmalimm. 5. Fyrir bestu myndskreytingar í barnabók. Ferðasögun á heimasíðu Amazing Race íslend- ingar eru vinalegt og vel menntað nútímafólk Amazing Race-þátturinn sem tekinn var upp hér á landi hefur vakið mikla athygli og ferðamála- frömuðir hér á landi segja að þetta sé ein besta landkynning sem ísland hefur fengið. Á heimasíðu þáttarins geta þeir áhorfendur sem hafa heimsótt ísland sagt ferðasög- ur sínar. Þónokkrir hafa skrifað nið- ur kynni sín af landi og þjóð og er landið vægast sagt lofsungið fyrir stórkostlega fegurð og einstaka náttúru. Snjóstormur sem Brian frá Texas lenti í þegar hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum er hans besta upplifun af landinu. Hann var að keyra frá Gullfossi og þorði ekki ....mmmmmmmm Heimasíða þáttarins Þeim sem heimsækja heimasíðu Amazing Race er tidrætt um islenska náttúrufegurd. að stoppa bílinn af ótta við að hverfa undir þykka snjóbreiðuna. Diana frá New York útskýrir hringveginn í sinni færslu og segir skiljanlegt að eitthvað svo einfalt geti flækst fyrir fólki. Hún segir Island vera fegursta land í heimi og mælir sérstaklega með Jökulsárlóni og biður fólk að hlusta vel eftir hljóðum frá jöklinum, en hún segir að þau séu ógleymanleg. Melanie frá Vancover eyddi nokkrum dögum á íslandi um sumar og hefur frá mörgu að segja. Hún segir íslendinga vera óþreyt- andi djammara og það hafi verið sama á hvaða tíma sólarhringsins hún var í miðbænum, alltaf hafi fólk verið að skemmta sér. Hún segir landsmenn vera kurteisa, vinalega og sérstaklega vel mennt- aða. Melanie segist einu sinni hafa leyft sér að borða úti, en það var í Ikea þar sem hún fann kók og pylsu á viðráðanlegu verði. Geoff frá New Jersey segir merki- legt að þó að íslendingar séu nútímafólk sé þeim umhugað um tungu sína og sögu. Hann segir að vegna eldfjalla og stöðugra um- brota séu íslendingar búnir undir að missa allar veraldlegar eigur sín- ar á stuttum tíma. Þetta geri það að verkum að þeir meti hluti öðruvísi en aðrir. Menningin sé í hugum ís- lendinga það eina sem lifir áfram og því leggja þeir sig fram við að varðveita hana. „Það er furðulegt líf, að skrifa aUt niður á blað svo arf- leiðin lifi. Það er það eina sem ligg- ur eftir ef landið hverfur," segir hann. Lárétt: 1 þjáning,4 múkki,7 hræddar,8 birta, 10 endaði, 12 blett, 13 brjóst, 14 um- fang, 15eira, 16himna, 18 jörð, 21 skurð,22 spjót, 23 brauka. Lóðrétt: 1 hrúga, 2 fljóti, 3 heimþrá,4óstöðuga,5 væta,6 áþekk,9 hug- rekki, 11 snúin, 16 fjölda, 17 púki, 19 vesöl,20 hossast. Lausn á krossgátu •enp o^'ujne 61 'u? 21 'Baes gt 'ujpun 1i 's\ieb\ 6 '>|)| 9'ejX s'e}|BA -||eg t' 'Jiumupuei £ 'uo z 'soíj l :u?Jgo-| -e|UJe £z 'Jisb ZZ 'njsu 12 'pue| 81 'uy>|S 9 L 'eun s t 'ppjA y l 'ujjeq £ L jjp z i ö|ne| o l 'u|>|S 8 'Jböbj l 'IIÍJ k 'IQa>| l :w?Je-| Veðrið «4 Nokkur vindur ' Hvassviðri siðdegis -4 Nokkur — - vindur ■^‘ÁlIhvásSt, síðdegis Q Nokkur ** vindur +3 Hvassviöri eða stormur síðdegis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.