Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Blaðsíða 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 1 7 menn í hverja stöðu með þessum hópi." Það er ljóst að Viggó gerir miklar kröfur til leikmanna liðsins en hefur hann ekki áhyggjur af því að hann sé að setja of mikla pressu á liðið? „Ég vil sjá hversu mikla pressu menn þola. Islensk lið hafa oft kiknað undan pressu þegar búið er að skrúfa upp allar væntingar. Ef við ætlum aUtaf að hjakka í sama farinu og segja að menn þoli enga pressu þá náum við engum árangri. Nú kannski segja menn að þetta sé ungt lið og að ég sé að fara fram úr sjálfum mér en ég held að það sé ekki rétt. Mér finnst mikilvægt að hafa skýr markmið strax og að hafa þau háleit. í stað þess að vera í vörn erum við í sókn." Raunhæfur draumur? ísland er í riðli með Rússum, Sló- venum, Tékkum, Kúveitum og Alsír í Túnis. Þrjú lið fara upp úr riðlinum í milliriðil og þangað taka þau með sér stigin úr innbyrðisviðureignunum við liðin sem fara með þeim áffam í milliriðil. Ef Viggó ætlar sér að vera á meðal sex efstu þá er nokkuð ljóst að hann þarf að minnsta kosti að lenda í öðru sæti í riðlinum. „Það er alveg rétt mat. Draumur- inn er að fara með fjögur stig í milli- riðil og þá erum við í mjög vænlegri stöðu," sagði Viggó en líklegt má telja að liðin sem ísland mætir í milliriðli verði Frakkland, Danmörk og Grikk- land. Efstu tvö liðin úr milliriðlinum fara síðan í undanúrslit en hin liðin fara beint í að leika um sæti á mótinu. Rússar hafa loksins skipt um þjálf- ara og í kjölfarið er búið að yngja nokkuð upp í hinu liði þeirra. Slóven- ar eru með nokkuð mikið breytt lið frá því á ÓL eins og ísland en Tékkar hafa ekki verið að breyta miklu hjá sínu liði. „Það er raunhæft að ná öðru sæti í riðlinum og jafhvel því fyrsta. Það er samt ágætt að byrja ekki að reikna neitt fyrirfram heldur bara ganga í einn leik í einu,“ sagði Viggó. Ólíkt síðustu heimsmeistaramót- um eru liðin ekki einnig að keppa um að komast á EM. Þrjú efstu sætin gefa aftur á móti þátttökurétt á HM 2007 sem fram fer í Þýskalandi. Ef Þjóðveijar komast affur á móti í undanúrslit þá gefa fjögur efstu sætin þáttökurétt á HM 2007. að taka sér frí til 10. janúar. Það sem meira er þá vonaðist hann til að komast upp með það. íslenska landsliðið er aftur á móti enginn skemmtiklúbbur og svona hegðun gengur ekki upp,“ sagði Viggó en er landsliðsferli Garcia þar með lokið? Tómt vesen í kringum Garcia „Ég ætla ekkert að útiloka hann alveg. Nú er ég hins vegar búinn að velja hann í tvígang og það er búið að vera tómt vesen í kringum hann. Það er miklu nær að fara þá frekar með unga menn eins og Vilhjálm Halldórsson sem næla sér í mikla reynslu. Ég vil frekar byggja á honum en að kalla á Garcia með hálfum huga. Ég sé engan tilgang í því. Annars verður bara að koma í ljós hvað gerist með Garcia en ég ætla ekki að loka neinum dyrum.“ henry@dv.is Viggó hefur lagt mikla áherslu á markvörsluna frá því hann tók við liðinu. Réði gamla landsliðsmark- vörðinn Bergsvein Bergsveinsson sem aðstoðarmann sinn og hefur síðan verið með markverði sína í læri hjá sænskum markvarðaþjálfurum. Hann gerir sér vel grein fyrir mik- ilvægi þess að hafa markvörsluna í lagi í Túnis. Markvarsla skiptir miklu „Ég held að liðið standi og falli með markvörslunni. Ég er ánægður með þennan sænska markvarða- þjálfara sem kom hingað til okkar og Bergsveinn hefur líka verið að skila mjög góðu starfi. Ég finn nú þegar mtm á markvörðunum þannig að ég er mjög vongóður um að sá þáttur verði loksins í lagi á stórmóti," sagði Viggó sem er bersýnilega mjög bjart- sýnn fyrir mótið, en er hann farinn að gæla við að spila um verðlaunasæti í Túnis? „Ég ætla ekkert að tala um það. Mér finnst við vera með ágætis mark- mið og ætla ekkert að fara nánar út í hvað felst í því markmiði mínu að vera á meðal sex efstu. Eitt er þó ljóst og það er að við förum út til þess að ná árangri." henry@dv.is Ekkert mál Viggó lagði heims- og ólympiu- meistarana frá Króatíu í fyrstu leikjum sínum. Sigur er eitthvaö sem Viggó þekkir betur en margir þjálfarar. Gengur erinda eigenda sinna? Viggó Sigurðsson landsliösþjálfari segir aö Jaliesky Garcia Padron fari eftirþvi sem féiagið hans, Göppingen, segi honum og þess vegna hafi hann ekki látið heyra ísér fyrr en lO.janúar. Hann átti aö koma til móts viö landsliöiö 3. janúar en iét ekkert isér heyra. Ungir og efnilegir Viggó Sigurðsson valdiArnór Atlason (tilvinstri) í landsliöiö fyrirHM en skildi Snorra Stein Guöjónsson eftirheima. Viggó um valið á Arnóri Atlasyni Snorri Steinn er í lægð Fólk er almennt ánægt með landsliðshóp Viggós og í raun er langt síðan eins lítið hefur verið rifist um val á mönnum í hópinn. Það kemur á óvart því íslendingar hafa nánast gert það að þjóðar- fþrótt að rífast um landsliðsval og gildir þá einu hvort það er í handbolta eða fótbolta. „Það er ljóst að menn hafa ekki náð árangri á síðustu tveimur stór- mótum. Eg veit ekki hvort vandinn lá hjá leikmönnum eða þjálfaran- um. Ég tók aftur á móti þá ákvörð- un að stokka liðið upp og var alveg óhræddur við það. Eg er líka að taka inn menn sem ég hef sagt í viðtölum að ég vilji sjá í landsliðs- hópnum," sagði Viggó en það sem menn kannski helst deildu á var að hann skyldi velja Arnór Atlason í hópinn og skilja Snorra Stein Guðjónsson eftir. Viggó gagnrýndi það harkalega á sínum tfma að Guömundur Guðmundsson skyldi ekki velja Arnór í hópinn og vildu sumir meina að hann hefði þar með ver- ið búinn að mála sig út í horn. Orðið að velja Arnór vegna orða sinna á kostnað Snorra. Því vísar Viggó á bug. Arnór er betri skytta „Er landsliðsþjálfari er að mála sig út í horn með því að velja leik- mann sem er markahæstur í íslensku deildinni? Hann er tvisvar valinn bestur, er einnig besti sókn- armaðurinn og eftúlegastur. Ef menn telja það ekki vera næg rök til þess að velja hann í liðið þá mega menn gjaman benda mér á það. Snorri Steinn er í lægð þessa dagana og ég vel Arnór þar sem hann er meiri skytta en Snorri Steinn. Dagur og Snorri er líka mjög áþekkir leikmenn - báðir mjög góðir leikstjórnendur. Svo hefur Arnór það líka fram yfir Snorra að hann getur leikið stöðu vinstri skyttu. Snorri er ekkert út úr myndinni. Hann er aftur á móti í lægð og hefur ekki bætt við sig frá því í fyrra. Hann mun koma út úr þessari lægð aftur. Ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Viggó Sigurðsson. henry@dv.is Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. janúar 2005 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 3. flokki 1. flokki 2. flokki 1. flokki 3. flokki 1. flokki 1. flokki 1. flokki 2. flokki 3. flokki 1991 1991 1992 1992 1993 1993 1994 1995 1996 1996 1996 52. útdráttur 49. útdráttur 48. útdráttur 47. útdráttur 43. útdráttur 41. útdráttur 40. útdráttur 37. útdráttur 34. útdráttur 34. útdráttur 34. útdráttur Innlausnarveróið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. janúar. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyn'rtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.