Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 17.JANÚAR2005 3 Ekkert skrýtið að þær séu svangar Hann Sverrir Lyng Bergþórsson var að gefa fuglunum brauð við Tjörnina þegar DV rakst á hann í gær. Það var mikill at- gangur í fuglunum og það ægði saman mávum, álftum, öndum og gæsum sem börðust um brauðmolana með tilheyr- andi hávaða. Skyndimyndin „Nei, nei, gæsirnar ráðast ekkert á mig,“ sagði Sverrir og brosti. „Það er nú samt ekkert skrítið að þær séu svangar, aumingjans greyin, þær hafa engan annan stað núna þegar það er snjór yfir öllu.“ Blaðamaður komst ekki hjá því að sjá hversu mikið magn af brauði Sverrir var með enda var haugurinn allstór við fætur hans. „Ég fer í Björnsbakarí og fæ þetta hjá þeim, þau eru ósköp liðleg þar. Ég er búinn að vera að gera þetta meira og minna í þrjú ár núna." Sverrir er eftirlaunaþegi en hann starfaði við ýmislegt á árum áður, meðal annars vann hann uppi á Keflavíkurvelli og bjó um tíma í Bandaríkjunum. Sverrir hafði nú eldd mikið að segja þegar blaðamaður spurði hann hvað honum fyndist um það að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að hætta að gefa fuglunum við Tjörnina brauð. „Tja, ég hef nú ekki talað við borgarfulltrúann um þetta mál en þetta er náttúrulega slæmt þegar það er svona mikið af fuglum hérna." Spurning dagsins Ertu sátt(ur) við lífið og tilveruna? Sáttviðmennogdýr „Já, ég er sko sátt við lífið og tilveruna og menn og dýr. Það er alveg á hreinu. Enda engin lognmolla íkringum mig." Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona „Verður maður ekki að vera það? Efþað er eitthvað sem ég er búinn að læra aflífinu, er það að brosa." Kristján Logason Ijósmyndari. „Já. Égásvo æðislegar vin- konur. Það er bara allt eins og það á að vera. Er í skóla og vinna og gengurbara vel." Bryndís Björk Ásmundsdótt- irnemandi „Já.já. Er það ekki bara? Maður verður bara að líta björtum augum á þetta allt saman." Roland Rík- harður Assier framkvæmda- stjóri. „Nei, ég er alls ekki sáttur. Það er svo ósköp margt sem má vera betra en það er." Illugi Jökulsson útvarps- stjóri. Þrátt fyrir hræringar í íslensku samfélagi virðast flestir á götum Reykjavíkur ánægðir með lífið og tilveruna. Enda hækkandi sól og nýtt ár gengið í garð. Skógar þekja um 29 af hundraði landsvæðis í heiminum eða 38.561.590 ferkílómetra. Hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna vita menn upp á hár hvar þessa skóga er að finna og hafa tekið saman lista yfir tíu lönd með heimsins mesta skóglendi. Land Skóglendi í ferkílómetrum 1. Rússland 2. Brasilía 3. Kanada á.Bandaríkin 5.Kína ö.Ástralia 7.Kongó 8.lndónesía 9. Angóla 10. Perú 8.513.920 5.439.905 2.445.710 2.259.930 1.634.800 1.545.390 1.352.111 1.049.860 697.560 652.150 ÞAÐ ER STAÐREYND... AÐ ELGURINN HEF- UR AFLEITA SJÓN. OFTSÉSTHANN REYNAMÖKVIÐ BIFREIÐAR. Gjaltið. í íslenskri orðsifjabók Ás- geirs Blöndals Magnússonar er spurningamerki við kyn þessa orð Pffnn en það er aðeins til í faMÍfiUdkttf orðasambandinu að verða að gjalti; verða miður sín, ofsaþræddur eða örvita. Á nýnorsku hafa menn orðið galtestokkyfir ofsahræðslu en í Fær- eyjum merkirhava ein fyri gjoldur; að hæðast að eða gera gys að ein- hverjum. Líklegast er að gjalt sé tökuorð úr fornírsku en þar þýddi geilt að vera örvita en geltacht flýjandi. ÞAU ERU SKYLD Fréttakonan, fótboltakappinn og slökkviliðsmaðurinn Margrét Marteinsdóttir, fréttakona í Ríkissjón- varpinu, er systir Péturs Marteinssonar fótbolta- manns sem hefur verið að gera það gott með Hammerby I Svlþjóð. Pétur hefur ekki langt að sækja hæfileikana þar sem faðir systkinanna er Marteinn Geirsson, slökkviliðsmaður og fyrrum landliðsmaður í fótbolta. \ Blomberq Brandt Group er einn af stærstu heimilistækjaframleiöendum í Evrópu. Þeir framleióa og selja m.a. heimilistæki undir nöfnunum De Dietrich, Brandt og Blomberg. Brandt uppþvottavélin glæsileg hönnun sem gefur betri þvott Glæsileg innbyggð tæki fyrir nútíma eldhús Einar Farestveit & Co.hf, Brandt ofninn er meö tölvustýrðan „hjálparkokk" Pú ýtir á einn takka og „hjálparkokkurinrj'sér um eidaTiennskuna. PYROLYSE hreinsunarkerfi Borgartúni 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.