Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 29
r MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 29 DV Sjónvarp Leikkonan Hilary Swank segist hafa steftit lífi sínu í hættu fyrir hlut- verk í boxmyndinni Million Dollar Baby. Leikkonan var illa haldin af blóðeitrun, eftir að hafa æft eins og brjálæðingur fyrir myndina. Hún segist hafa lagt einstaklega mikið á sig svo leikstjórinn, Clint Eastwood, myndi ekki missa trúna á henni. „Ég fékk eitrunina eftir að hafa kreist bólur á baðherberginu mínu. Eftir stuttan tíma var allur fóturinn minn eldrauður og ég gat ekki gengið," sagði Hilary og bætti við að sam- kvæmt lækni, hefði hún dáið ef sýk- ingin hefði komist í hjartað. „Ég vildi ekki að Eastwood héldi að ég væri ekki nógu góð fyrir hlutverkið. Ég er ekkert sérstaklega sterkbyggð og hafði lagt svo mikið á mig til að byggja upp massa og vildi ekki klúðra málunum núna.“ Fyrir utan alla líkamsræktina borðaði leikkon- an 4000 kaloríur á dag og vaknaöi meira að segja upp á nóttunni til að fá sér skammt af fæðubótarefnum. Hvað vetstu um Stellu McCartney? Taktu prófið _ 1. Hvaða hönnuði hjálpaði Stella þegar hún var 15 ára? a. Jean Paul Gaultier b. Christian Lacroix c. Karl Lagerfeld d. Yves St Laurent 2. Fyrir hvaða poppstjörnu hannaði Stella brúðarkjól árið 2000? a. Jennifer Lopez b. Madonnu c. BritneySpears d. Whitney Houston 3. Hvaða fatahönnuður varð at- vinnulaus, er Stella varð aðal hönn- uðurinn hjá tískuhúsinu Chloe árið 1997? o. Karl Lagerfeld b. Phoebe Philo c. Tom Ford d. Kenneth Cole 4. Fyrir hvaða merki er Stella að hanna íþróttaskó handa konum? a. Adidas b. Nike c. Reebok d. Wilson 5. (hvaða mynd, sem kom út á síð- asta ári, hannaði Stella búningana? o. BridgetJones:The Edge OfReason b. Alfie c. Collateral d. Sky Captain And The World Of Tomorrow 6. Hvenaer kom hennar eigin Ifna út? a. Veturinn 2002 b. Vorið 2002 c. Sumarið 2002 d. Haustið 2002 7. A hvaða hjálparsamtökum hefur Stella sérstakan áhuga? a. People For The Ethical Treatment OfAnimals (PeTA) b. Dian Fossey Gorilla Fund International c. Land Mine Survivorís Network d. Greenpeace 8. Hverjum giftist hún árið 2003? a. Royston Langdon b. Lenny Kravitz cAlasdhairWillis d.DominicDeSole SHIIM J<otipsoiv s (V13d) spuiiuy JO IU3UJ103J1 lOMpg 3g± JOJ 3ld03d í ZOOZ OPOA •9 mojjoíuojjo p/JOM ei/l pu\y u/otdoo Áys 'S sopipv -p piajjaBoj /joy •£ nuuopoyj z xiojjoj uoijsuiq •/ Metpomenn vilja alvöru konur „Já, hlæðu bara, helvítið þitt,“ sagði Mensi og horfði á mig með manndrápsaugnaráði þegar hann sá að ég var að draga hann á enn aðra rómantíska gamanmynd. Einhvern veginn lendir það alltaf á honum að koma með mér á rómantískar gamanmyndir. Mér var þó ekki hlátur í huga þegar myndinni lauk, enda hvorki róm- antísk né gamanmynd. Fyrir hverja Saddest Music in the World sem maður loks finnur, þarf maður að kyssa heilan djöful- dóm af Jude Law. Jude reynir hér að feta í fótspor Michael Caine sem flagarinn Alfie. Ekki er þó hægt að segja að það gangi vel. Caine stjórnaði fótboltaliði með Pele og Sly Stallone í Escape to Victory og barði breska smá- krimma í Get Carter. Maður vill að hann fái á broddinn. Það sama er ekki hægt að segja um Law, sem hefur helst unnið það sér til afreka að vera kynlífsvélmenni í Artificial Intelligence. Ekki það að maður láti hann fara í taugarnar á sér, það er frekar að manni standi á sama. Enda myndin hvorki glæpa- né íþróttamynd. Jude er Metromaður dauðans, gengur um í bleikum skyrtum og les Vogue fyrir karlmenn. Hann er límmósínubflstjóri sem serðir eldri og heldri konur í aftursæt- inu, stendur stundum og stund- um ekki og enn stendur manni á sama. Það er helst gaman að sjá hina 58 ára Susan Sarandon, sem maður varð fyrst skotinn í í Witches of Eastwick fyrir næstum 20 árum síðan, hina fertugu Marisu Tomei sem maður varð fyrst skotinn í í My Cousin Vinnie fyrir rúmum 15 árum síðan og hina 35 ára gömlu Jane Krakowski sem maður varð fyrst skotinn í í Alfie Sýnd i Sambióunum og Há- skólabiói. Leikstjóri: Charles Shyer. Aðalhlutverk: Jude Law, Susan Sarandon og Marisa Tomei. Handrit: Bill Naughton, Elaine Pope og Charles Shyer ★ ★ Valur fór í bíó Ally McBeal fyrir næstum 10 árum síðan, allar glæsilegar eins og endranær. Eftir allt barnaklámið undanfarin misseri, er léttir að fá loks að sjá konur á besta aldri í bíó. Að sjálfsögðu heillast metromaðurinn af alvörukonum, sem eiga þó sumar hverjar erfitt með að taka hann alvarlega, enda myndin hvorki klám né drama. Það má helst túlka hana sem örvæntingafulla tilraun framleið- andans Mick Jagger til að eiga eitt lokahitt um ævina, enda ekki komist nálægt topp tíu-listum síðan Start Me Up árið 1981. Og hví ekki að gera mynd sem er kannski fyrir börn og unglinga, endurgerð á ræmu frá 1966 þegar Mick Jagger var kynþokkafyllsti maður í heimi og var að gefa út lög eins og Paint It Black og Under My Thumb. Þá var nú gaman að lifa. En lög hans bæta litlu við mynd- ina, og hann forðast freistinguna að koma sjálfur fram, þrátt fyrir að hafa nýlega átt góðan leik sem öldruð karlhóra ásamt Andy Garcia í The Man From Elysian Fields. En það er ólíklegt að hann skori hitt hér, enda myndin hvorki unglinga- né fullorðinsmynd. Og Alfie ráfar um New York, þar sem myndavélarnar sveima um þau háhýsi sem enn standa og reyna að festa á filmu Sex and the City fyrir metromenn, en myndin er þó hvorki fyrir metromenn né konur. Greyið hann Alfie er eitt- hvað óánægður með lífið og til- veruna, án þess að gera mikið til að breyta ástandinu og því breyt- ist lítið hjá honum frá byrjun til enda í mynd, sem er hvorki vond né góð. Valur Gunnaisson Leikkonan Hilary Swank lagði of hart að sér til að sanna sig fyrir Clint Eastwood Lagöi líf sitt að veði Hilary Swank Fyrir utan alla líkamsrækt- ina borðaði leikkon- an 4000 kaloriur á dag og vaknaði meira að segja upp á nóttunni til aö fá sér skammt affæðubót- arefnum. Stjörnuspá Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er 57 ára í dag. „Innri þrá mannsins birtist heit hérna og hún gagntekur vitund hans í jákvæðum skilningi og þar með bægir hann frá mótstöðunni og því _ hrjúfa úr sálarkjarnanum. Hann getur treyst því að kjarni hans talar til hans og vísar hjartanu í rétta átt, því hugur hans er í ótta sínum stjórnsamur og . einmitt þá fer dýpra eðlið [að hvísla sannleikanum," ^segir í stjörnuspánni ihans. Davíð Oddsson \A, Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) v ■ Til þess að finna, upplifa og nýta kraftinn sem býr innra með þér, þarft þú að viðurkenna þig eins og þú ert núna. Leyfðu þér að viðurkenna alla gallana og litlu leyndarmálin sem þú óttast. Ekki hika við að segja upphátt: Þetta er allt í lagi, og reyndu að sætta þig við sjálfa/n þig. F\skm\( (19Jebr.-20.mars) Þó þú standir örlítið betur að vígi þessa dagana, er ekki þar með sagt að þú þurfir alltaf að færa það þér í nyt. Þú ert einnig minnt/ur á að gleðin býr innra með þér. H T Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Hér stendur hrúturinn í samn- ingaviðræðum á einhvern hátt. Þú ert ef- laust meðvituð/meðvitaður um að allir samningar byggja á aðal- og aukaatriðum og þú virðist þurfa að útkljá öll mál. Það er kaldhæðnislegt að það eru oft á tíðum minnstu smáatriðin sem geta komið í veg fyrir gott samkomulag. ö Nautið (20. apríl-20. mai) II Hér hugar þú að fortíðinni ef marka má stjörnu þína. Þú virðist hafa það á tilfinningunni að þú hafir jafnvel verið yfir- gefin/n eða vanrækt/ur. Ekki leyfa þessum neikvæðu tilfinningum að draga þig niður. Mundu að vængir vaxa á fuglunum, svo þeir verði færir um að fljúga á eigin vegum. Þér er ráðlagt að horfa stöðugt fram á veg- inn og hætta að líta stöðugt í bakspegilinn. Wlbmm (21.mal-21.júnl) Hér kemur fram að þú hefur til- hneigingu til að missa sjónar af tilgangi til- veru þinnar. Þú ert án efa yfirburðamann- eskja sem státar af afburðahæfileikum. Sér- staða þín er kostur. faM'm(22.júni-22.júli) Þú ert fær um að lýsa viðfangs- efni sem þú tekst á við hverju sinni í einni málsgrein, þegar aðrir þurfa tvær eða þrjár síður og þar felst kostur þinn vissulega. Þú hefur náð valdi á því að deila með öðrum en gleymir oft á tíðum að nota kosti þína sem felast í fyrrnefndri færni þinni. Ljóniðpi .júli-22.ógúst) Hér er minnst á mikið stolt í fari þínu. Stoltið er ekki óvinur þinn, kæra Ijón. Þú veist jú að þeir sem kenna stolts, hafa áðurfundið fyrir niðurlægingunni. n Meyjan 0. ágúst-22. septj Hérfærðu útrás. Tilfinningar meyjunnar ólga þessa dagana og vikuna framundan og þú ættir að fagna því. Því þegar þú ert óyfirveguð/-vegaður, þá opn- ast hjarta þitt líka. Vogin (23.sept.-23.okt.) Að vilja eitthvað táknar ekki græðgi, kæra vog. Þú getur fengið allt sem þú þráir á veraldlega sviðinu en gleymdu fyrir alla muni ekki að gefa af þér af heil- indum. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Mikil alvara þjónar alls engum til- gangi. Kjánaskapur og gamanið sem fylgir því að láta eins og smábarn eru guðdóm- iegir eiginleikar og af einhverjum ástæðum ert þú sérstaklega minnt/ur á það í dag. Gleymdu ekki barninu sem býr innra með þér og leyfðu þér að hlæja oftar. / Bogmaðurinn (22.ndv.-21.daj Fastheldni á vel við bogmann um þessar mundir. Það er alls ekkert athuga- vert við fastheldni ef hún setur þér ekki skorður. Steingeitin0.tfH.-r9.jiMj Hér setur þú reglurnar sjálf/ur, minntu þig reglulega á það. Hvernig sem þú ferð að þvi, þá er þér á óskiljanlegan hátt eðlilegt að draga að þér jákvæða athygli því útgeislun þín er áberandi öflug vikuna sem erframundan. SPÁMAÐUR.IS 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.