Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 Neytendur DV Fjórir lamaðir eftir hrukkuspraitúr Heilbrigðisyfirvöld í Flórídafylki í Bandaríkjunum vara fólk nú eindregið við hrukkusprautum en fjórir einstak- lingar þar lömuðust eftir að hafa feng- ið sprautur með samheitalyfi i stað botox. Botox er í raun bótúlineitrun sem hindrar taugaboð og veldur löm- un. Litlir skammtar afefninu slaka þannig á andlitsvöðvunum og fjar- lægja hrukkur. Bftir þrjá til fjóra mán- uði frá vöðvarnir fullan kraft á ný. Ef efnið er ofnotað getur það valdið var- anlegum skaða og vöðvarýrnun. Tveir karlar og tvær konur lömuðust eftir að hafa fengið sprauturnar og urðu að fara I öndunarvélar. Tvennt er lamað að hluta og á endurhæfinga- stofnunum en tvennt er enn á sjúkra- húsi. Yfirvöld I Flórída hafa rakið sam- heitalyfið til lyfjafyrirtækis iArizona en það selur læknum viðs vegar um Bandarikin þessa vöru sina. Kæra á hendur lyfjafyrirtækinu hefur verið lögð fram i Flórida og er það ekki ein- ungis sakað um að selja eitraða vöru heldur eiga stjórnendur fyrirtækisins að hafa fyrirskipað að öllum gögnum um lyfið, gerð þess og sölu á þvi skyldi eytt úr tölvum fyrirtækisins. Álfabikarinn og notagildi hans Konur sem stunda sund og aðrar íþróttir, umhverf- isvænar konur, konur sem hafa ofnæmi fyrir dömu- bindum eða töppum og reyndar óbreyttar konur velja margar að nota álfa- bikarinn meðan á blæðing- um stendur. Þetta er bjöllu- laga, margnota gúmmí- bikar sem tekur við allt að 300 ml af tíðablóði, gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi án aukaefni og veldur því ekki ertingu. Álfabikarinn endist i tíu ár efrétt er með hann farið, skiiafrestur á hon- um er 3 mánuðir efkona getur ekki notað hann afeinhverjum ástæð- um. Álfabikarnum er komið fyrir neðar- lega i leggöngunum meðan á tið- um stendur. Hann er tæmdur á 4- 12 klukkustunda fresti, blæðingar eru mismiklar. Við framleiðslu Áifabikarsins er notað eins umhverfisvænt ferli og kostur er. Gúmmítrén eru ekki hoggin niður, heldur er kvoðunni tappað afog sama plantekra notuð mörgum sinnum. Álfabikarinn er i tveimur stærðum; A fyrir konur sem hafa fætt og B fyrir konursem ekki hafa fætt. B hentareinnig konum sem gengist hafa undir keisaraskurð. Álfabikarinn e'rþveginn úr vatni og mildri sápu. Ekki má sjóða hann, þvi náttúrulegt gúmmiið gæti trosnað og eyðilagst við suðu. Álfabikarinn er sótthreinsaður með edikslausn; lagður i 1 hluta af borðediki á móti 4-6 hlutum af vatni i 1/2-1 klukkustund og siðan skolaður vel I heitu vatni. Að loknum blæðingum erÁifabik- arinn þveginn, sótthreinsaður og þurrkaður og geymdur i litlum bómullarpoka sem fylgir honum. Plástur í stað sprautu Svo gæti farið að spraut- ur og nálar verði óþarfar eftir nokkur ár, því tveir H efna- fræðingar ^ við Háskól- 1 ann í Toronto í Kanada eru að þróa plástur sem leyst gæti sprautur af hólmi. í plástrinum eru sameindir sem geyma lyfln í sér og þegar plásturinn er settur á líkamann fara þau gegnum húðina og beint í blóðrás- ina. Sameindirnar eru búnar til á tilraunastofum en kostnaður við framleiðslu þeirra er mjög hár. Enn á eftir að gera marktækar til- raunir með plásturinn en þær gætu tekið nokkur ár vegna hins háa kostnaðar. Sérfræðingar víða um heim em þó sammála um að upp- fmningin sé afar merkileg. . hveturfólk til að senda inn hugmyndir á netfangið heilsa@dv.is og kaerilaeknir@dv.is effólk vill beina spurningum til Katrínar Fjeldsted. Heilsusíðan birtist íDV á mánudögum. Á miðvikudag fagna OA-samtökin 45 ára afmæli. Hér á landi verður haldinn opinn afmælisfundur að Tjarnargötu 20 og þar ætla þrír OA-félagar að segja sögu sina. OA eru alþjóðleg samtök fólks sem á við matarfikn að stríða og gæta meðlimir nafn- leyndar í fjölmiðlum. Hálfþrítugur háskólanemi í Reykjavik rekur hér sögu sína. „Ég mætti á minn fyrsta fund í samtökunum miðvikudaginn 11. febrúar í fyrra," segir hálfþrítugur háskólaneminn hress í bragði og ekki annað að sjá en að hann sé vel á sig kominn til líkama og sálar. „Um tveimur mánuðum fyrr höfðu for- eldrar mínar sótt mig á heimili mitt en þá var ég búinn að éta mig úr skóla og var orðinn 180 kg. Ég átti erfitt með svefn, vakti í löngum lotum og át. Allt mitt fé fór í mat, ekki í reikninga eða afborganir." Getur ekki hætt Ungi maðurinn segist þá hafa verið búinn að gefast upp. „Ég var búinn að prófa alla heimsins megr- unarkúra, náði til dæmis einu sinni af mér 21 kllói á einum mánuði með því að fara daglega í ræktina og drekka 5-7 lítra af vatni á dag. Senni- lega hef ég alltaf verið ofæta, mamma kvartaði oft undan því að ekki væri hægt að eiga kex og slíkt á heimilinu, ég æti allt. Þegar áfengis- sjúklingur drekkur áfengi gerist eitt- hvað og hann getur ekki hætt, það sama kemur fyrir mig ef ég borða sykur í of miklu magni. Ég byrja á kexpakka, klára hann og veit ekki af hverju. Ég var ekkert mjög feitur krakki en fékk á mig stimpil vegna neysluvenjanna. Þrettán ára gamall var ég búinn að prófa alls konar kúra og jafnvel stól- pípur, lenti í einelti og farinn að hugleiða sjálfsmorð. Ekki vegna ein- eltisins heldur vegna þess að ég sá ekki að líf mitt myndi nokkurn tíma breytast." Heim í meðferð En unglingurinn tók nú að lengj- ast og grennast. „Ég stundaði körfu- bolta en það eina sem breyttist var að ég hreyfði mig mikið, neysluvenj- urnar breyttust ekkert. í menntó varð ég fyrir tilfinningalegu „áfalli" og notaði það til að blása mig upp sem óskaplegan píslarvott en þetta var bara tímasprengja sem sprakk. Alveg sama hvað gerðist hefði ég fundið einhverja leið til að byrja aftur að háma í mig og ég náði ein- um 30 kílóum á þremur mánuðum. Ég vissi vel að ég mátti ekki borða sykur. Ég entist í bindindi í einhverj- ar vikur eða mánuð en svo seldi ég sjálfum mér að ég réði alveg við einn bita, alveg eins og alkinn sem fellur á einu glasi. En ég trúði mér! Þetta köllum við huglæga þrá- hyggju. Ég fór frekar í tvær sjoppur en eina og á skyndibitastöð- um keypti ég fjöl- skyldupakka fýrir mig einan. Foreldrar mínir búa úti á landi og ég fór reglulega heim í meðferð. En þarna í desember 2003 hafði mér tekist að loka mig af í marga mánuði, hrinda frá mér öllum vinum, hætt að svara í símann, éta og éta og á endanum missti ég auðvitað íbúð- ina." Lausnin finnst Maðurinn segist sjálfsagt hafa þurft að liggja reglulega á Reykjalundi ef for- eldrar hans hefðu ekki búið úti á landi. „Því auðvitað komst líkaminn alltaf í þrot öðru hverju og ég varð að hvíla hann. Heima hjá foreldr- um mínum hafði vinkona þeirra verið gestkomandi og við spjölluðum saman. Hún áttaði sig á að ég var í meðferð hjá foreldrum mínum og sagði mér frá OA. Ég taldi mig nú ekki hafa þörf fyrir slíkt, gæti aldeilis séð um þetta sjálfur. Ég kynni þetta allt. Hún hafði sam- band við mömmu þegar hún frétti hvernig komið var fyrir mér í desember 2003 og um jólin sendi hún mér tölvu- póst og hvatti mig til að koma á fund. Hún sendi mér tvo eða þrjá og þeir voru allir svo fallegir að ég ákvað eiginlega að fara á fund fyrir hana, gera henni þann greiða. Og þarna í febrúar mæti ég á minn fyrsta fund, kynnti mig og settist niður. Og þá stendur upp stelpa, litlu eldri en ég, grönn og fín. Ég hugsaði auð- vitað hvað í „Ég stunda í líkamsrækt um það bil fimm sinnum í viku á Nordica Spa yfir vetrartímann," segir Gunn- laugur Guðmundsson stjörnuspekingur. „Yfirleitt fer ég í tæki en svo finnst mér gott að brenna svolítið á bretti og fer því tvisvar í viku á það. Á sumrin reynir maður auðvitað að vera sem mest úti og þá fer ég oft í langar gönguferðir." fjandanum ég væri að gera þarna með þessari stelpu. Svo rakti hún sína sögu og hún var nákvæmlega eins og mín, þetta hefði getað verið ég! Lið fyrir lið var saga hennar saga mín." Rót vandans Þegar háskólaneminn hlustaði á sögu stelpunnar áttaði hann sig á hversu sjúkur hann var. „Og þegar ég mætti á næsta fund hitti ég verðandi trúnaðarmann minn. Ég hitti hann nokkrum dögum síðar, hann vildi hjálpa mér og sagði mér að það eina sem OA-samtök- in hefðu upp á að bjóða væri 12 spora-kerfið og vinnan tengd því. Nú passa ég mig að borða ekki of mikið, ekki of oft og halda mig fjarri þeim hráefnum sem virka á mig eins og áfengi á alkann. Þessa uppskrift get ég auðvitað fengið alls staðar en Átfíkillinn í Háskólanum Hefurgóða reynslu af 12 sporakerfinu sem hefur hjálpað honum við að hægja á átfíkninni. það sem skiptir-sköpum er 12 spora- vinnan. Og ég lærði ýmislegt fleira, því undir öllu lá rót vandans eða það sem við köllum andlegt mein í sam- tökunum. Sama hversu vel mér leið, hversu vel mér gekk í skóla, vinnu eða sam- félagi fann ég alltaf fyrir tilgangsleysi og óhamingju. Mér fannst alltaf eitt- hvað vanta í lífið. Og þetta andlega mein er alltaf til staðar ef ég vinn ekki tólf spora vinnuna í samtök- unum. Nú get ég tekið á tilfallandi depurð, óhamingju og jafnvel sorg. Ég finn raunverulega fyrir hamingju minni og get horfst í augu við hana. Þar fyrir utan er ég kominn niður í 116 kíló," segir háskólaneminn með gleðiglampa í augum. „En það er bara skemmtilegur bónus." rgj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.