Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 10
7 0 MÁNUDACUR 17.JANÚAR 2005 Fréttir DV Magnús er músíkalskur, skemmtilegur, fyndinn og góður vinur og féiagi. Hann sér hlutina í réttu tjósi og er réttsýnn og einlægur. Þeim sem þekkja Magnús virðist sumum ómögulegt að finna galla á manninum. Tímafrekt starf hans að réttindamálum tónlistar- manna hefur leitt til stöðn- unar í tónlistinni. „Sko, kostirnir eru óend- anlega margir, hann er i fyrsta lagi óendantega músikalskur, hrikalega skemmtilegur, fyndinn og góður vinur og féiagi. Það verður líka að teljast kostur hvað hann er vei giftur. Magnús er l/ka góð fyrirmynd og góður kennari. Ég held að ég viti bara ekki einn einasta galla, hann er bara gallalaus." Ingibjörg Lárusdóttir, flugfreyja og söngkona. „Maggi er bara hinn Ijúfasti maður. Skemmti- legur sögumaður og það er mjög gott og gaman að vera I kringum hann. Hann hefur skemmt félags- mönnum FTT löngum stundum, honum Magnúsi finnst gaman að tala. Sama hversu mikið ég reyni þá er mér ómögulegt að finna neina galla á Magnús, ég finn enga. Hann er bara galla- laus." Cunnar Þórðarson tónskáld. „Gallinn við hann er að hann ergailalaus. Hann er óborganiega góður iagasmiður en fyrst og fremst griðalega góð sál. Hann er hreint ótrúiegur maður. Magnús hefurþann kost sem atltoffáir hafa og hann er að hafa sýn á veruleikann. Hann sér hiutina i réttu Ijósi. Auk þess sem Maggi er fyndinn, réttsýnn og einiægur." Kristján Hreinsson, skáld og vinnu- félagi. Magnús Jón Kjartansson fæddist í Keflavík áriö 1951. Foreldrar hans eru þau Gauja Guðrún Magnúsdóttir húsmóöir og Kjartan Heriry Finnbogason fyrrverandi lögreglu- varðstjóri á Keflavíkurflugvelli. Magnús hef- ur veriö í fullu starfí sem hljómlistarmaður fráárinu 1966. Handteknir fyrir brandara Tveir bandarískir ellM- eyrisþegar, Harvey Kash og Carl Lanzisera, voru hand- teknir fyrir utan dómshús í New York-borg á dögunum fyrir að segja brandara um lögfræðinga. Brandarinn gekk út á hvemig fólk sæi að lögfræðingur væri að ljúga en það væri auðséð um leið og hann hreyfði varirnar. Ekki vildi betur til en svo að lögfr æðingur nokkur heyrði samtal vinanna og kallaði þegar til lögreglu sem hand- tók mennina fyrir ómerkileg ummæli á almannafæri. Þeir Kash og Lanzisera til- heyra báðir þrýstihópi sem hefur það að markmiði að gera dómskerfi Bandaríkj- anna opnara. Tryggvi Rúnar Guðjónsson og Pétur Ómar Pétursson, báðir fangar á Litla-Hrauni, komu fyrir dóm í vikunni vegna 27 gramma af hassi sem systir Péturs reyndi að smygla til þeirra fyrir tveimur árum. Tryggvi Rúnar segir lögreglu hafa hlerað síma á einum ganga fangelsisins í eitt og hálft ár og undrast tímalengd lögreglu- rannsóknar. og háltt ár Tryggvi Rúnar Guðjónsson, sem er tæplega fertugur, fékk 10 ára dóm fyrir fíkniefnainnflutning árið 2002. Lagt var hald á tæplega 17.000 e-töflur, um 200 grömm af kókaíni og rúmlega 8 kíló af hassi hjá þessum fyrrverandi bflasala. Dómur hans mun vera sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi. Tryggvi kveðst hafa sagt skilið ekki ætía þangað aftur. Tryggvi Rúnar Guðjónsson og Pétur Omar Pétursson á Litla-Hrauni munu samkvæmt ákæru hafa láúð tvítuga systur Péturs sækja fyrir sig tæp 30 grömm af hassi til ónefnds manns í Reykjavík í október 2002. Lögregla hafði pata af ráðabrugginu. Stúlkan var handtekin við komuna í fangelsið og efnin gerð upptæk. Löggan vissi af hassinu „Það kom fram í lögregluskýrslum yfir mér að lögregla hafði haft dóms- úrskurð til að hlera síma á ganginum héma í fangelsinu í um eitt og hálft ár áður en við vorum teknir,“ segir Tryggvi Rúnar í samtali við DV frá Lida-Hrauni þar sem hann afplánar tíu ára fangelsisdóm fyrir verslun með fíkniefni. GSM-sími sem Tryggvi hafði láúð smygla inn til sín var einnig hleraður og þaðan telur hann að lögregla hafi haft spurnir af hass- smyglinu. Tryggvi Rúnar segir að það hafi komið sér á óvart að vita af málinu fyrir dómi enda sé um líúð magn að ræða. „Venjulega hefði nú bara verið gerð dómsátt í svona máli en það er svo sem í takt við vinnubrögð lög- reglu og saksóknara að það skuli enda fyrir dómi,“ segir Tryggvi. Konan látin afklæðast Tryggvi játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu ári síðar að hafa æúað að fá hassið. „Ég hef verið edrú frá því þetta gerðist en ég hafði æúað mér að við fyrra líferni í fangelsinu og „Það kom fram f lög- regluskýrslum yfir mér að lögregla hafði haft dömsúrskurð til að hlera síma á gang- inum hérna í fangels- inu í um eitt og hálft ár áður en við vorum teknir reykja þetta hass ásamt félaga m£n- um, það er ekkert leyndarmál. Hins vegar finnst manni fulllangt gengið þegar sfrni sem m'u aðrir hafa aðgang að er hleraður í eitt og hálft ár,“ segir Tryggvi sem staðfesúr frásögn annars fanga í DV í síðustu viku, en sá kvart- aði sáran undan harkalegri leit fanga- varða á gestum til fanga. „Ég hef lent í því ítrekað að konan min hefur verið látin afklæðast í leit fangavarða hér,“ segir Tryggvi, sem bendir á að nógu erfitt sé fyrir aðstandendur fanga að heimsækja ætúngja sína inn í rammgirt fangelsi svo ekld sé leitað á þeim og þeir gerð- ir að glæpamönnum. „Hún er ekki fangi," segir hann. Undirbýr málssókn „Þetta snýst ekki um okkur fang- anna, það er hægt að leita á okkur eft- ir heimsóknina og því sér maður ekki Tryggvi Rúnar Guðjónsson Tryggvi og féiagi hans reyndu að smygla 27 grömmum af hassi inn í fangelsið, sem þeir hugðust reykja sjálfir. Hraunið Simtöl fanga á einum gangi fangeisisins voru hleruð um eins og hálfs árs skeið, full- yrðir Tryggvi Rúnar Guðjónsson, og undirbýr mátsókn vegna likamsleitar sem kona hans hefur sætt í heimsóknum til hans. tilganginn með þessu, enda efast ég um að þetta standist lög,“ segir Tryggvi sem undirbýr málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þessa og meintrar ólögmætrar einangrun- arvistar í fangelsinu. „Það er eitt ár síðan ég var hand- tekinn í klefanum mínum og settur í sólarhringseinangrun, án þess að vera yfirheyrður eða að fá á því frekari skýringar," segir Tryggvi sem líkt og aðrir fangar gagnrýnir þá staðreynd að ef fangar vilji leita réúar síns sé eini möguleikinn að leita til dómsmála- ráðuneyúsins, sem sé jafnframt æðsta vald fangelsismála á landinu. „Auðvitað þyrfú að vera óháður aðili sem rannsakar brot á föngum frá hendi fangelsisyfirvalda, það er bara eðlilegt," segir Tryggvi sem þarf að sækja mál sitt á hendur fangelsisyfir- völdum fyrir héraðsdómi sem hann segir mjög kostnaðarsamt í flestum úlfellum og því afar sjaldgæft. Fíklar nota fíkniefni Tryggvi hefur nú eytt íjórum árum £ fangelsinu við Eyrarbakka og fær nú annað veifið dagsleyfi. Hann segist hafa verið edrú i um tvö ár. „Ég skil ekki hvemig þetta kerfi virkar, ef ég á alveg að segja eins og er,“ segir Tryggvi. „Hér er endalaust elst við að nappa menn við að reykja hass eða nota lyf og stöðugt þrengt að reglum og aðbúnaði vegna þess. Leit- imar ganga sffellt lengra og allt geng- ur út á það að finna og refsa. Aldrei dettur þeim £ hug að setjast niður og velta þvf fyrir sér hvers vegna menn sjá ástæðu til að vera út úr heiminum hér inni. Annars hefur mér sýnst að Valtýr (Sigurðsson fangelsismála- stjóri) ætli sér að breyta hér einhverju til bamaðar, hann er reyndar þegar byrjaður á þvf,“ segir Tryggvi sem tel- ur það ú'ðindum sæta að aldrei sé hugsað út £ að rúmur meirihluú fanga sé fíklar og að fíklum sem ekki séu edrú fylgi jafnan neysla. Aldrei aftur á Hraunið Tryggvi á fjölskyddu og vini utan múranna sem reynst hafa honum vel að sögn. „Það munar auðvitað öllu að vita af þvf að einhver bt'ði efúr manni úú, að maður hafi að einhverju að hverfa efúr fangelsið," segir Tryggvi sem kveðst hafa lært sfna lexfu. „Ég vil bara eignast eðlilegt lff þegar ég kemst út. Fá mér vinnu og gera það sem ég geri best, kaupa og selja bíla. Ég æúa mér ekki að koma hingað aft- ur og til þess að vera viss um að það gerist ekki er aðeins eitt í stöðunni, að brjóta ekki af sér aftur," segir þessi dæmdi fikniefnainnflytjandi og -sali í samtali við DV. Ekki náðist í Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra í gær. heigi@dv.is Tæplega þrítugur ákærður fyrir skjalafals í banka Maður er ákærður fyrir að hækka upphæðir á bankavixium sem ábyrgðarmenn höfðu skrifað upp á. Uppáskrifuðum víxlum breytt Síðastliðinn fimmtudag var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem höfðað var gegn tæplega þrí- tugum karlmanni úr Breiðholtinu fyrir tvö skjalafalsmál frá því árið 2001. f báðum tilfellum fékk maðurinn ábyrðgarmenn til að skrifa uppá sjálfskuldarábyrðgir á víxli og yfir- dráttarheimild en í báðum tilfellum breytti maðurinn upphæð eyðu- blaðanna, eftir að ábyrgðarmenn höfðu undirritað þá. í fyrra tilfellinu breytti maðurinn upphæð úr 200 þúsundum í 575 þúsund en í seinna skipúð breytti maðurinn upphæð á víxileyðublaði úr 50 í 350 þúsund krónur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag og játaði maðurinn brot sín. helgi@dv.is Hálkan og ófæröin um helgina Fá óhöpp í erfiðu færi Þrátt fyrir mikla hálku á Suður- landi um helgina og ófærð víða um land vegna snjókomu urðu einstak- lega fá umferðaróhöpp. Á Akranesi varð þó einn árekstur vegna hálku um fimmleyúð í gær. Þá rákust saman fólksbíll og jeppi. Það urðu engin slys á fólki en bílamir eru báðir þónokkuð skemmdir. Á Selfossi var einnig frekar rólegt í gær en þó voru tveir úúendingar að- stoðaðir vegna ófærðar. Annar hafði fest bílinn á Krýsuvíkurvegi en hinn hafði fest bílinn sinn á Þingvallavegi. Það gekk þó greiðlega að losa báða bílana. Á Norðurlandi var allt í ró og spekt en þó varð á Akureyri eitt umferðaró- happ í gær. Sfysið átti sér stað á gatnamótum Glerárgötu og Tryggva- götu. Fólksbfll fór yfir á rauðu og beint inn í hlið annars fólksbíls. Eng- in slys urðu á fólki. Ófærð Ökumenn virðast hafa ekið variega í hálku og erfiðri færð heigarinnar. Einnig var frekar ú'ðindalaust í Vestmannaeyjum í gær. Lögreglan greip einn stút undir stýri í morg- unsárið. Það fór víst ekki á milli mála að viðkomandi væri ölvaður og verð- ur hann sviptur ökuréttindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.