Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17.JANÚAR2005 Fréttir DV Stunda kyn- líf undirstýri Samkvæmt nýrri breskri könnun hafa 24% breska karlmanna stund- að einhvers konar kyn- ferðislega hegðun undir stýri en aðeins 14% kvenna. Könnunin náði til 2300 ökumanna en þar kom ekki fram hvers kon- ar ástaratlot hefðu átt sér stað á götum úti. í sömu rannsókn kom í ljós að 31% karlmanna truflast við akstur ef þeir sjá fal- lega konu en aðeins 5% kvenna truflast við akstur við að sjá flottan karl- mann. Bæði kyn viður- kenndu þó að farstma- notkun undir stýri truflaði mest. Snyrtir íbúa á Patreksfirði „Ég er nýkomin heim eftir að hafa verið í skóla og vinnu í Reykjavík,“ segir Hrefna Björnsdóttir, 24 ára snyrtifræðingur á Patreks- firði, sem opnaði fyrstu snyrtistofuna í bænum í fimm ár um helgina. Hrefna er bjartsýn enda hafa við- brögð bæjarbúa verið von- um framar. „Hingað til hafa íbúar á Patreksfirði þurft að sækja þjónustuna til Reykjavíkur en nú verður breyting á." Hrefha hefur ekki enn fundið nafn á stof- una en kallar hana Snyrti- stofu Hrefnu eins og er. Opnunartíminn fer eftir pöntunum. Leiðrétting í Helgarblaði DV var því haldið fram, í úttekt um ríkustu konur íslands, að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði aldrei skilið við fyrrverandi eiginkonu sína og barns- móður. Hið rétta er að Jón Ásgeir er skilinn og í sambúð með Ingibjörgu Pálmadóttur. Beðist er velvirðingar á þessari hvimleiðu misfærslu. „Þaö er bara allt á kafi í snjó hjá okkur," segir Erla Kr. Bjarnadóttir, skrifstofumaður á Húsavik.„Það eru rosalegir skaflar og ruðningar á milli húsa. Þetta er sett i bingi og síðan á vörubíla og farið meö þetta út i sjó. Við höfum ekki haft svona mikinn snjó I fjölda Landsíminn kemur hláka veröur þetta rosalegt. Snjórinn hefursafn- ast fyrst og fremst fyrir hérna í bænum en er lítið annars staðar, eins og úti á Tjörnesi eða inni á Laxamýri. Það er ekki einu sinni kominn al- mennilegur snjór I skíöabrekk- urnar, hann fýkur bara I burtu og o fan í bæ.Annars segjum við allt ágætt. Það er nóg að gera." Ómar Örvarsson. skipstjórinn á dópskipinu Hauki ÍS-847, framvísaði hreinu saka- vottorði skömmu eftir að hann slapp úr fangelsi fyrir að reyna að smygla 14 kíló- um af kókaíni í Karíbahafinu. Kristinn Sigurðsson hjá Sendibílastöðinni hf. þar sem Ómar vann um skamma hríð, segir vinnuveitendur berskjaldaða fyrir því ef menn hafa brotið af sér í útlöndum án þess að það komi fram á sakaskrá. Kafteinn Knhaín flangaði hreinu sahavnttorði á sendibflastöðinni Ríkissaksóknari gaf út hreint sakavottorð fyrir Ómar Örvarsson eftir að hann hafði afplánað dóm í Karíbahafinu fyrir að smygla 14 kílóum af kókaíni. Sendibílastöðin réð hann í vinnu grunlaus um afbrotaferilinn. „Við erum alveg ber- ir fyrir því þegar menn koma hingað með hrein vottorð," segir Kristinn Sigurðsson stjórnarmaður í Sendi- bflastöðinni hf. „Menn geta broúð lögin og gert allan andskotann af sér úti um allan heim án þess að það komi fram á saka- skránni hér." Hann vísar til þess að stöðin hafi ráðið Ómar Örvarsson skipstjóra, á Hauki ÍS 847, í vinnu þar sem þess er krafist að menn hafi óflekkað sakavottorð. „Við höfum það fyrir reglu að ráða ekki menn sem hafa sakaferil í vinnu. Við biðjum um vottorð frá Rfldssaksóknara og verðum að taka mark á því,“ segir hann. Hreint sakavottorð DV hefur undir höndum saka- vottorðið sem Ómar örvarsson framvísaði hjá Sendibflastöðinni hf. í ársbyrjun 2000. Þá var hann nýlega laus úr fangelsi á Hollensku Antilla- eyjum, nánar tiltekið Curacao. Eyj- arnar eru rétt norðan við Suður-Am- erflcu þaðan sem megnið af kókaín- framleiðslu heimsins kemur. Ómar sat í fangelsi í níu mánuði af átján mánaða dómi sem hann fékk fyrir kókaínsmyglið. Hann slapp fyrr út góðrar Sakavottorðið Ekkert brot. vegna hegðunar. Þegar hann kom hingað til lands reyndi hann að koma lífi sínu í skorður á ný. Hann sótú þá um vinnu hjá Sendibflastöð- inni þar sem hann þurfti að framvísa sakavottorði. Það gerði hann og það var hreint. Tilkynningar berast ekki Guðmundur Arnfinnsson hjá Rfldssaksóknara, sem heldur utan um sakavottorð, skrifar undir vott- orð Ómars árið 2000. Hann staðfest- ir að Ómar hafi framvísað réttu vott- orði og að ekkert misjafnt hafi verið á því þá. „Tilkynningar berast strjált til okkar," segir hann. „Það er öruggt að við fáum upplýsingar um brot £ Þýskalandi og á Norðurlöndun- um.“ Guðmundur segir saka- skrána hafa lítil ráð til að fá upp- lýsingar um dóma ef erlend stjórnvöld, dómsmálaráðu- neyúð og Fangelsismálastofn- un upplýsa ekki um það. Ekki lengur á sendibíl Ómar starfaði ekki lengi hjá Sendibflastöðinni. „Það var kúnni sem kvartaði undan því að hann væri að okra og við tókum það fýrir í aganefnd. Þar var ákveðið að gefa honum tiltal og hann gufaði upp fljóúega eftir það,“ segir Kristinn. Hann vill taka skýrt fram að Ómar vinni ekki lengur hjá Sendibflastöðinni. Hann segist hafa fengið að heyra ýmsar glósur eftir að mynd birúst hér í DV af Ómari í peysu merktri símanúmeri Sendibflastöðv- arinnar. „Menn hafa ; verið að | hringja hingað eins og í Borg arbfl í gamla daga og biðja um góðan bfl,“ segir hann og er ekki sérlega skemmt. „Menn geta brotið lögin og gert allan andskotann afsér úti um allan heim án þess að það komi fram á sakaskránni hér." Mætti ekki fyrir rétt Ekki hefur tekist að birta ákæru yfir Ómari vegna ákæru lögreglu- stjórans í Reykjavflc. Þar er hann ákærður fyrir að hafa ræktað tæp- lega 200 kannabisplöntur. Það mál er frá árinu 2002. Hann átú að mæta fyrir rétt í síðustu viku en mætú ekki. Ómar komst aftur í fréttirn- ar í vikunni þegar upp komst um tilraun skipverja hans til að smygla 7 kflóum af fflcniefnum hingað til lands frá Bremer- haven. Tveir skipverja hans eru í haldi lögreglunnar þar og verða í gæsluvarðhaldi í allavega hálft ár. Þar eiga þeir yfir höfði sér margra ára fangelsi. kgb@dv.is 553 5051 SgNPlBIUSrOÐlN « m Ómar Örvarsson Sakavou ordid hans var hreint eftir fongelsisvistina í Karibahafinu. i Bandaríkjaher spáir í að sundra óvininum með samkynhneigð Reiðar rottur og lostavekjandi efnavopn Hefðbundinn hernaður Meðal hugmynda Sólskinshóps heistu sérfræðinga Bandarikjahers i efnavopnum og óhefðbundnum hernaði er lostavekjandi efnavopn sem á að sundra óvinin- um með samkynhneigð. Helstu sérfræðingar bandariska hersins hafa í áratug rannsakað og skoðað hvernig best sé að vinna á óvininum með ýmsum ráðum. Meðal hugmynda sem lesa má um í skýrslu Sólskinshópsins sem settur er saman af helstu sérfræð- ingum Bandarflcjahers í efnavopn- um og óhefðbundnum hernaði er lostavekjandi efnavopn og er því ætlað að sundra óvininum með samkynhneigð. Þegar efninu hefur verið úðað yfir óvinaherdeildirnar virkar það þannig að mannskapnum halda engin bönd lengur og taka menn þá að girnast náungann óskaplega. Sérfræingarnir telja að með efninu sé á skammri stundu hægt að brjóta niður alla samstöðu og samhug meðal óvinahermanna. Aðrar hugmyndir eru meðal ann- ars að senda fjöldann allan af reið- um rottum og æstum geitungum inn á íverustaði óvinaherja og gera þannig svæðin óbyggileg. Einnig lýst sérfræðingunum nokkuð vel á ann- að efnavopn sem gerir það að verk- um að húð óvinanna þolir ekki sólskin. Þá hefur sérfræðingunum dottið í hug að nota efni sem veldur gríðarlegri andfýlu til þess að geta fundið njósnara úr óvinaherjum meðal almennra borgara. Yfirmenn Sólskinsverkefnisins hafa sótt um fjárstuöning til næstu sex ára hjá varnarmálaráðuneytinu Pentagon til að halda áfram að kanna hvernig best sé að vinna á óvinum með óhefðbundum hætú. Ekki er ljóst hvort af fjárveitingunni verður. Heimilið úr mínus í plús í næsta tölublaði tímaritsins femin sem kemur út 5. febrúar næstkomandi verður ítarlegt við- tal við hjónin Ingólf Ingólfsson og Brbel Gertrud Schmid sem hafa um nokkurt skeið haldið nám- skeið og ráðgjöf um fjármál heim- ilanna. Námskeið -» Ingólfs „Úr mínus __ r/»* í plús" hafa ver- -íf." ið afar vin- _ sæl og ekki síst á meðal kvenna. í byrjun febrúar kemur einmg ut .ííj bók eftir Ingólf, V „Þú átt nóg af pening- ❖ 'cúam§ um“, um fjármál heimil- anna. Hægt verður að kaupa bókina á femin.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.