Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 7 7 Pitsur kosta ráðherrastól Judy Sgro, ráðherra inn- flytjendamála í Kanada, neyddist til að segja af sér í síðustu viku eftir að Harjit Singh, eigandi pitsasölustaðar, sagði að ráðherr- ann hefði lofað sér því að hann yrði ekki rekinn úr landi ef hún fengi ókeypis pitsur í staðinn. Þetta gerð- ist síðastliðið sumar í miðri kosningabaráttu. Þá hefur rúmönsk nektardansmær sagt að ráðherrann hafi útvegað sér atvinnuleyfi í Kanada gegn nokkrum greiðum en nektardans- mærin vann einnig fyrir Sgro í kosningabaráttunni. Stórsvindl í leigubílum Tékkneskir leigubílstjór- ar láta erlenda ferðamenn borga mun meira fyrir öku- túra en eðlilegt er. Pavel Bem, borgarstjóri í Prag, fór í dular- gervi og tók leigubíl milli tveggja vinsælla áfangastaða ferðamanna. Bem varð heldur undrandi þegar bilstjórinn fór fram á að hann greiddi rúmar 2 þús- und krónur fyrir. Reyndist álagið vera um 500%. „Ég bjóst við að leigubílstjórar legðu milli 50 og 100% á ferðina en ekki 500%," sagði Bem og hvetur fólk að semja um verð áður en ekið er af stað í leigubíl. Fangelsi fyrir draugagang Pólsk kona í Austurríki hefur verið send í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að reyna að hræða yfirmann eiginmanns síns með því að búa til draugagang á heimili hans. Konan eyddi mörgum vikum í felum á heimili mannsins og þóttist vera draugur. Manninum var ekki farið að lítast á blikuna og óskaði eftir hjálp yfirvalda til að leysa ráðgátuna og komu þau fyrir upptökuvél þann- ig að konan náðist á mynd. Konan reyndi að hræða manninn með því að skella hurðum og ganga um húsið í hvítu laki seint á kvöldin. Drap konu sínaafást Aldraður Breti gengur laus eftir að hafa myrt eig- inkonu s£na með því að skera hana á púls. Dómar- inn taldi sannað að maður- inn hefði myrt konuna að hennar eigin ósk e átti aðeins ur ólifaðar vegna krabba- meins. Eftir að hafa horft á meðan henni blæddi út skar hann sig á púls en hringdi á lögregluna áður en hann lést. Konan hafði þegar kvatt syni sína tvo og báðu þeir föður sínum griða. „Umbjóðandi minn er himinlifandi. Hann gerði þetta vegna ástar á konu sinni," sagði lögfræðingur mannsins. Hrellandi heilbrigðiskerfi Það er nú aldeilis slæmt að komast að því að heilbrigðiskerf- ið er ekki fullkomið. Ég komst að þessu nýverið þegar ég fékk flens- una, hún lagðist þungt á mig með jafnvægisleysi og öllum tilheyr- andi kvillum. Ég þurfti að kalla á lækni með tilheyrandi kostnaði. Og ég þurfti að fara til læknis um miðja viku sem hafði í för með sér myndatöku með tilheyrandi kostnaði. Svo ekki sé talað um kostnað við lyf og nefúða, sem einn og sér kostaði 2.300 krónur. Þannig að bara þessi flensa er búin að kosta 17.000 krónur. Áður en þessi ósköp dundu yfir var ég búin að panta tíma hjá tveimur öðrum læknum. Það mun koma til með að vera nokk- ur kostnaður þannig að ég hrósa happi yfir því að það eru til af- sláttarkort. það hendi mér hvernig það væri að vera öryrki eða ellilífeyr- isþegi og þurfa að standa undir öllum þessum læknis- kostnaði. Kostnaði sem ég tel að enginn geti staðið undir af því fólki. Þannig að ég yrði afskaplega sæl ef þessir hlutir yrðu skoðaðir betur og lagfærðir á einhvern hátt. Hnefaleikafrömuðurinn Don King hefur stefnt Qölmiðlaveldinu ESPN vegna umíjöll- unar um persónu hans á síðasta ári. King fer fram á himinháar skaðabætur, eða 2,5 milljarða dollara. ESPN segir að aðeins hafi verið dregnar fram staðreyndir úr lífi Dons sem öllum voru þegar kunnar. Krelst 130 milljarða í skaðabætur Don King er ósáttur við að hafa verið kallaður morðingi, ofbeld- isseggur og svindlari í sjónvarpsþætti. Don King hefur stefnt fjölmiðla- veldinu ESPN vegna umfjöllunar þess um persónu hans £ ESPN SportsCentury á si'ðasta ári. Hann fer fram á himinháar skaðabætur eða 2,5 milljarða dollara, jafnvirði 130 milljarða króna. Forráðamenn ESPN furða sig á þessari stefnu þvi umfjöllun þeirra hafi aðeins dregið fram staðreyndir £ Iffi Kings sem öll- um voru áður kunnar. í stefnu Kings segir meðal annars að ESPN hafi „...kallað hann snáka- oh'usölumann, svindlara sem kunni ekki að skammast si'n og verra". Þá hafi komið fram að King hafi eitt sinn svikið Muhammad Ali um 1,2 milljónir dollara og hafi verið dæmdur fyrir manndráp 1967 en sýknaður £ öðru manndrápsmáli 1954,...hann drap ekki einu sinni heldur tvisvar". Hefur fengið nóg Sem fyrr segir er megnið af þeim upplýsingum sem ESPN setti fram þekkt en King hefur eytt drjúgum hluta ævi sinnar £ réttarsölum. King segir að nú sé hann búinn að fá nóg. „Þetta var dropinn sem fyllti mælinn," segir King. „Ég sætti mig ekki lengur við svona umræðu um persónu m£na og leita eftir réttlæti." Þetta sagði King á blaðamannafundi fyrir helgina er hann kynnti málsókn sfna. Auk ESPN stefnir hann einnig móðurfyrirtæki þess, Walt Disney, ogABC Cable Networks, sem stjórn- ar ESPN. Hótaði að brjóta fætur Larrys Holmes Meðal þess sem fram kemur f umfjöllun ESPN eru ásakanir um að King hafi eitt sinn hótað Larry Holmes þvf að brjóta á honum fæt- urna og að hafa svikið hnefaleika- manninn Meldrick Taylor um eina milljón dollara. Þegar Taylor kvart- aði á King að hafa hótað honum dauða. „Þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Margir í mál King hefur verið umboðs- maður hnefaleikara allt frá Muhammad Ali og að Mike Tyson og margir skjólstæðinga hans hafa farið £ mál við hann. Tyson krafðist eitt sinn 100 milljóna dollara af King en mál- ið endaði £ sátt þar sem Tyson fékk 7,5 milljónir dollara skaðabætur. Þá náði King einnig sátt f dómsmáli Terrys Norr- is gegn sér árið 2003. King hefur einnig höfð- að skaða- bótamál gegn Lennox Lewis sem hann sakar um mein- yrði. * Don King istefnu Kings segir m.a. að ESPN hafi„... kallað hann snáka- olíusölumann, svindlara sem kunni ekki að skammast sin og verra". JMikBTyfson Tyson krafðist eitt sinn lOOmilljóna 1 dollara afKmgen málið endaði isáttþarsem YTyson fékk 7,5 milljónir dollara iskaðabætur. Hermaðurinn Charles Graner dæmdur Barnamorð talið tengjast nornum Abu Graib-böðull iðrast einskis Bandariskur hermaður sem talinn er einn af höfúðpaurunum i pynting- um fanga f hinu alræmda Abu Graib- fangelsi í írak fékk tíu ára fangelsis- dóm fyrir þátt sinn í pyntingunum. Charles Graner, 36 ára, frá Pen- sylvam'u var meðal annars sakaður um að neyða fraska stríðsfanga til að stunda sjálfsfróun meðan teknar voru af þeim myndir. Myndir af pyntingunum vöktu mikinn óhug um víða veröld þegar þær birtust í fjölmiðlum fyrir ári. Charles kvaðst ekki sjá eftir neinu, sagði einfalt nei við þeirri spurningu, og fúllyrti að með hegðan sinni og því að skipta öðrum hermönnum að pynta fanga hefði hann verið að bregðast við þrýstingi frá félögum sínum. Yfirmenn hans hafi þó alltaf ædast til þess að eftir reglum yrði far- ið að hans sögn. Móð- ir Garn- ers, Irma Charles Garner Sérekkieftir Jean að hafa pyntað fanga en Garner mamma hans kennir George W. „ „ Bush um -segirforsetann bera allaábyrgð. hins veg- ar að rangur maður hefji nú afplán- un tíu ára fagnelsisdóms. Hún sagði við fréttamenn að nær væri að Geor- ge W. Bush skammaðist sín fyrir hryllinginn í Abu Graib. Skáru tungu og kynfæri af Unglingsstrákur og full orðin kona eru í haldi lög- reglunnar í Suður-Afríku grunuð um að hafa myrt níu ára stúlkubarn. Lík stúlkunnar fannst undir tré í almenningsgarði en hvarf hennar hafði verið tilkynnt rétt eftir áramótin. Drengurinn, sem er 14 ára, segist hafa horft á ára konu skera tungu og kynfæri stúlkunni skilja hana eft- ir blæðandi. „Samkvæmt drengnum var barnið aflimað og skil- ið eftir til að deyja," sagði lögreglan og bætti við að líklega hefði konan ædað að láta norn fá líkamshlutina í skiptum fýrir jurtir og upplýsingar um galdra. Lögreglan telur líklegt að fleiri teng- ist málinu og að fleiri verði fljótlega handteknir. Á hverju ári eru framin um það bil 100 morð í Suður-Afrfku þar sem nornir og galdrar koma við sögu. Flest morðanna eru framin á þeim svæð- um þar sem gamlar hefðir og siðir eru enn við lýði. Norn Á hverju ári eru fram- inum það billOOmorðí Suður-Afríku þar sem nornir og galdrar koma við sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.