Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 Neytendur DV • Á tilboðsdögum sem nú standa yfir í verslunum Nóatúns fást 3 lítrar af Náttúru-epla- og appel- sínusafa á verði 2 lítra eða á 278 kr. í stað 417 kr. Þá kosta 2 stykki af grófu Nóatúns-samlokubrauði 198 kr. í stað 396 kr. og 2 pakkar af Homeblest-kexi kosta það sama og einn gerði áður, eða 125 kr. • I versluninni Betra Bak í Faxa- fengi stendur nú fyrir útsala til að rýma fyrir nýjum vörum. Boðið er upp á 15 til 50% afslátt á svefn- sófúm, 15 til 50% afsláttur er einnig á teppasettum og 25 til 30% afsláttur er á hægindastól- um. Veittur er 15 til 50% aflsáttur af göflum og náttborðum og 15- 25% afsláttur af lúxus sængurver- um. • I Sparversluninni við Bæjarlind kostar kíló af léttreyktum grísakóti- lettum 798 kr. á tilboðsdögum í stað 1.398 kr. Kílóverðið á léttreyktum grísabóg er komið niður í 379 kr. í stað 598 kr. og poki af Crispy kruðum kostar 69 kr í stað 89 kr. Hálf- ur h'tri af Egils pilsner í dós kostar 59 kr. og 2 lítrar af Eg- ils 7-up kostar 119 kr. í stað 197 kr. • Janúarútsalan er hafln í Gítarnum ehf við Stórhöfða. Rafmagnsgítar- pakki sem inniheldur gít- ar, magnara, poka, ól, snúru og gítarneglur kost- ar 27.900 og trommusett ásamt æfingaplöttum og kennslumyndbandi kost- DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Vllja sæði stjórnmála- manna Læknamiðstöð nokkur i Melbour- nei Ástralíu sem sérhæfir sig i gervifrjógunum hefursent öllum karlkyns stjórnmálamönnum Vikt- oríufylkis undir 45 ára aldri bréf þar sem farið er fram áað þeir gefi sæði. Dregið hefur úr sæðis- gjöfum ástralskra karlmanna eftir að lög um að nafnleynd sæðis- gjafa félli niður þegar afkomand- inn væri orðinn 18 ára gamall tóku gildi árið 1998. Fyrirlaga- setninguna gáfu að meðaltali 20 karlmenn sæði árlega til mið- stöðvarinnar en síðan hafa að meðaltali 5 gefið sæði árlega. I bréfinu eru stjórnmálamennirnir hvattir til að vera fyrirmyndir ann- arra ástralskra karlmanna en samkvæmt nýjustu fréttum hefur enginn stjórnmálamaður haft samband við læknamiðstöðina. fólki ái sleppa lifrinni Breskir læknar ráðleggja nú eldra fólki og konum á breytinga- skeiðinu að borða ekki lifur oftar en einu sinni í viku og vera vel vakandi gagnvart öðru sem inniheldur mikið afA- vítamini. Ofmikið af vítamíninu getur valdið eituráhrifum og hefur ekki góð áhrifá bein en vitað er að beinþynning er algengt vanda- mál meðal eldra fólks og kvenna á breytingaskeiðinu. Þá beina lækn- arnirþví til þungaðra kvenna og kvenna sem eru að reyna að verða þungaðar að sleppa alveg lifrar- áti. Á íslandi er löng og stérk hefð fyrir mjólkurneyslu. Það dylst engum að brjósta- mjólkin, sem ungabörn fá frá mæðrum sínum, er besta næring sem hægt er að fá en hvað svo? Er kúamjólkin manninum nauðsynleg? Margir vilja meina að svo sé ekki, þó að þorri íslenskra fræðimanna sé sammála um að hæfileg neysla mjólkur- vara sé nauðsynleg heilsu mannanna. DV ræddi við tvo fræðimenn sem hafa ólíkar skoðanir á gömlu góðu mjólkinni. Er ijðk áö? Ingibjörg Gunnarsdóttir, mat- væla- og næringarfræðingur, starfar hjá Rannsóknarstofu nær- ingarfræði og er, ásamt þorra ís- lenskra fræðimanna um næringu og mjólkurneyslu, þeirrar skoð- unar að mjólk sé góð. Að vísu er sérstaklega mælt með léttmjólk eða undanrennu. Einnig ber að gæta hófs í neyslunni og drekka 2-3 skammta (glös) á dag. Hallgrímur Magnússon læknir er á öndverðum meiði og heldur því fram að mjólk, gerilsneydd og fitusprengd eins o hún kemur í búð- irnar, sé einhver sú | alversta fæða sem maðurinn getur , neytt. Fita geti aldrei verið mann- inum hættuleg og ’ sé honum þvert á mód nauð- synleg. Nánast öll spen- dýr, fyrir utan mann- skepn- una, hætta að neyta Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 BETUSAN mjólkur um leið og þau hætta á spena. Það er líka staðreynd að 70% fullorðinna einstaklinga í heiminum þjást af mjólkuróþoli og neyti því ekki slíkra vara að barn- dómi loknum. Slíkt er hins vegar ekki tilfellið í okkar heimshluta, þar sem hlutfall fólks með mjólkuróþol er mun lægra, eða um 5%. f mjólk- inni má finna svo mikið af nauð- synlegum vítamínum, steinefnum og auðvitað kalki, að erfitt væri að bæta upp fyrir það tap með öðrum fæðutegundum. Allir eru þó sammála um að mjólkin sé ekki alholl. Menn greinir einfald- lega á um hversu holl hún er. Kalkið og beinin Kalk styrkir beinin. Helsta uppspretta kalks er mjólkin. Þetta eru hin sönnu vísindi, það sem hverju mannsbarni er kennt á íslandi. „Menn þurfa ekki meira en 2-3 mjólkurglös á dag til þess að fullnægja kalk- þörf- „Það hefur sýnt sig að yfir 90% kálfa deyja innan 50 daga efþeir fá einungis geril- sneydda mjólk" og það er aðallega það sem við leitum eftir í mjólkinni," segir Ingi- björg. „Þrátt fyrir að það sé kalk í öðrum vörum, nýtum við það ekki eins vel og úr mjólk- inni,“ bætir hún við. „Beinþynningu sjáum við eingöngu í löndum þar sem neysla geril- sneyddar mjólkur er mildl," segir Hallgrímur um kalkupptöku við mjólkurneyslu. Hann segir að mjólkurneysla hafi þver- öfug áhrif á beinin, vegna þess að mjólkin, sem við drekkum, er geril sneydd. „Slík mjólk veldur sýrumyndun í þá hefur lík með- ferðarmöguleika að ná í kalk úr beinunum í gegnum nýrun til þess að halda sýrustiginu í líkamanum eðlilegu. Við það veikjast beinin. Ef við fengjum hins vegar ógerilsneytt skyr, eins og í gamla daga, væri það einhver allra besti matur sem við gætum fengið." Ástæða þess að mjólkin er geril- sneydd er sú að verið er að eyða sjúkdómsvaldandi gerlum, að því er kemur fram í grein Björns Sig- urðar Gunnarssonar á vísindavef HÍ. Þar að auki er geymsluþolið mun meira í gerilsneyddri mjólk. Ef það væri ekki fyrir hendi, yrði mjólkin mjög vand- meðfarin vara og þeim mun dýrari. Áður en gerilsneydd mjólk kom á mark- aðinn, var hún al- geng smitleið sjúk- dóma eins og berkla og taugaveiki. Hallgrímur segir þó að reynsla bænda af geril- sneyddri mjólksé slæm. „Það dytti Viltu mjólk? Flest segjum viö börn- unum okkar að mjólk sé holl og góð. Ekki eru allir sammála um þad og segja mjólkina vera slæma fæðu. Lömunarveikitilfellum fjölgaði Alþjóða heilbrigðisstofúnin WHD hefúr tilkynnt að tilfellum lömunar- veiki f heiminum hafi á síðasta ári fjölgað um einn þriðja, eða úr 784 til- fellum árið 2003 í 1.185 árið 2004. Flest tilfellin komu upp í Nígeríu þrátt fyrir að í fyrra hafi bólusetingar- herferð verið hrint af stað. í Kano- héraði hvöttu íslamskir klerkar for- eldra tfl að láta ekki bólusetja böm sín vegna þess að Bandarlkjastjóm hefði komið því svo fyrir að bóluefii- ið gerði bömin ófijó og smitaði þau af alnæml Svo virðist sem einhveijir foreldrar hafi farið að ráðum klerk- anna og lömunarvefld gaus upp á svæðinu og náði tfl nágrannalanda sem hafa verið laus við sjúkdóminn árum saman. Talsmaður WHO segir að það taki einhveija mánuði að koma bólu- setningar- áæduninni á fifllt skrið aft- ur. Lömunar- veiki kom á síðasta ári einnig upp á Indlandi, í Níger, Pakistan, Afganistan og Egyptalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.