Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 17.JANÚAR2005 31 Halldór gegn Alfreð í síðustu viku héldu Framsóknar- menn í Reykjavík uppi mikilli skemmtidagskrá í fjölmiðlum. Yfir- lýsingar, stóryrði og persónulegar árásir blossuðu upp úr nánast engu uns allur Framsóknarflokkurinn í Reykjavík nánast logaði stafnanna á milli. Spilltur eiginhagsmunasegg- ur Fyrstur steig fram á sviðið Gestur Kr. Gestsson formaður Framsóknar- félagsins í Reykjavík norður. Gestur er fremsti fótgönguliði Halldórs Ás- grímssonar og vart hægt að líta á hann öðruvísi en byssu sem Halldór miðar og heldur um gikkinn á. Byss- unni var miðað á Alfreð Þorsteins- son og síðan hófst stórskotahríðin. Alfreð hugsaði einungis um eigin hag og makaði krókinn hjá Orku- veitunni, en léti hagsmuni heildar- innar og þá alveg sérstaklega Fram- sóknarflokksins lönd og leið. Gestur gerði að vísu í brókina samdægurs, þegar hann aðspurður gat ekki nefnt neitt einstakt dæmi um meinta fyrirlitningu Alfreðs á hagsmunum annarra en sinna eigin. Þetta virdst meira spurning um Al- fredó hinn spillta, hina demónísku og undirförlu ffgúru sem Sjálf- stæðisflokkurinn elskar að hata og hefur nú í áróðri sínum gert að yfir- borgarstjóra í Reykjavík. Alfreð Þor- steinsson er sem sagt svo gegnum- sýrður af spillingu og eiginhags- munabröltí að ekki er hægt að greina hið sértæka frá hinu al- menna. Það virðist, ef ég skil Gest Kjallari rétt, duga að benda á manninn og þá sjá menn hið augljósa. Fylgishrun Framsóknar I raun snýst þó málið ekki um persónu Alfreðs, heldur um það hver beri ábyrgðina á fylgishruni Framsóknarflokksins í Reykjavík. í síðustu skoðanakönnun mældist flokkurinn með minna fylgi en frjálslyndir og nú vill Halldór Ás- grímsson fyrir alla muni að Alfreð Þorsteinsson taki á sig sökina. Mis- tökum Halldórs sjálfs - ekki síst íraksmálið og fjölmiðlamálið - óvin- sældum ríkisstjórnarinnar eða held- ur sofandalegri frammistöðu í for- sætísráðuneytinu má ekki blanda inn í þetta mál. Hið lævísa glott stjórnarformanns Orkuveitunnar er undirrót alls ills sem hent getur Framsóknarflokkinn! Fjandsamleg yfirtaka? Ekki stóð á svörunum hjá Alfreð, sem voru með því fýndnara sem sést hefur í stjórnmálum um langa hríð. Hvítasunnusöfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum! Allir aðrir en innvígðir Framsóknarmenn urðu forviða við þennan málflutn- ing, enda kannaðist enginn við að um það væri deilt. Málið er þó dá- lítið flóknara. Gestur er hvítasunnumaður og ef haft er í huga hversu veikburða Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er, þá er augljóst að vel skipulagður hópur hvítasunnumanna getur auð- veldlega tekið hann yfir. Alfreð var því að grafa skotgrafirnar þar sem honum hentaði; gróið Framsóknar- fólk gegn yfirtökulýðnum sem smalað væri á flokksfundi eða próf- kjör. I raun má segja að Framsókn- arflokkurinn í Reykjavík sé afar freistandi til fjandsamlegrar yfir- töku. Valdaþreyta í vikunni heyrðust einnig þær raddir Framsóknarmanna sem hældu Alfreð fyrir gott starf, en töldu að nú væri kominn tími til að hætta eftir 35 ár í borgarmálum. Alfreð svaraði kurteislega með því að benda á að hann hefði ekki starfað að stjórnmálum lengur en Halldór Ásgrímsson og ekki væri flokksfólk að krefjast þess að hann hætti. Það má nærri geta að Halldóri og hans klíku hefur sviðið þessi athugasemd. Enda þótt Alfreð hafi einungis litið á þetta sem málsvörn fyrir sig, þá bendir hún á stærsta vandamál Halldórs: valdaþreytu eftir langan stjórnmálaferil og ráðherradóm. Ef Alfreð er þreyttur, hvað á þá að segja um Halldór? Upphitun Deilurnar í Framsókn snúast um meira en Alfreð og Orkuveituna. Þær snúast einnig um Halldór Ásgríms- son, stefnu hans og stjórnunarstíl og hvaða ábyrgð hann beri á minnk- andi fylgi flokksins. Síðast en ekki síst verður deilt um Reykjavíkurlist- ann. Skemmtidagskrá Framsóknar- flokksins síðustu vikuna var því vart annað en upphitun fyrir hasarinn næsta árið. „íraun má segja að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sé afar freistandi til fjandsamlegrar yfirtöku." Ríkisstjórnin magnar spillinguna Einar Sigfússon skrifar Þar sem ég er öryrki og niður- setningur á heimili mínu og sveitar- félagið mitt hefur lagalega ábyrgð á framfærslu minni til nauðþurfta, hef ég þráleitað skriflega til þess ásamt því að ganga á fund æðstu manna stjórnsýslunnar þar, varðandi það að fá aðstoð til þess að geta lifað mannsæmandi lífi í þessu samfélagi. Lesendur Þau málefni voru til umræðu á átta bæjarráðsfundum án þess að ég fengi nokkra fyrirgreiðslu. Ég hef krafið þá um að fella niður fast- eignagjöldin af húsadraslinu á jörð minni, sem ég varð að hætta búskap á fyrir mörgum árum vegna van- heilsu og hefur sveitarstjórnin eftir það féflett konuna mína sem aðeins hefur getað unnið hlutastarf sökum heilsu sinnar.Hefur hún ekki haft neinn afgang til að borga fasteigna- gjöld fyrir mig og átt nóg með að framfleyta sjálfri sér. Enda hefur verið sýnt ffarn á það með hæsta- réttardómum að ríldð eigi að sjá fyrir öryrkjum en ekki makar þeirra. Eftir hæstaréttardóma þá um að ekki megi m'ðast á mökum öryrkja og láta þá sjá fyrir þeim, ásamt þriggja ára rannsókn félagsfræð- ingsins Hörpu Njáls um fátækt á ís- landi, þar sem hún sýndi glögglega fram á það að niðursetninga þjóðar- innar vantaði 40% upp á að ríkið skaffaði þeim lágmarksaura til nauðþurfta, neitaði ég að láta konu mína borga fasteignagjöldin lengur fyrir mig, eftir að hafa þrautreynt að fá sveitarfélagið til þess að hætta að brjóta á mannréttindum mínum á siðlausan hátt. En auðvitað eru flest öll vand- ræði fólksins sprottin af ólögum brjálaðra stjórnmálamanna í áraraðir. Þeir þykjast bara góðir á meðan þeir fá að skammta sjálfum sér margfalt kaup láglaunamanna, hversu óvinnufær ómenni sem þeir annars eru sjálfir. Þessa einkunn vil ég alla vega gefa meirihluta þeirra sem starfar á Álþingi núna og líta svo stórt á sig að þeir telja sig alveg hafna yfir alla gagnrýni. Svo er verið að spauga með skít- legt eðli!!! Háttvirtur fjármálaráð- herrann virðist tekinn að undirbúa innkomu sína í formannsstól Sjálf- stæðisflokksins með ruddalegri ósvífni sinni í ræðustóli Alþingis að mínu viti. Alla vega hef ég ekki séð neitt verra í sjónvarpinu mínu til langs tíma og hefur hann auk alls annars neitað því að ríkisstjórnin hafi vitað hvað hún var að gera í sínum manméttindaafbrotamálum. Trúi ég því að ósvífni hans eigi að virka sem aðgöngumiði að for- mannssæti Sjálfstæðisflokksins, sem sporgöngumanns fyrri for- manns í níðherferð gegn öllum þeim sem minnst mega sín í land- inu. Eftir að hafa séð innum dauð- ans dyr og sloppið, trúlegast að ég tel fyrir það eina að enginn vildi taka við honum, er sá nauða grófi fantur orðinn svo bljúgur að hann leggur nú til að féð úr sölu Landsímans verði látíð renna í sjúkrahús. Góður!!! Hafið þið heyrt hann betri!!! Hann hefði þurft að lenda í hjólastól líka og verða öryrki svo að hann fengi loks vilja tfl þess að gera eitt- hvað tO úrbóta fyrfr þá. Ég skora enn einu sinni á Alþingi að taka sig á og lagfæra öll siðlaus ólög sem eru í gOdi og stangast á við gengna hæstaréttardóma eins og þetta sem ég fjalla um hér og fleira með sama hætti, sem ég hef sent tO þeirra og fjallað um áður!!! Það er á ábyrgð stjórnvalda að menn vinni sín skyldustörf jafnt fyrir alla þegna landsins. En virðingar- leysið við almenna borgara virðist mér vera algjört svo að ég tali nú ekki um sjúklinga. Ríkisstjórnin gengur fýrir í spOlingunni og magnar hana upp með vondu for- dæmi eins og tO dæmis að neita að virða stjórnarskrána jafnt sem hæstaréttardóma og hefur alla vega komist upp með það hingað tíl, án þess að nokkuð réðist við það. Með gagnstæöri vkðingu!!! Einar Sigfússon Skálateigi 2 Ath. BréfEinars hefur veriö stytt. Krossgátuverðlaun aldrei út á land Kona utan af landi hringdi „Mig langar að koma dálitlu á framfæri við þá sem sjá um kross- gátuna á Dagblaðinu. Ég hef fylgst með og tekið þátt í krossgátunni aflt frá því blaðið gekk í endurnýjun lífdaga. Við höfum ekki orðið vör við það að nokkur lifandi maður úti á landi hafi fengið verðlaun fyrir þessa krossgátu, þetta er allt á Reykjavíkursvæðinu. Erum við ekki með í dæminu hérna útí á landi? Það er ekki bara ég sem er að spyrja að þessu, það er fleiri að tala um þetta.“ Ritstjóm DV vfll taka fram að dregið er úr öllum réttum lausnum á verðlaunakrossgáttmni sem ber- ast blaðinu. Hending ein ræður því hver hlýtur verðlaunin. Sandkorn með Kristjáni Guy Burgess • Það var sagt frá því hér í þessum dálki fyrir skömmu að Fjármálaeftirlit Páls Gunnars Páls- sonar væri að herða tökin á íslensku fjár- málafyrirtækjunum til að auka gagnsæi. Eftirlitið vill að málum sé þannig háttað að þeir sem stunda viðskipti með hlutabréf viti hverjir eigi önnur bréf í viðkomandi félagi hverju sinni. Með þetta að markmiði, er eftirlitið að athuga hverjir standi í raun á bak við félög þar sem hlutir eru til að mynda skráöir á Landsbankann Lúxemborg fyrir hönd nafnlausra eiganda... * • Annað sem er til skoðunar, er hvernig mál standi með eignar- haldið á íslands- banka. Þegar síðast var kosið í banka- ráðið leit helst út fyrir að BjamiÁr- mannsson bankastjóri væri kominn með stjórn- ina á bankanum eftir langvarandi átök við öfl í banka- ráðinu. Þá hafði Straumur keypt stóran hlut í bank- anum. í krafti þess hlut- ar fékk Bjarni völdin og gat tfl að mynda rekið Jón Þórisson sem aðstoðarbanka- stjóra en Jón hafði notið stuðnings þeirra sem voru ósáttir við Bjarna í ráðinu, þeirra fremstir Víglundur Þorsteinsson, sem kenndur er við BM-Vallá, og Helgi Magnússon... • Nú velta menn í viðskiptalífinu fyrir sér hvort Straumur, þar sem olíuforstjórinn fyrrverandi Kristinn Bjömsson og Magn- ús Kristinsson fara með mest völd, hafi í raun náð að virkja eignarhlut sinn í íslandsbanka. Reglurnar eru þannig að eignar- hlutur banka í öðrum banka, skuli dragast frá eigin fé og um það er talað í fjármálaheiminum að þetta hafi ekki verið hugsað til enda. Ef • Straumur þarf að selja sinn hlut í fs- landsbanka getur allt aftur farið á fullt, og þeir sem síðast voru keyptir út, gætu safnað liði á ný tfl að ná undirtökum í bankanum... "T • Gestur Kr. Gests- son formaður fram- sóknarmanna í Reykja- víkurkjördæmi norður hefur undanfarið komið fram sem einn allra helstí andstæðingur R-lista sam- starfsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Gestur veldur R-listanum erfiðleikum. Fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar var hann bæði í kosningastjórn og frambjóðandi. Sem frambjóðandi þurftí hann að skrifa undir framboðslistann en vildi það ekki, þar sem hann taldi sig vera að takast á fjárhagslegar skuldbindingar með því. Það var ekki fyrr en á síðustu stundu að tókst að sannfæra Gest um að und- irskrift hans hefði hreint ekkert með peningamál listans að gera...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.