Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 2
mrnam ÁRIÐ1979-ÁR MEÐ GUÐI Við upphaf nýs árs vil ég óska safnaðarfólki okkar öllu gleðilegs árs og þakka samstarf, hlýhug og velvilja á liðnum tíma. Um áramót hugleiðum við bæði okkar eigið líf og einnig vöxt og viðgang safnaðarins því að eins og vera ber er þetta tvennt tengt órjúfanlegum böndum. Þegar við lítum til baka er þar margt að sjá sem hefði mátt betur fara eða verið betur ógert. Okkur hefur öllum örðið eitthvað á. Við höfum brugðist að meira eða minna leyti á liðnu ári. Við höfum valdið trúsystkinim okkar vonbrigðum og ástvinum okkar en fyrst og fremst Guði. Við hefðum líka öll getað sinnt verki Guðs af meiri áhuga en við gerðum. Þegar við leiðum hug- ann þannig að liðinni tíð getur okkur orðið á tvenns konar mistök. Annars vegar ervun við í þeirri hættu að sjá einungis brestina í lífi okkar. Skyld þeirri hugsun er sú að líta fvrst og fremst á það sem ógert er eða vanrækt í safnaðarstarfinu, að líta á deyfð safnaðarins og drunga. Hér eiga við orð E.G.White á bls. 127 i Veginum: "Margir eru þeir, sem á- lífsleiðinni hafa hugann jafnan bundinn við mistök sín, yfirsjónir og vonbrigði, og hjörtu þeirra eru full af sorg og hugleysi. Þegar ég var í Evrópu, skrifaði trú- systir mín ein, sem svona var ástatt fyrir. Hún var altekin örvæntingu og bað mig um uppörvun. NÓttina eftir að ég las bréfið frá henni dreymdi mig, að ég væri í garði einum, og maður, sem virtist vera eigandi garðsins, fylgdi mér \jm stíga hans. Ég var að tína blóm og naut ilmsins af þeim, þegar þessi systir, sem gengið hafði mér við hlið, vakti athygli mína á nokkrum óásjálegxom villirósum, sem voru þröskuldur í götu hennar. Þarna stóð hún vílandi og volandi. HÚn gekk ekki stíginn, sem 2 leiðsögumaðurinn vísaði, heldur meðal villirósa og þyrna. "Æ", kveinaði hún. "Er það ekki ergilegt, að þessum fagra garði skuli vera spillt með þvrnum?" Þá sagði leiðsögumaðurinn: "Láttu þyrnana eiga sig, því að þeir munu aðeins særa þig. TÍndu heldur rós- irnar, liljurnar og nellikurnar." Hefurðu ekki lifað einhverjar glaðar stundir? Hefur þú enga dýrmæþa lífsreynslu eignast, þegar hjarta þitt hefur bærst af fögnuði, sem bergmálaði frá anda Guðs? Finnurðu ekki í það minnsta fáeinar fagnaðarríkar síður, þegar þú blaðar aftur á bak í bók lífs- reynslu þinnar? Eru ekki fyrirheit Guðs sem ilmandi blóm, er vaxa á báðar hendur meðfram leið þinni? Ætlar þú ekki að láta fegurð þeirra og unað fylla hjarta þitt fögnuði?" 1 þessu tilliti má minna á orð Páls postula: "Gleymum því sem að baki er." Vörpum ekki skugga á árið 1979 með stöðugu harmakveini yfir mistökum, vanrækslu, deyfð og andvaraleysi á árinu 1978. Ákveðum fyrir náð Guðs að gleyma. Hin hættan sem getur orðið á vegi okkar þegar skyggnst er til baka er óhófleg ánægja með líf okkar og fram- kvæmdir. Hér væri okkur einnig hollt að gleyma ef um sjálfsánægju er að ræða. Framfarir nýja ársins eiga ekki að tak- markast af framkvæmdum undangengins árs. Það mun taka okkur eilífar tíðir að ljúka starfi okkar í heiminiim ef for- tíðin á að vera staðall fyrir fram- vindu mála í framtíðinni. Gleymum því sem að baki er. í upphafi árs 1881 ritaði Ellen G. White þessar línxrr: "Annað ár opnar nú sínar björtu, óskráðu síður frammi fyrir þér. Skrásetningarengillinn stendur tilbúinn til að rita. Athafnir þínar munu ákveða hvað hann skrifar.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.