Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 11
Leyfið mér nú að draga saman í fáeinar setningar hvernig varið er tilfinning\jm mínum og konu minnar þegar við fundiom kærleika ykkar til okkar þegar við kom- um fram fyrir ykkur í dag. Okkur er innanbrjósts eins og Salómon þegar hann var beðinn að vera konungur yfir ísraelsþjóðinni. Ellen White segir um hann þá: "Salómon var aldrei jafn auðugur eða vitur eða mikill eins og þegar hann játaði:"ég er bara unglingur og kann ekki fótum mínum forráð." Þeir sem í dag gegna ábyrgðarstöðum ættu að leitast við að læra þá lexíu sem kennd er með bæn Salómons. Þvi hærri sem staðan er sem maðurinn hefur því mun meiri ábyrgð er á hann lögð, og víðari áhrifin sem hann hefur og meiri þörfin á trausti á Guði. Hann ætti ávallt að minnast þess að samfara kallinu til starfa er kallið til að framganga heið- arlega frammi fyrir samferðamönnumm. Hann á að standa frammi fyrir Guði með hugarfar nemandans. Staða veitir ekki heiðarleika lundernisins. Það er með því að heiðra Guð og hlýða boðum hans að maður verður í sannleika mikill." Prophets and Kings,bls.30.31. Þetta er hvatningin fyrir hvert og eitt okkar í dag. Á þessum uppskerutíma bið ég einlæglega um bænir ykkar svo að Guð geti gert mér kleift að bera þá ábyrgð sem felst í því að leiða hinn síðasta söfnuð. MEGI TÍMIIMIM EKKI VERQA LANGUR SVAR ROBERT H.PIERSON VIÐ RÆÐU NEAL C.WILSON ER HANN VEITTI VIÐTÖKU FORSETA- STARFI HEIMSSAMBANDSINS. í dag er ég ekki viss um það hvort ég ætti að óska bróður Wilson til ham- ingju eða tjá honum samúð mína. Ég ætla hvorugt að gera en ég ætla að óska honum Guðs blessunar og fullvissa hann um að ég mun oft minnast hans í bænum mínum. Ég er viss um það að þegar við hlustuðum á ræðu bróður Wilsons og höfum tekið eftir hinum ýmsu stöðum sem hann hefur búið á getum við séð að Drottinn hefur verið að búa hann undir það að taka að sér þetta forystuhlut-. verk. Það er athyglisvert í mínum augum að hann hefur búið í fjórum deildum og þekkir Afríku, Asíu, Austur- lönd nær og Norður-Ameríku og ég er viss um að Drottinn hefur haft hönd sína yfir stjórnarnefndinni þegar þeir tóku ákvörðun sína. Eins og bróðir Wilson hefur sagt var það hamingja mín að þekkja hann í mörg ár. Ég met sérstaklega mikils þau 12 og 1/2 ár sem ég hef starfað með honum hér við heimssambandið. Ég hef tekið eftir því hvernig Drottinn hefur blessað hann þegar hann hefur horfst í augu við hin mörgu vandamál Norður-Ameríku. Þær minningar sem ég met mest er þau skipti sem við höfum kropið í bæn saman og talað við Drottinn um vandamálin sem okkur var ókleift að leysa með okkar takmarkaða vísdómi. Bróðir Wilson, ég hef aðeins eina ráðleggingu handa þér í dag. Þegar vandamálin koma til þín á komandi dög- um megi þá fyrstu viðbrögð þín ávallt vera þau sem látin eru í ljósi í orðum Zedekía til Jerimía: "Hefur nokk- uð orð komið frá Drottni?"(Jer.37,17). ÞÚ munt alltaf þurfa að vera viss um að það er Guð sem leiðir en ekki mannleg viska. Finndu í hinum eilífa styrk þinn, vísdóm þinn,leiðsögn þína og hjálp. Ég veit að það er alvarlegur tími framundan fyrir þennan söfnuð. Ég vona samt að það verði ekki langur tími. Ég vona að það verði ekki margir aðalfundir heimssanibandsins sem verða haldnir í viðbót. Ég bið þess að fyrir leiðsögn og blessun Guðs verði verkinu lokið svo að við getum farið heim. Guð blessi þig, Neal. Við elskim þig og trúum á þig og við óskum þér alls hins besta. Systir Wilson, við viljum segja þér að við munum líka biðja fyrir þér. Það er ekki auðvelt að vera eiginkona forseta heimssan±iandsins. Konan mín getur sagt þér það. ÞÚ munt oft þurfa að vera einmana en það eru líka laun sem þú hlýtur. Ég vil að þú vitir að við mumam biðja fyrir þér eins og Neal og megi Guð blessa þig líka. □ mMMMmsmsmmmmmFí MmMmsmMMMMMMMMMÍ 11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.