Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 14
Guðs og Guð elskaði okkur svo - jafnvel á meðan við vorum í syndum okkar - að hann gaf okkur Jesúm eilíflega. Guð breyttist ekki frá elsku til haturs þegar heimurinn kunni ekki að meta hann og næstum því hafnaði honum, hinni miklu fórn. Það rann þá upp í huga mér að skuld mín gagnvart Guði var svo gífurleg að þau sárindi sem ég bar í brjósti gagn- vart óvinum mínum voru óveruleg og smá og á þessum sjónarhóli var ég knúð til að láta þetta hverfa fyrir kærleika föðurins og vegna fyrirgefningar hans gagnvart mér. Það rann þá upp fyrir mér kröftugar en áður að sá sem gaf boðið um að við ættum að "elska óvini okkar" elskaði sjálfur svo mikið að hann gaf líf sitt - blóð hans rann á krossinum á Golgata þegar hann bað: "Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra." (LÚk.23,34). Þegar ég kom auga á slíkan kærleika varpaði ég mér að fótum hans tárfell- andi og í iðrun og bað: "Guð ég get ekki gert þaö. Ég get ekki sýnt slíkan kærleika því að innst inni er ég ennþá móðguð. En ég beygi mig fyrir þér - hatriö og allt saman. Ég gef þér beiskju mína og einnig rétt minn til þess að ala á henni. Ég þigg kærleika þinn í staðinn og ég trúi að þú getir veitt mér hann." Og þá geröist það undursamlega, haturskenndin hvarf - ekki um stund, heldur um eilífð. f þess stað veitti hann mér fögnuð og kærleika - kærleika sem hefur veitt mér kraft til þess að fyrirgefa fortíðinni, hugrekki til þess að horfast í augu við hvern nýjan dag og undursamlega von fyrir framtíðina. NÚna þrem árum eftir þennan örlagaríka dag get ég sagt af reynslu að Kristur hefur veitt mér frelsi - fanga sem einu sinni var fjötraður af beiskju og hatri. Ég get borið vitni um það að hann hefur komiö "til að láta hinum hrelldu í Zíon í té, gefa þeim höfuð- djásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar, skartklæði í stað hugarvíls. Og þeir munu kallaðir verða réttlætis- eikur,plantan Drottins honum til vegs- emdar."(Jes.61,3). ÞÚ getur líka lagt líf þitt í hans hönd. Kraftur hans á sér engin mörk. Náð hans er yfirfljótanleg. Hann gefur og gefur svo fögnuð\ir þinn geti verið fullkominn. □ 14 Og ekki má gleyma starfi ungmenna- og aðventskátafélaga og ungmennamótum. Allt eru þetta snarir þættir í barna- starfi safnaðarins. Allt þetta starf er skipulagt fyrir börnin og foreldr- arnir þurfa að sjá til þess að börnin fái notið þess. Minnumst á bamaári heilræða spekingsins: "Fræðið sveininn um veginn sem hann á að halda og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja." S.B. □ Okkur væri hollt að eyða kyrrlátri kliokkustund dag hvern í hugleiöingu um ævi Krists. Við ættum að taka hana lið fyrir lið og láta ímynunina grípa hvert atriði, einkum varðandi endalokin. Meðan við hugleiðum þannig hina miklu fórn hans fyrir okkur mun traust okkar á honum verða staðfastara, kærleikur okkar örvast og við verðum í ríkara mæli gagntekin af anda hans. Ef við viljum að síðustu frelsast, verðum við að öðlast lærdóm iðrunarinnar og auð- mýktarinnar við fótstall krossins. Þegar við komum saman, getum við orðið hver öðrum til blessunar. Ef við erum Krists, þá verða sælustu hugs- anir okkar \im hann. Við munum gleðjast af að tala um hann, og meðan við töliam hver við annan um elsku hans, hjörtu okkar mildast af guðdómlegum áhrifum. Sjáandi fegurð eðlis hans munum við ummyndast "til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar." 2.Kor.3,18.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.