Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 8
ur sonur hins hæstaj og Drottinn Guð mun gefa hon\am hásæti Davíðs föður hans. Og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilifu." Lúk.1,32-33. Og María hafði geymt þessi orð í hjarta sínu; en þó að hún tryði því að barn hennar ætti að verða Messías ísraels, skildi hún ekki ætlunarverk hans. En hún vissi að hann hafði afneitað skyldleika við JÓsef og hafði lýst sig son Guðs. Jesús afrækti ekki skyldurnar við jarðneska foreldra sína. Frá Jerúsalem sneri hann heim með þeim og var þeim stoð í daglegu lífsstriti þeirra. Hann duldi í hjarta sínu leyndardóminn um ætlunarverk sitt og beið í undirgefni hins ákveðna tíma að hefja starfið. í átján ár, eftir að hann hafði opin- berað að hann væri sonur Guðs við\xr- kenndi hann böndin sem bundu hann við heimilið í Nazaret, og rækti skyldu sonar, bróður, vinar og þegns. Eftir að ætlunarverkið hafði opnast Jesú í musterinu, forðaðist hann samneyti við fjöldann. Hann óskaði að snúa aftur frá Jerúsalem í kyrrþey ásamt þeim sem þekktu leyndardóm lífs hans. Með páskaþjónustunni vildi Guð kalla þjóð sína burt frá veraldar- vafstri sínu og minna hana á dásemdar- verk sitt er hann leysti hana undan kúgun Egypta. í þessu starfi óskaði hann að hún sæi fyrirheitið um endur- lausn frá syndum. Svo sem blóð slátur- lambsins verndaði heimili ísraels, eins skyldi blóð Krists bjarga sálum þeirra. En þeir gætu aðeins frelsast fyrir Krist með því að gera í trú líf hans að sínu lífi. Gildi hinnar táknrænu þjón- ustu var í því einu fólgin að beina tilbiðjendunum til Krists sem hins persónulega frelsara þeirra. Guð vildi að þeir tækju upp bænrækna könnun og íhugun varðandi ætlunarverk Krists. En þegar fjöldinn tók sig upp frá Jerú- salem beindist athyglin of oft að ný- stárleika ferðalagsins og dægrastytt- ingu með samferðafólkinu, og guðsþjón- ustan sem menn höfðu tekið þátt í gleymdist. Frelsarinn laðaðist ekki að þeim félagsskap. Þegar Jósef og María skyldu snúa aftur frá Jerúsalem, ein ásamt Jesú, vonaðist hann til að geta beint hugum þeirra að spádómunum um hinn þjáða frelsara. Á Golgata reyndi hann að létta sorg móður sinnar. Hann var að 8 hugsa um hana nú. María átti eftir að verða vitni að síðustu þjáningu hans, og Jesús óskaði að hún skildi ætlunar- verk hans til þess að hún öðlaðist styrk þegar sverðið nísti sál hennar. Svo sem Jesús hafði skilist frá henni og hún hafði leitað hans harmþrungin í þrjá daga, þannig mundi hann, þegar honum yrði fórnað fyrir syndir heimsins, verða henni týndiir í þrjá daga. Og þegar hann kæmi aftur upp úr gröfinni, mundi sorg hennar aftur snúast í fögnuð. En hversu miklu betur hefði hún af- borið angistina yfir dauða hans ef hún hefði skilið ritningarnar sem hann var að reyna að vekja athygli hennar á. Ef Jósef og María hefðu stöðvað hug sinn við Guð með hugleiðingum og bæn, hefðu þau skilið heilagleik trúnaðar- starfs síns og þau hefðu þá ekki misst sjónar á Jesú. Fyrir eins dags van- rækslu höfðu þau týnt frelsaranum. En það kostaði þau þriggja daga harm- þrungna leit að finna hann. Eins er okkur farið. Með fánýtu tali, ill- mælgi eða vanrækslu í bænahaldi kunnum við á einum degi að varpa frá okkur návist frelsarans og það getur kostað margra daga harmþrungna leit að finna hann og endurheimta þann frið sem okkur hvarf. í samskiptunum hver við annan ættum við að gæta þess að gleyma ekki Jesú, að ana ekki áfram án þess að taka eftir að hann er ekki í fylgd með okkur. Þegar við sökkvum okkur niður í verald- leg viðfangsefni svo að við höfum enga hugsun á honum, sem vonin um 'eilífa velferð okkar byggist á, fjarlægjum við okkur Jesú og hinum himnesku englum. Þessar heilögu verur geta ekki haldist þar sem nærveru frelsarans er ekki óskað og fjarveru hans er ekki gaumur gefinn. Vegna þessa ríkir svo oft sinnuleysi meðal þeirra sem í orði játa Krist. Margir sækja guðsþjónustur og endurnærast og huggast af orði Guðs. En vegna vanrækslu á hugleiðingu, gaum- gæfni og bænahaldi missa þeir af bless- uninni og finnst þeir vera ráðvilltari eftir en áður. Oft finnst þeim Guð hafa verið þeim harðhentur. Þeir sjá ekki að sökin er þeirra sjálfra. Með því að fjarlægja sig Jesú hafa þeir lokað úti birtuna af nálægð hans. 14---►

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.