Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 4
Börnin okkar Það er vaxandi tilhneiging hjá söfnuðinum að setja viss ár til að leggja áherslu á ákveðin málefni. Nylokið er ári aðventmenntunar og senn kemur ár ráðsmennsku. Þetta er og tíðkað í heiminum. Árið 1979 hefur verið helgað málefnum barna. Hlutskipti barna er mjög bágboriö víða um lönd. Menntun þeirra og upp- eldi er vanrækt og þau ná af þeim sök- um ekki þeim andlega þroska sem þeim er áskapað að ná. LÍkamlegum þroska þúsunda, já, milljóna barna er einnig áfátt vegna vannæringar og skorts eða þau verða hungurvofunni að bráð. Ár barnsins gæti verið okkur tilefni til að skýra fyrir okkar eigin börnum hlut- skipti margra bágstaddra barna og segja þeim frá nauðsyn þess að bæta kjör þeirra. En mörg önnur börn eiga bága ævi en þau sem búa í vanþróuðum löndum. Nýlega var ég á ferð erlendis og las þar lögregluskýrslu um börn sem voru lamin til óbóta af sínum eigin foreldr- um. Okkur finnst skelfilegt til þess að hugsa að börnum skuli stafa hætta af eigin foreldrum. Kristnir foreldrar lemja að sjálf- sögðu ekki börnin sín í bræði en okkur væri hollt að hugsa um það á barnaári hvers konar áhrif við höfum á börnin okkar. Sjá þau það í fari okkar sem er vert eftirbreytni? Er ræða okkar salti krydduð? Notum við tungu okkar til að beina þeim til hæða? Hvernig er raddblærinn þegar við yrðum á þau? Sjá þau í daglegu lífi okkar að viðhöfum lært af Jesú? Hvernig er háttað guðræknisstundum og kristindómsfræðslu á heimilum okkar. Eigum við daglegar stundir með börnunum þar sem við fræðum þau um veg lifsins? Eða þarf ef til vill að minna okkur á það á ári barnsins að skyldur okkar gagnvart börnum okkar eru aðrar og meiri en að sjá þeim fyrir fötum og fæði. Það er ánægjulegt til þess að vita að á árinu 1979 hefja Samtökin á íslandi útgáfu á nýjum hvíldardagsskóla- lexíum fyrir börn og unglinga. Lexíubók- in fyrir börn að fjögurra ára aldri heitir Sögustundin. Frásagnir Bibli- unnar 1-3 heita lexíubækur barna 4-7 ára en Frásagnir Bibliunnar 4-6 fyrir börn 7-10 ára. Þessar lexíur verða' ekki lagðar á hilluna eins og lexíur fullorðinna í lok ársfjórðungsins held- ur verða þær notaðar áfram um ókomin ár. Foreldrar sem kaupa lexíurnar fyrir fyrsta barn geta notað þær áfram fyrir næsta. Þetta eru fallegar bækur og gott efni og vekur gleði að geta lagt þetta í hendur barnanna. Það er ósk okkar sem að útgáfunni stöndum að þessar fallegu lexíur gætu orðið for~ eldrum hvöt til að vinna að sálarheill barna sinna af enn meiri áhuga en áður. Ekki er hægt að ræða um lexíur fyrir börn án þess að minna á það starf sem unnið er í barnadeildum hvildar'- dagsskólans. Þar er að mínu viti pnnið frábært sálnavinnandi starf sem stendur ekki að baki því besta sem ég hef kynnst erlendis. Þetta er sterkt tæki til að hafa andleg áhrif á börnin og fræða þau um veg lífsins og er nauðsynlegt að foreldrar sjái til þess að börnin njóti þeirrar uppbyggingar sem söfnuðurinn stendur fyrir með barnadeildum hvíldar- dagsskólans. Annar snar þáttur í starfi safnað- arins fyrir börnin er skólastarfið. Söfnuðurinn rekur Hlíðardalsskóla og fjóra barnaskóla. í Hlíðardalsskóla eru starfræktir 8. og 9.bekkur grunn- skóla og tvær framhaldsdeildir og eru þær starfræktar í samvinnu við Mennta- skólann í Hamrahlíð. í barnaskólunum er boðið upp á fræðslu allra deilda grunnskóla upp að 8.bekk og er því skólakerfi okkar orðið samfellt að 3.bekk menntaskóla. Það sem meiru varðar er að í skólum okkar eru helg- aðir aðventkennarar sem vísa til vegar með orði sínu og æði. Þar eru guð- ræknisstundir og bænavikur og andrúms- loftið er hjálplegt andlegu lífi. Börnin okkar mega ekki missa af því tækifæri að njóta þeirra áhrifa sem skólar okkar veita. 14

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.