Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 5
Tólf ára drengur fræóir fræÖimenn Ellen G.White Meðal Gyðinga var tólfta aldursárið markalínan á milli bernsku og æsku. Að náðum þeim aldri var hebreskur drengur nefndur sonur lögmálsins og einnig son- ur Guðs. Honum voru veitt sérstök tæki- færi til uppfræðslu í trúarefnum og honum var ætlað að taka þátt í heilögum hátíðum og trúarathöfnum. í samræmi við þessa verrju fór Jesús í páskaheim- sókn sína til Jerúsalem í lok bernsku- áranna. Eins og allir guðræknir ísra- elsmenn fóru þau JÓsef og María á hverju ári til að taka þátt í páskahátíðinni, og þegar Jesús hafði til þess aldur, tóku þau hann með sér. Árlegar hátíðir voru þrjár, páskar, hvítasunna og tjaldbúðahátíðin, en þá var öllum karlmönnum í ísrael skylt að koma fram fyrir Drottin í Jerúsalem. Af þessum hátíðum var páskahátíðin fjölsóttust. Þá komu margir frá öllum þeim löndum sem Gyðingar voru dreifðir um. Frá öllum hlutum Palestínu flykkt- ust tilbiðjendurnir að. Ferðin frá Galíleu tók nokkra daga, og ferðamenn- irnir slógu sér saman í stóra hópa til að njóta félagsskaparins og í öryggis- skyni. Konur og aldraðir karlmenn riðu uxum eða ösnum eftir hinxam bröttu og grýttu vegum. Hinir þróttmeiri með- al karlmannanna, svo og unglingarnir, fóru fótgangandi. Páskana bar upp á einhvern síðustu daga marsmánaðar eða fyrstu daga apríl, og allt landið var baðað í blómum og loftið kvað við af fuglasöng. Öll var leiðin vörðuð'mark- verðum stöðum úr sögu ísraels, og foreldrarnir sögðu börnum sínum frá þeim dásemdum sem Drottinn hafði unnið þjóð sinni á liðnum öldum. FÓlkið stytti sér stundir á leiðinni með söng og hljómlist, og þegar turnar Jerúsalem komu loks í ljós, tóku allir undir fagnaðarljóðið: "Fætur vorir standa í hliðum þínum Jerúsalem.,,. Friður sé í kringum múra þína heill í höllum þínum." Sálm.122,2-7. Páskahaldið hófst með tilkomu hinnar hebresku þjóðar. Þegar engin lausn virtist í nánd síðustu nótt ánauðar hennar í Egyptalandi, bauð Guð Gyðingum að búa sig undir tafarlausa frelsun. Hann hafði kunngjört Faraó lokadóm yfir Egyptum, og hann bauð Hebreum að hafast við innandyra, með fjölskyldur sínar. Er þeir hefðu stökkt blóði úr slátruðu lambi á dyrastafi sína skyldu þeir eta lambið steikt við eld með ósýrðu brauði og beiskum jurtum. "Og þannig skuluð þér neyta þess", sagði hann, "þér skul- uð vera gyrtir um lendar yðar, hafa skó á fótum og stafi í höndumj þér skuluð eta það í flýti; það eru páskar 5

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.