Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 3
ÞÚ getur gert líf þitt í framtíðinni gott eða illt og það mun ákveða fyrir þig hvort árið sem þu ert að hefja verður gleðilegt nýtt ár. Það er á þínu valdi að gera það gleðilegt fyrir sjálfan þig og þá sem umhverfis þig eru. Þegar við lítxam fram til ársins 1979 þurfum við að minnast bess að Guð vill gera allt nýtt í lífi okkar. "Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi." Þetta er skilyrði þess að um vöxt og framfar- ir verði að ræða hjá okkur í komandi tíð. Líf okkar getur endurnýjast, við getum eignast nýtt hjarta og nýtt hugar- far en það er á okkar valdi að ráða hvað ritað verður á óskrifaðar síður nýja ársins. "Ég seilist eftir því sem fyrir framan er" segir Páll postuli "og keppi þannig að markinu, til verðlaun- anna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm býður." Til þess að svo megi verða þarf þolgæði, festu og gagngera helgun. Postulinn leyfði ekki neinu að draga athygli hans frá markinu. "Himin- köllun Guðs fyrir Krist Jesúm" var honum dýrmætari en allt sem heimurinn gat boðið honum. Hann mat allt sem sorp í samanburði við dýrðina í Jesú Kristi. Hér var um að ræða verðlaun handa honum sjálfum. Ekki var þó um eigingjarnt mark að ræða. Páll vissi að grundvöllur þess að vera réttlættur fyrir trú - að vera meðtekinn af Guði - er sá að hafa persónulegt og lifandi samfélag við Jesúm Krist og það sam- félag verður ávallt hvati þess að vinna að hjálpræði samferðamannanna. En það verkefni tók eimitt huga hans allan. Náð Guðs sem postulinn naut í ríkum mæli var sá fjársjóður sem hann bauð samferðamönnum síntm að eignast. Þökkum Guði fyrir það að árið 1979 er enn eitt náðarár. Við megum enn njóta náðar Guðs. Lærum að meta að verðleikum þau forréttindi sem í því felast. "Eitt gjöri ég," sagði postulinn. Ekkert megnaði að draga athygli hans frá markinu. Við skulum með sama hugarfari keppa að því marki sem Guð hefur sett okkur og leita þéir þeirra hæða sem okkur er kleift að ná fyrir náð Guðs. □ S.B. GLEÐIOG FRIÐUR "En Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði (gleði) og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti Heilags anda." (Róm.15,13). Drottinn hefur ákveðið að hver sú sál sem hlýðir orði hans muni hafa gleði hans, frið hans, hinn stöðuga, varðveitandi mátt hans. Slíkir menn og koniar færast ávallt nær honum, ekki aðeins þegar þau krjúpa frammi fyrir honvim í bæn, heldur er þau takast á herðar skyldur lífsins. Hann hefur búið þeim verustað með sér þar sem lífið er hreinsað af öllum ruddaskap, ölloam ljótleika. Með þessu órofna sambandi við hann verða þeir samstarf- endur hans í lífsstarfi þeirra. Orð geta ekki lýst þeim friði og þeim fögnuði sem sá býr yfir er tekxir Guð á orðinu. Reynslurnar raska honum ekki, smámunirnir erta hann ekki. Sjálfið er krossfest. Skyldxir hans kunna að leggjast þyngra á herðar hans með hverjum degimam sem líður, freistingar hans að verða sterkari, reynslur hans strangari. En honum skrikar ekki fótur því að hann öðlast styrk samfara þörf sinni. Þeir, sem læra við fætur Jesú munu vissulega sýna lunderni Krists með hegð- un sinni og tali...Reynsla þeirra ein- kennist fremur af lotningarfullri gleði, sem er haldið í skefjum,en af uppnámi og æsingu. Kærleikur þeirra til Krists er kyrrlátt, friðsamt en þó allsráðandi afl. Ljós og kærleikur frelsara, sem býr hið innra, kemur í ljós í hverju orði og hverri athöfn. Dæmi eru þess að Andi Guðs veittist sem svar við bæn, svo að aðrir hrópuðu strax og þeir stigu inn fyrir þröskuld herbergisins: "Drottinn er hér." Enginn hafði sagt orð en hin blessuðu áhrif Guðs heilögu návistar fundust greini- lega. Sú gleði sem kemur frá Jesú Kristi var þar og í þeim skilningi hafði Drottinn verið £ herberginu eins sannarlega og hann gekk um götur Jerúsalem eða birtist lærisveinunoom í loftsalnum og sagði: "Friður sé með yður." n E.G.W. 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.