Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 10
ur verið varið utan heimalandsins finnst mér vera sannarlega hluti af heimssöfn- uðinum. Sem fjögurra og hálfs árs drengur fór ég með foreldrum mínum til Mið-Afríku. Þar lék ég mér með inn- fæddum vinum mín\im og festi þar rætur mínar, hlaut menntun, lærði að tala og eignaðist menningu þess heimshluta. Þaðan fór ég til Suður-Afríku og síðan til Indlands en þar voru forréttindi míi. þau að kynnast nýrri menningu og öðlast nýja innsýn í hlutina. Mörg ykkar sem eruð hér í dag voruð með mér í Indlandi á bernskuárum mínum og voruð skólafél- agar mínir eða leiðtogar í verki Guðs á þeim tíma. Það var einmitt þá sem ég fyrst hitti Robert Pierson og konu hans. Þau höfðu komið til Suður-Asíu þar sem fað- ir minn var forseti deildarinnar. Þau komu með inn í starfið orku og kraft ..oif huga minn (þá var ég 17 eða ára gamall). Það voru forréttindi uin að búa á heimili þeirra í nokkrar vikur. Síðan þá hefur Robert Pierson verið bæði kennari minn og fordæmi, maður sem ég dáist mikið að og virði. Síðar unnum við saman í víngarði Drottins og þar með eru talin 12 síð- ustu árin hér í Washington. Oft höfum við Pierson kropið saman í bæn. Hann hefur lagt hönd sína á öxl mér og við höfum beðið Drottinn saman um að sýna okkur leiðina og það er undursamlegt til þess að vita hversu Drottinn opnar leiðina fyrir okkur þegar við gefum honum tækifæri til þess. Ég eyddi næstum þvi 15 árum í Austurlöndum nær en það er enn eitt menningarsvæði, og ég komst að því að starf mitt þar var mjög gagnleg menntun fyrir ungan starfsmann. Ég mun ávallt vera þakklátur móður minni sem allt frá bernskudögum leiddi mig við rannsókn ritninganna og í ritum Ellen White. Hún leiddi mig til að trúa staðfastlega og treysta einlæg- lega þeim ráðum sem Guð hefur gefið þessum söfnuði fyrir sérstakan boð- bera sinn.Ellen White. Það hefur verið fögnuður og huggun að vita um leiðsögn hennar í erfiðum aðstæðum sem söfnuður- inn hefur horfst í augu við á undan- gengnum árum. Ég er mjög þakklátur fyrir starfs- hópinn hér í heimssambandinu. Ég er þakklátur fyrir leiðtoga deildanna sem ég þekki persónulega og treysti og hef mikla tiltrú á. Og á sama tíma og ég bið um ljós bið ég einnig um dýpri kærleika til Guðs og manns - fyrir Guðs fólki um alla jörðina. Það er uppskerutími og við þurfum að safna inn þeim sem enn vita ekki að þeir ættu að tilheyra fjölskyldu Guðs og búa þá undir komu Drottins. Ég geri tilkall til blessana Ashers í dag: "Slár þinar séu af járni og eir, og afl þitt réni eigi fyrr en ævina þrýtur."(5.Mós.33,25). Ég trúi því að þetta sé fyrirheit Guðs ekki aðeins til Ashers heldur til hvers og eins okkar sem leitum til hans um leiðsögn og hjálp. ÍO

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.