Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 13
helfrosin á staðnum þegar ég horfði hjálparvana á minn eigin eiginmann, fómarlamb kúlu morðingjans ,draga síð- asta andann og sá blóð hans renna um gangstéttina fyrir framan innkeyrsluna okkar. Og í þetta skipti var ég hin óhamingjusama. Fréttirnar sem komu á eftir - lyf- sali skotinn til bana - hljóta að hafa vakið sorg og hugarkvöl hjá mörgum sem á hlýddu en orðin hlupu að mér eins og hiangraðir úlfar og rifu mig í sundur, eins og eiturörvar sem nístu hjarta mitt sem var sært og kramið fyrir. Hin ólýsanlega kvöl, hin feikilegi missir, hið skelfilega áfall - allt þetta hafði þau áhrif á taugar mína eins og þær væru í flækju. Tilfinningalíf mitt já líkami minn allur féll í rúst undir þessari hræðilegu sorgarbyrði. Ég reyndi að biðja. Ég reyndi jafnvel að lesa "huggunarríkar" ritningargreinar úr Biblíunni, sem vinir mínir,sem vildu mér vel, bentu mér á. En ekkert hjálpaði. Guð forð- aðist mig, fannst mér. Ég var viss um það að ég gæti ekki staðist þetta skelfilega stríð. Það var meira en veikbyggður líkami minn gat staðist. Á þeim dögum, vikum og mánuðum sem eftir komu urðu lagakrókarnir, skjölin, pappírarnir og hinar ýmsu ráðstafanir sem gera þurfti aðeins til þess að opna að nýju sárin og auka kvölina. Sam- bland af hatri og hugarkvöl fylltu í vaxandi mæli sál mína. En smám saman náði hatrið yfirhöndinni, og mér fannst það réttlætanlegt. Ég hataði land mitt og fólk mitt. Trú mín á mannkynið í heild varð fyrir miklu áfalli og ég var jafnvel reið við Guð fyrir að leyfa að þessi skelfilega reynsla setti blett á hamingju mína. Hatur og beiskja voru alls ráðandi í huga mér svo að ég gat næstum því fundið bragðið af gallinu í munni mér. í september 1975 var ég komin aftur til Bandaríkjanna þar sem við höfðum búið í sex ár áður en við fluttum til Jamaica. Þar varð ég að standa í því að koma mér fyrir aftur og leggja brotin aftur saman. Það var ekki auð- velt að fá vinnu og vandamálið var því mun meira af því að ég hafði þriggja ára gamalt barn á mínu framfæri. Þetta leit ekki vel út. Örvæntingin óx og hatrið og beiskjan í hjarta mínu ólgaði eins og spúandi eldfjall. Bikar tára minna og umkvartana var fullur og það flaut yfir. ELDIR AF NÝJUM DEGI En það átti eftir að birta af nýjiam degi hjá mér. Sá Guð sem ég hélt að væri að forðast mig var með mér í því öllu. Vegna áhrifa erinda um sigursælt kristi- legt líf í Takoma Park kirkjunni í Maryland og fyrir íhugun og lestur Guðs orðs fyrir áhrif ýmissa kristi- legra vina sem ég hafði samfélag við fór ég að skilja betur merkingu þess að beygja sig algjörlega fyrir Guði og kærleika hans. Þegar hér var komið sögu var það huggunarríkt fyrir mig að vita að þrátt fyrir þessa dimmu dagur var til faðir sem skildi mig. Eitt angraði mig samt. Því meir sem ég bað og las því meira gerði ég mér grein fyrir þörf minni á að segja skilið við ýmsar illar hneigð- ir og skildi betur hversu ómögulegt það var að halda áfram að vaxa í kristilegu líferni á sama tíma og ég ól með mér hatur eins og ég hafði gert. Við þetta fór mér að líða illa og hugur minn lokaðist fyrir sérhverri opinberun. Ég var búin að fá minn skerf. Ég ætl- aði ekki að segja skilið við rétt minn til þess að hata. Þegar allt kom til alls hafði ég fulla ástæðu til þess að vera sár gagnvart óguðlegum mönnum, gagnvart óréttlæti þess kerfis sem hafði látið undir höfuð leggjast að taka fasta forherta glæpamenn fyrir skelfilegan verknað. Ég gat ekki skilið hvernig Guð ætlaðist til að ég gerði annað en að hata. Baráttan hið innra magnaðist sök- um þess að ég streittist á móti og rök- ræddi við Guð um hatrið sem ég bar í brjósti mér og ástæðuna fyrir því að ég vildi ala á því. Maðurinn minn hafði verið deyddur saklaus. Samfélag- ið átti að gefa mér skýringu á þessu og ætlaði ég að ala á hatrinu þar til búið var að sefa særðar tilfinningar mínar. En Guð var þolinmóður eins og hann alltaf er. Hann leiddi huga minn hægt og rólega til Golgata þar sem einkason- ur hans hafði einnig verið deiddur saklaus af óguðlegum mönnum - hans eigin sköpunarverki. Ég leiddi hugann að þessum atburðom og sá að eiginmaður minn var ekki meiri en eingetinn sonur 13

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.