Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 7
ísraels ljós, og hann notaði þau einu ráð sera hægt var að ná til þeirra með. í stærilæti sínu mimdu þeir hafa neitað að viðurkenna að þeir gætu lært eitt- hvað af öðrum. Ef Jesús hefði virst vera að reyna að kenna þeim, hefði þeim þótt sér stórlega misboðið og neitað að hlusta. En þeir töldu sér trú um að þeir væru að fræða hann, eða að minnsta kosti að prófa hann í Ritningunum. Barnsleg hæverska og yndisþokki Jesú sló á fordóma þeirra. Óafvitandi opn- uðust hugir þeirra fyrir orði Guðs og Heilagur andi talaði til hjartna þeirra. Þeir urðu að viðurkenna fyrir sjálf- iam sér að vonir þeirra iim Messías áttu ekki stoð í spádómunum; en þeir vildu ekki afneita þeim kenningum sem höfðu ýtt undir metorðagirnd þeirra. Þeir vildu ekki viðurkenna að þeir hefðu misskilið þær ritningar sem þeir töld- ust vera að kenna. Spurningarnar gengu frá einum til annars meðal þeirra. Hvernig hefur þessi unglingur öðlast þekkingu, hann sem aldrei hefur lært? Ljósið skein í myrkrinu, en "myrkrið hefur ekki tekið á móti því." JÓh.1,5. En á meðan voru JÓsef og María kvíðin og í mikilli sálarangist. Við brottförina frá Jerúsalem höfðu þau misst sjónar á Jesú og vissu ekki að hann hafði orðið eftir. Landið var þá þéttbýlt og lestirnar frá Galíleu mjög stórar. Þegar lagt var upp frá borg- inni var mikill ys og þys. Á leiðinni dreifðist athygli þeirra í samfylgd vina og kunningja, og þau gerðu sér ekki ljóst að hann var horfinn fyrr en nóttin skall á. Svo þegar áð var, söknuðu þau hjálpandi handar barnsins síns. í þeirri trú að hann væri í hópi samferðafólksins, höfðu þau verið ugglaus um hann. ÞÓtt ungur væri, höfðu þau treyst honirni skilyrðislaust, fullviss þess, að hann mundi birtast þegar hans yrði þörf og hann mundi vita fyrirfram hvað hann þyrfti að gera eins og jafnan áður. En nú vaknaði ótti þeirra. Þau leituðu hans meðal samferðafólksins, en árangurslaust. Skjálfandi minntust þau hversu Heródes hafði reynt að tortíma homrni í bernsku. Hjörtu þeirra fylltust dimmum kvíða. Þau ásökuðu sig beisklega. Þau sneru aftur til Jerúsalem og hófu leit. Daginn eftir, er þau leit- uðu meðal tilbiðjendanna í musterinu beindist athygli þeirra að kunnuglegri rödd. Þeim gat ekki skjátlast; engin önnur rödd var eins og hans, svo einlæg og alvöruþrungin, og þó svo hljómfögur. Þau fundu Jesúm í skóla rabbínanna. Þrátt fyrir gleði sína gátu þau ekki gleymt sorg sinni og kvíða. Þegar hann var aftur hjá þeim, mælti móðir hans orð, sem höfðu í sér fólgna ásökun: "Barn, hví gepðirðu okkur þetta? Sjá, faðir þinn og ég leituðum þín harmþrung- in. " "Hvers vegna voruð þið að leita að mér?" svaraði Jesús. "Vissuð þið ekki að mér ber að vera í því sem míns föður er?" Og þar sem þau virtust ekki skilja orð hans, benti hann til himins. Yfir ásjónu hans var birta sem þau undruðust. Guðdómurinn ljómaði um mannkynið. Er þau fundu hann i musterinu höfðu þau hlustað á hvað fram fór milli hans og rabbínanna, og þau undruöust spurningar hans og svör. Orð hans komu af stað keðju hugsana sem aldrei mundu gleymast. Og spurning hans geymdi lærdóm handa þeim. "Vissuð þið ekki," sagði hann, "að mér ber að vera í því sem mins föður er?" Jesús var niðursökkinn í það verk sem hann var kominn í heim- inn til að vinna. En JÓsef og María höfðu slegiö slöku við sitt. Guð hafði auðsýnt þeim mikið traust er hann fól þeim son sinn. Heilagir englar höfðu verið Jósef leiðarljós til að vernda líf Jesú. En daglangt höfðu þau misst sjónar af honum sem þau hefðu ekki átt að gleyma eitt andartak. Og þegar kviða þeirra létti, höfðu þau ekki ásak- að sjálf sig, heldur komið á hann sök- inni. Foreldrum Jesú var eðlilegt að lita á hann sem sitt eigið barn. Hann var daglega með þeim, ævi hans var á margan hátt eins og ævi annarra barna, og þau áttu ekki auðvelt með að gera sér ljóst að hann væri sonur Guðs. Yfir þeim vofði sú hætta að þau mætu ekki að verðleikum þá blessun sem þeim var gefin með nærveru frelsara heimsins. Sorg þeirra yfir aðskilnaðinum frá honum og hin milda ásökun sem fólst i oröum hans voru til þess fallin að festa þeim i minni hversu heilagt hlutverk þeim hafði verið falið. í svarinu til móður sinnar sýndi Jesús i fyrsta skipti að hann skildi samband sitt við Guð. Fyrir fæðingu hans hafði engillinn sagt við Mariu: "Hann mun verða mikill og verða kallað- 7

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.