Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 16
SÁLMABÓKIN NÝJA Alltaf er eitthvað unnið við nýju sálmabókina. Búið er að ljúka setningu á nær öllum textun\am og verið er að setja nótur. Einnig er verið að líma texta inn á nóturnar. Þetta allt er undirbúningsvinna áður en myndataka og prentun getur hafist. Þetta er allt mikið þolinmæðisverk og nákvæmnisverk og er erfitt að segja hvenær verkinu verður lokið. BÆNAVIKA Þann 26.jan.-4.feb. er áætlað að halda bænaviku á Hlíðardalsskóla. Harald Wollan, æskulýðsleiðtogi í Norður-Noregi er væntanlegur til lands- ins vegna bænavikunnar. Bænavika á skólum. okkar hefur orðið afdrifarík í lífi margra ungmenna. Til slíkrar viku geta margir rakið afturhvarfsitt. GUYANA: FIMMTÍU SAMKOMUSERÍUR LEIKMANNA LEIÐA TIL ÞESS AÐ 246 SAMEINAST SÖFN- UÐINUM. Haldnar voru 50 samkomuseríur þar sem yfir 300 safnaðarmeðlimir í Guyana tóku þátt og skírðust 246 inn í söfnuð- inn í mars 1978. Snemma í mánuðinum fóru prestarnir Gordon 0.Martinborough og Reynold Howell af stað með samkomur í nær öllum hverfum x Georgetown-borg. Prestarnir tveir höfðu sett saman ræður fyrir hvert kvöld og höfðu fræðslusamkomur fyrir safnaðar- fólk á undan og eftir samkomuseríunni fyrir almenning. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Sam- takanna í Guyana sem svo margir leik- menn tóku þátt á sama tíma. Meir en helmingur leikprédikaranna var konur sem margar hverjar voru að koma fram í fyrsta sinn í ræðustóli. Yngsti leik- prédikarinn var 13 ára sonur safnaðar- formanns. Tuttugu aðrar samkomuseríur byrjuðu 30.apríl. Hilton E.Garnett,Blaðafulltrúi Samtaka aðventista í Guyana. KENYA: SDA NEMENDUR VINNA AÐRA: Margir af meir en 300 ungum aðvent- istum í þrem háskólum í Afríku hafa snúist til aðventtrúar eftir að hafa verið leiddir af samnemendum sínum til Krists í útibúum hvíldardagsskóla og fyrir Biblíurannsókn. Harald Knott leikmannaleiðtogi Evrópu og Afríku-deildar segir eftir að hafa sótt leikmannamót í Naíróbí í Kenya s.hl. júlí (1978) að M.J.Mutinga, sem kennir við Naíróbí háskóla, hafi sagt á mótinu að lítill hópur aðvent- ista, nemenda við háskólann, hafi stofnað félag fyrir sjö árum. Mark- miðið var að uppörva hver annan með því að lesa orð Guðs saman og að leitast við að vinna aðra til Krists. Reglulegur þáttur í starfi þeirra er árlegt mót sem nemendur og útskrif- aðir sækja og ræða þá leiðir í sálna- vinnandi starfi og boðun og hvernig megi leysa ákveðin vandamál. Leikmenn styðja hópinn, margir þeirra eru fyrrverandi nemendxir og sjá nemendunum fyrir bókum, blöðum og aðventritum til að dreifa meðal samnem- enda. Edward E.White,Menntamálaritari Evrópu og Afríku-deildar. TIL ÍHUGUNAR: "Allir ættu að minnast þess að kröfur Guðs á okkur koma á undan öllum öðrum kröfum. Hann gefur okkur af gnóttum sínum og sá samningur sem hann hefxir gert við manninn er að tíunda hluta af eignum hans sé skilað aft\ir til Guðs. Drottinn felur í náð sinni fjársjóði sína ráðsmönnum sínum en um tíunda hlutann segir hann: Hann er minn. í hlutfalli við það sem Guð hefur gefið manninum af eignum sínum á maðurinn að skila Guði aftur trúverðugri tíxind af öllum eigum sínum. Þetta greinilega fyrirkomulag gerði Jesús Kristur sjálf sjálfur." BS.322

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.