Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 6
Drottins." 2.MÓS.12,11. Um miðnætti voru allir frumb\irðir Egypta deyddir. Þá sendi konungurinn ísraelsmönmm boð: "Takið yður upp og farið burt frá minni þjóð,... farið og þjónið Drottni eins og þið hafið um talað." 2.MÓs.2,31. Hebrear fóru út af Egyptalandi sem sjálfstæð þjóð. Drottinn hafði skipað svo fyrir, að páskar skyldu haldnir ár hvert. "Og þegar börn yðar segja við yður: Hvaða siður er þetta, sem þér haldið? Þá skuluð þér svara: Þetta er páskafórn Drottins sem gekk framhjá húsum ísraelsmanna í Egyptalandi þá er hann laust Egypta." Þannig skyldi sag- an um þessa undursamlegu frelsun geym- ast frá kynslóð til kynslóðar. Eftir páskana kom sjö daga hátíð hinna ósýrðu brauða. Á öðrum degi hátíðarinnar voru fyrstu ávextirnir af uppskeru ársins bornir fram fyrir Drottin. Öll viðhöfn hátíðarinnar var táknræn um starf Krists. Frelsun ísraelsmanna frá Egyptalandi var hlut- læg áminning um endurlausnina sem páskarnir áttu að geyma í minni. Hið slátraða lamb, ósýrðu brauðin, bundinið af fyrstu uppskerunni, allt voru þetta táknmyndir frelsarans. Flestum mönnum á dögum Krists var þetta hátíðahald orðið formið tómt. En hvilík var merking þess syni Guðs' Barnið Jesús virti í fyrsta skipti fyrir sér musterið. Hann sá prestana í hvítum skikkjum sínum fremja sína hátíðlegu þjónustu. Hann sá blæðandi fórnardýrið á fórnaraltarinu. Hann laut í bæn ásamt tilbiðjendunum meðan reykelsisskýið steig upp frammi fyrir Guði. Hann fylgdist með hinum áhrifa- miklu helgiathöfnum páskaþjónustunnar. Með hverjum degi sem leið urðu honum ljósari merkingar þeirra. Sérhver at- höfn virtist tengd hans eigin lífi. Nýjar hugsanir kviknuðu í huga hans. Þögull og niðursokkinn virtist hann vera að vinna að lausn mikillar ráð- gátu. Leyndardómur ætlunarverksins að ljúkast upp fyrir frelsaranum. Gagntekinn íhugun þessara atriða varð hann viðskila við foreldra sína. Hann leitaði einveru. Að páskaþjónust- unni lokinni dvaldist honum í musteris- görðunum, og þegar tilbiðjendurnir hurfu frá Jerúsalem varð hann eftir. í þessari heimsókn til Jerúsalem óskuðu foreldrar Jesú að hann færi á fund hinna miklu lærifeðra í ísrael. 6 ÞÓ að hann væri hlýðinn Guðs orði í öllum greinum, áttu athafnir og venjur rabbínanna ekki við hann. JÓsef og María vonuðu að hann fengist til að virða hina lærðu rabbína og gefa nánari gaum að boðum þeirra. En í musterinu hafði Jesús lært af Guði. Og þá lær- dóma tók hann þegar að boða. Á þessum tímum voru salarkynni í tengslum við musterið notuð sem skóli í helgum greinum að dæmi skóla spámann- anna. Þar söfnuðust háttsettir rabbín- ar saman ásamt lærisveinum sínum, og þangað kom barnið Jesús. Hann settist við fætur þessara alvarlegu, lærðu manna og hlustaði á fræðslu þeirra. Svo sem sá er leitar visku spurði hann þessa lærðu menn um spádómana og þá viðburði sem nú voru að gerast og bentu til komu Messíasar. Jesús kom fram sem ungmenni er þyrsti í fróðleik um Guð. Spurningar hans gáfu ábendingar \am djúp sannindi sem skuggi var fyrir löngu á fallinn, en voru þó lífsnauðsynleg sálunum til frelsunar. Rabbínarnir töluðu um þá dásamlegu upphafningu sem koma Messías- ar mundi boða Gyðingaþjóðinni. En Jesús benti á spádóm Jesaja og spurði þá um merkingu þeirra ritninga sem benda á þjáningar og dauða Guðs lambs. Lærifeðurnir beindu til hans spurn- ingum og þá undraði svör hans. Með barnslegu lítillæti flutti hann þeim orð Ritningarinnar og gæddi þau djúpri merkingu sem hinir vitru menn höfðu ekki fundið. Ef eftir þeim hefði verið farið, hefðu þær sannleiksgreinar sem hann benti á valdið endurbót á trú þeirra tíma. Djúpur áhugi á andlegum málum hefði vaknað, og þegar Jesús hæfi hirðisstarf sitt yrðu margir reiðubúnir að veita honum viðtöku. Rabbínarnir vissu að Jesús hafði ekki hlotið uppfræðslu í skólum þeirra, og þó tók skilningur hans á spádómunum langt fram þeirra skilningi. í þessum íhugula Galíuleudreng sáu þeir mikinn efnivið. Þeir 'vildu fá hann sem læri- svein til þess að hann gæti orðið kennari í ísrael. Þeir vildu hafa eftirlit með námi hans, því þeim fannst að svo frumlegar gáfur yrðu þeir að móta. Orð Jesú höfðu hrært hjörtu þeirra meir en þeir höfðu nokkurn tíma komist við af orðum af mannlegum vörum. Guð var að reyna að gefa þessum leiðtogum

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.