Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.01.1979, Blaðsíða 15
þorsteinn Björnsson 1887-1978 Þorsteinn var maður sem fá okkar þekktu en öll höfðum heyrt um. Hann var maðurinn sem styrkti sundlaugina á Hlíðardalsskóla. Þorsteinn var fæddur 15.maí 1887 í Þingvallasveit. Hann ólst upp við kröpp kjör meðal sjö systkina. Þegar hann var 12 ára var hann t.d. lánaður til annars bæjar til að létta á heimilinu. Meðan hann enn var ungur að árim kynntist hann boðskap Sjöunda dags aðventista af Davíð Östlund og var skírður niðurdýfingar- skírn árið 1905. 1908 fór hann til Skodsborg í Danmörku og nam sjúkraþjálf- un, við kröpp kjör þvx ekki gat hann búist við hjálp frá fátækum foreldrum sínum. Að loknu námi hugði hann til vesturfarar. Er vestixr kom fékk hann brátt 'réttindi til að starfa þar, og starfaði þar að grein sinni í 45 ár. Um tíma starfaði hann t.d. í Battle Greek undir stjórn dr. Kellogg. Hann giftist árið 1935 Louise Hafner sem flust hafði til Ameríku 1905 frá Þýskalandi. Þau bjuggu fyrst í Syracuse, New York þar sem hann hóf sinn eiginn atvinnurekstur. 1959 flutt- ust þau hjónin til Hendersonville N.C. þar sem hann og kona hans bjuggu alla tíð síðan. Þorsteinn var maður rólyndur og lét aldrei biturt orð falla í garð nokkurs manns. Hann og kona hans héldu kristið heimili þar sem meginreglur safnaðarins voru hafðar í heiðri, og starf safnaðarins var þeirra líf og sál. Eitt dæmi má nefna sem sýnir vel hvern- ig Þorsteinn lét skynsemina ráða umfram eigin tilfinningar: Eftir að faðir hans dó sendi móðir hans honum bréf þar sem hún bað hann um að koma til íslands og heimsækja sig. Þorsteinn safnaði fyrir farinu heim, en þegar hann var búinn að því hugsaði hann með sér að það væri ekki rétt að hann eyddi öllum þessum peningum í að ferðast á milli meðan móðir hans lifði í fátækt heima. Það varð úr að hann sendi móður sinni peningana og fór hvergi. Ekkert tækifæri létu þau hjón ónot- að til að styrkja starfið víðs vegar um heiminn en alltaf var þó hjarta Þorsteins á íslandi og kunnum við vel að meta það sem hann hefur gert fyrir okkar söfnuð. Hann var alla tíð mjög kirkjurækinn maður og jafnvel síðustu vikurnar sem hann lifði fór hann alltaf til kirkju þrátt fyrir að hann heyrði ekki orð af því sem fram fór og sá nánast ekkert fyrir sjóndepru. Þorsteinn var alla tíð iðjusamur maður og þrátt fyrir sjóndepru orti hann ljóð og vann úti við þar til hann lést. Einn stærsti vitnisburður um líf Þorsteins er ef til vill það sem einn af nágrönnum hans sagði við ekkju hans að honum látnum: "If any- one will make it, he will." (Ef einhver eignast eilíft líf, mun hann eignast það) Do you sometime fear for your future fate, with your faulty character you now possess? Or would you rather appear at heavens admission gate? With no worry, cheerful, no thought of fear or guess, Are you coming to enter heaven? Have you chosen your garment and grip, Ample promise, instruction, to all is given. But it is a long and hazardous trip. The road is long, narrow, curved and steep. Many desire access, but few are fully fit. Fundið við sæti Þorsteins í eldhúsi þeirra hjóna daginn sem hann dó. Louice Biörnsson og Árni Þ6r Hilmarsson BRÆÐRABANDÐ Ritstjóri og ábyrgðarm.: SIGURÐUR BJARNASON Útgefendun S.D. AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI 15

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.