Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 2
AFNÁM SYNDARINNAR -1 ÞÝÐINGARMESTA VERK OKKAR CARLYLE B. HAYNES Er ég sný mér að efninu um afnám syndarinnar hef ég ekki í huga fyrst og fremst afnám syndarinnar úr alheim- inum, heldur fremur afnám syndarinnar úr lífi þínu og reynslu - og úr mínu. Ég ætla ekki að eiga við það sem hug- lægt (abstract) viðfangsefni, heldur sem einkar persónulegt efni. Sem slíkt er það óendanlega þýð- ingarmikið - reyndar er það þér og mér þýðingarmeira en nokkuð annað viðfangsefni sem við stöndum andspænis, Með þeim orðum hef ég ekki í huga að gera lítið úr mikilvægi neinna þeirra vandamála, sem mannkynið stendur and- spænis. Mennirnir horfast í augu við erfiðar spurningar í dag, sem eru verðar gaumgæfilegrar íhugunar. Alls staðar er um bær rætt og um margar þeirra af ótta og hræðslu, sumar bein- línis í hryllingi. Það eru samt sem áður ekki fjár- hags-, félags-, hernaðar- eða alþjóða- vandamál, sem altaka huga manns í dag, sem ég ætla að biðja ykkur að skyggnast með mér inn í, hversu skemmtilegt og arösamt sem það kynni að vera. Það er dálítið meira. Það eru ekki yfirburðir bessa eða hins landhers eða flota, ekki hin tæknilega, fullkomna menning nútímans, né möguleikarnir á falli hennar, ekki þessi afarfullkomna vísindaöld, ekki lýðræöið andspænis kommúnismanum. Austrið gegn Vestrinu, hið hræðilega ástand, einna líkast og í púðurtunnu, sem heimurinn hefur komið sér í, ekki hið hugsanlega hrun menningarinnar, sem er ógnað af skelfilegum krafti atóm- og vetnissprengja, ekki NATO eða Sameinuðu þjóðirnar eða vonleysiö um heimsfrið eða það að þriðja heims- styrjöldin sé óumflýjanleg, ekki hvað hefur gerst eða mun gerast í þessum heimi eða tíma. Nei, það er dálítiö þýðingarmeira en hvert um sig eða allt þetta, nokkuð sem er hið langþýðingarmest, nokkuð sem er þýðingarmeira fyrir þig en allt annað sem þú þarft að verja tíma þínum og hugsun til. Vandamál syndarinnar og afnám hennar úr hjörtum okkar er þýðingar- meira en nokkur önnur spurning sem nú hertekur hugi manna, mikilvægara en nokkur spurning sem heimurinn eða söfnuðurinn stendur andspænis, meira en nokkuð persónulegt vandamál. Og með þessu á ég við synd í okkur, synd í kristnum mönnum. Þetta er það sem orsakar marga erfiöleika og vandamál stríðs, glæpa og fátæktar og alls þess sem fer illa í heiminum. Þetta er einnig það sem spillir friði hugans, hindrar andlegan vöxt okkar, ónýtir athafnir okkar, fær okkur til að skrika og riða í kristinni reynslu okkar, skapar ósamhljóðan og illar tilfinningar á milli kristinna manna, kemur af stað öllu því sem er hörmu- legt og rangt í safnaðarstarfi, held- ur kristnum mönnum í fjandskap gagn- vart hver öðrum og kollvarpar þeirri ætlan Guðs að ljúka sigri hrósandi og skjótt við starf sitt. Slá aðeins taktinn? Það er rangt ástand í söfnuðinum, ásigkomulag, sem okkur finnst hörmu- legt, framgangurinn hægir á sér, hjól- in snúast þunglamalega, miklu færri sálir unnar til sannleikans en vera ætti, veiklun og hrörnun andlegs lífs. Margir söfnuðir gera lítið meira en að slá taktinn. Við ervun ekki að starfi, ekki á leið fram á við eins og ástæða er til að ætla, að Guð vilji að við séum. Hví er það að Guð flytur ekki hinn mikla lokaboðskap sinn beint fram fyrir hugskotssjónir manna hvarvetna? Hann gæti það. Hví gerir hann það ekki? Sannarlega virðist tími kominn til að gera það. Allt sem á sér stað í heiminum í dag fullvissar okkur um að þetta er sá tími er við getum vænst þess að slíkt 2

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.