Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 11
ingu áður en dagurinn er á enda. Þetta kann að krefjast þess að sár verða dregin fram í dagsljósið og opinskáar xomræður um þau fari fram. En ef slíkt er gert með réttu hugarfari, með fúsleika til þess að fara meira en hálfa leið til þess að ná sættum getur það dregið út eitrið áður en það breið- ir úr sér. Stundum er það allt sem þarf að annar aðilinn láti í ljós hryggð sína og þá leiðir það til þess að hinn gerir slíkt hið saman. Sennilega er engri reglu erfiðara að fylgja en þessari. Stundum mun það koma fyrir að sem hver fruma í líkama persónunnar standi gegn því að skref verði tekið til friðar en á því byggist sáttargjörðin. En ef sigurinn fæst (og sljákkar í hrokanum) er enginn sigur sælli. "EF TIL VILL HEFUR ÞÚ Á RÉTTU AÐ STANDA" 4. Vertu fús til að segja: "sennilega hefur þú á réttu að standa." Þetta boðorð er líkt númer þrjú. Við getxam öll litið til baka í lífinu og minnst stunda þegar álit okkar og ákvarðanir voru svo réttar en reyndust síðan vera alrangar. LÍfið er ákaflega auðmýkjandi þegar við látum hugann dvelja við mistök og galla. Að- eins Guð einn þekkir endalokin frá upp- hafi. Aðeins hann getur greint visku frá heimsku. Það getur stundum verið erfiðara að lifa með fólki sem alltaf virðist vita að það hafi á réttu að standa en með ofdrykkjusjúklingum eða ólæknandi fjárhættuspilurum. (Boðorð 3 og 4 krefjast þess að eigin vilji sé agaður. Það er furðu- legt til þess að vita hversu margt fólk sem að öðru leyti er helgað, ekki aðeins skortir þessa dyggð heldur jafnvel veit ekki að það skorti hana. Það virðist álita að auðmýkt feli það eitt í sér að gorta ekki yfir framkvæmdum sínum. JÚ það felur meira í sérí Ánægja með eigin álit og yfirburðatraust á túlkun sinni á ritningunum er algengur löstur hinna hreinlífu) . 5. Tiáið lof ykkar_á einhver jun? hæfileika sem maki ykkar hefur til að beraeða á einhverju góðu sem hann eða hún hefur gert nýlega. Gerið það oftar en einu sinniáári.' Allir menn eru að einhverju leyti óöruggir með sig og allir þurfa fullvissu um það að þeir séu elskaðir og virtir. Það dregur fram það besta í hverjum manni að heyra að hann sé metinn að verðleikum. Það stuðlar að vinsamlegri afstöðu að láta í ljós þakkir hvert til annars. 6. Hvor aðili um sig þarf á því að halda að komast upp úr farvegi dag- legra vanaverka. Eiginmaðurinn kann að þurfa hljóða næðisstund eftir langan dag á skrifstofunni eða í verksmiðunni - að vera laus frá hávaðasömum börnum og frá eiginkonu sem þarf að létta af sér byrðum dagsins. En eiginkonan kann að þurfa á svipaðri hvíld frá börnum og eldhúsverkum. Stutt stund í einrúmi eða tilbreyting frá erfiðleikiam og stríði dagsins er gott fyrir þau bæði. Hvor aðili um sig ætti að gera sitt besta til þess að tryggja það að hinn aðilinn njóti þessara forréttinda örðu hvoru. Ef báðir aðilar vinna utan heimil- isins er það auðvitað sjálfsögð kurteisi og heilbrigð skynsemi að báðir aðilar hjálpist að við heimilisverkin þegar komið er heim að starfsdegi loknimi. Það hefi ekki þurft starf kvenréttindahreyf- ingar til þess að kenna okkur það. 7. Hvor aðili um sig þarfnast olnbogarýmis til að njóta þess frelsis sem eðlilegur hjúskapur krefst. Rétturinn til þess að eyða ein- hverju af peningum án þess að þurfa að gera grein fyrir því og rétturinn til þess að verja nokkrum tíma til að fara í búðir, heimsækja,leika sér eða taka þátt í hverjum öðrum löglegum athöfnum algjörlega á eigin spýtur er nauð- synlegur vegna löngunarinnar í sjálf- stæði sem aldrei að fullu hverfur frá einstaklingnum. (Það er líka gagnlegt að vita að manni sé treyst). Yfirleitt má segja að hjón þurfa að gera hluti saman fremur en að ala með sér ólíkar hugsanir og búa í ólíkum heimum sem draga þau í sundur. En ef hjón eru neydd til þess að gera hlutina alltaf saman og hvorugt þeirra vogar sér að gera neitt eða fara neitt nema hitt sé með í spilinu er óeðlilegur þáttur kominn inn í hjónabandið sem óhjákvæmilega rífur það niður. Ef hjón eru svo samtvinnuð að þau þola aldrei að vera fjarvistum leiðir það til þvingunar. Hin sigilda regla á hér við - of mikiö má af öllu gera. 8. .Gerið eitthvað það saman sem þið bæði hafið gaman a_f. Oft. Þar sem hjónin verða að bera vonbrigði og voða 11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.