Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 5
"Sjá, ég er með þér og skal vaka yfir þér og varðveita þig." Það eru fleiri en Jakob sem ganga einmana, þreyttir og hryggir um þessa jörð. Myrkrið virðist ætla að gleypa þá. Það ógnar þeim frá öllum hliðum. Hefur það ekki einmitt verið þann- ig með þig - og mig? Hefur hugur okkar ekki verið í því ástandi,að við, af einlægni gætum sagt með skáldinu: Ég finn með hryggð hve ævistríðið allt er eigingjarnt og fátæklegt og kalt, ó, faðir, gleym hve skammsýnt barn þitt brást, og brjóst mitt fyll þú djúpri hreinni ást. og þegar nístir andann efinn sár, svo allt finnst tilgangslaust, jafnt bros og tár, þá er mín heitust hjartans bænin sú, heilagi faðir, auk mér, auk mér trú. Getur nokkur mannssál, orðið svo einmana í þessum stóra,mannmarga heimi, svo einmana og hrygg, og efasöm, að jafnvel brosið, þessi hlýi geisli mannlífsins, jafnvel það, virðist einskis vert? Svo mun geta farið og því miður,kemur það of oft fyrir. Æsku- gleðin vill þverra áður en varir, lífið virðist án alls verðleika og tilgangs. Engin fótfesta, engin fegurð, enginn kærleikur, engin gleði. Og í hjartanu er aðeins einn einasti tónn sem hljómar: Andvarp sárhryggrar sálar. En huggunin berst mild eins og blær á blóm: Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér, blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Heilbrigði eykur hamingju hvers manns,gerir lífið létt og bjart. Við göngum til starfs á heimilum okkar og fyrir utan þau. En einn daginn er þrekið horfið, veikindin hafa tekið sér bólfestu í líkama okkar. Þrautir ógna, engin leið virðist opin, fram- tíðin í eyði lögð, hamingjan í rúst, engin von. En einnig hér koma huggun- arorð: Löng þá sjúkdóms leiðin verður, lífið hvergi vægir þér. Þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er. Honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Við göngum út í önn dagsins, út í hversdagslífið, örugg og glöð full- viss um að ganga okkar á vegi hins rétta, sé í alla staði örugg, fullviss um að engin víxlspor verði stigin, skrefin liggi ákveöin í rétta átt. En, ó, áður en við vitum af, höfum við runnið til skrikað og fallið í urð freistinga. Klæðin eru orðin óhrein og það blæðir úr sárunum sem við hlutum. Vinirnir ganga úr vegi því hver kærir sig um samfylgd þess sem illa er til reika? Hver mun nú heyra hjartans ópið sem máske kemur ekki út yfir varirnar? JÚ, jafnvel hljóðu andvarpi er svarað: Þegar freisting mögnuð mætir mælir flátt í eyra þér, hrösun svo þig hendir bróðir háðung að þér sækja fer. Vinir flýja, æðrast ekki, einn er sá er tildrög sér Drottinn' skilur, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Sérhvert skref ævinnar, allt frá vöggu, færir okkur nær hinum dökka beði, gröfinni. Árin, mánuðirnir, vikurnar, dag- arnir, stundirnar, renna með sínum jafna hraða fram uns stundin, þegar ævisólin er að hníga til viðar, rennur upp. En enginn þarf að mæta þeirri stund með eftirsjá eða ótta því að eftir hvert kvöld, rennur upp nýr morg- unn, nýr dagur. Þegar ævisólin er sest kemur næturhvíldin, hin rólega hvíld eftir erfiðan dag. Hvíld, sem eftir loforði Guðs, verður ekki rofin fyrr en morgunn upprisunnar rennur upp bjartur og fagur Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi. Hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig einnig ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.