Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 4
Drottinn vokir Dagurinn er liðinn að kveldi. Senn mun birtan þverra og myrkrið breiðast óhindrað yfir landið. Langt frá öllum mannabústöðum er ungur maður á ferð. Hann er áhyggjufullur á svip. Þreyttur og hryggur. Hann er einn - aleinn, óraleið frá heimili sínu og ástvinum. Nóttin er fljót í ferðum, myrkrið skellur á en hans bíður ekki heimili eða hlýr hvílustaður. Hann svipast um, það er ekki mögu- legt að halda lengur áfram en hvar getur hann fundið stað þar sem hann getur fengið hvíld? Veðrið er milt og hann er hraustur. Þarna er stærðar grjóthrúga. í skjóli hennar hyggst hann sofa. Hann tekur einn steininn, leggur hann á jörðina og leggur höfuð sitt síðan á þennan harða kodda. Auðnin er allt irni kring en uppi yfir homam hvelfist himinninn sem í dag var svo blár og bjartur. Nú er hann hulinn dökkum vængjum næturinnar. Hugur hans reikar heim og varnar honum svefns. Hann hugsar um móður sína sem hann elskar og ber svo mikla umhyggju fyrir honum. Hann hugsar um föður sinn aldurhniginn sem hann einnig ann og bróður sinn. Við þá hafði hann ekki komið fram eins og honum bar. Skyldi hann nokkurn tíma fá að sjá þau framar? Skyldi bróðir hans nokkurn tíma geta fyrirgefið honum? Ásakanirnar gefa honum engin qriö'. Hann er svo sárhryggur í huga, einmana á leið frá heimili sínu og ástvinum til ókunnugs lands. Hvað myndi bíða hans þar? Loks miskunnar svefninn sig yfir hann, þennan óhamingjusama og einmana mann. En hvað er þetta? Allt í einu verður svo undur bjart í kringum hann. 4 Og þarna rétt hjá honum er stigi sem virðist svo hár að hann muni ná alla leið upp til himins sem nú er bjartur og fagur. Upp og niður þennan háa skínandi stiga ganga englar Guðs. En yfir honum stendur Drottinn sjálfur og talar við hann: "Sjáðu, ég er Drottinn. Ég er Guð Abrahams og ísaks föður þíns. Landið sem þú hvílist nú á mun ég gefa þér og niðjum þínum. Og niðjar þínir skulu verða sem duft jarðar...og af þér munu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.. Og sjá, ég er með þér og varðveiti þig hvert sem þú ferð." Jakob, sonur ísaks og Rebekku, opnar augun. Hann er glaðvaknaður. Myrkrið er horfið en samt finnst honum að áður hafi verið enn bjartara. Hve honum leið eitthvað öðruvísi en í gærkveldi þegar hann lagðist til svefns. Einmanaleikinn horfinn. Hvað hafði gerst? Hafði hann dreymt? Eða var það meira en draumur? Hann fór að rifja upp "draum" sinn. Drottinn sjálfur hafði komið til hans, til hans sem hafði gert bróður sínum órétt og bakað föður sínum sorg. Til hans sem var svo harmþrunginn og einmana. Orðin: "Og sjá ég er með þér hvert sem þú ferð" óma í sál hans eins og fegursti söngur. Hann sprettur á fætur, tekur steininn sem verið hafði "svæfillinn" hans, reisir hann upp sem merki og seg- ir: "Sannarlega er Drottinn á þessum stað og ég vissi það ekki. NÚ vil ég gjöra Drottni heit." Og hann gerði Drottni heit: ef hann varðveitti hann á ferð hans og veitti honum daglegt brauð skyldi hann þjóna Drottni alla ævi. Og Jakob hélt göngunni áfram, öruggur og vonglaður. Því loforð Drottins hljómaði í huga hans og hjarta:

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.