Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 14
yöur og yfir börnum yðar." Frá því sjónarsviði sem við honum blasti leit hann fram til þess tíma er Jerúsalem yrði lögð í rúst. í þeim hræðilegu hörmungum mundu margar þeirra sem nú grétu hans vegna farast ásamt börnum sínum. Frá falli Jerúsalem beindi Jesús hugsunum sínum til víðtækari dóms-i stundar. í eyðingu hinnar iðrunar- lausu borgar sá hann tákn um hina endanlegu eyðileggingu sem yfir heim- inn mundi koma. Hann sagði: "Þá munu menn taka að segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss' og við hálsana: Hyljið oss.' Því að ef menn gjöra þetta við hið græna tréð, hvernig mun þá fara fyrir hinu visna?" Með græna trénu átti Jesús við sjálfan sig, hinn saklausa lausnara. Guð lét reiði sína á syndinni bitna á elskuðum syni sínum. Jesús skyldi verða krossfestur fyrir syndir mannanna. Hvílíkar hörmungar mundu þá dynja yfir þá syndara sem ekki létu af syndum sínum? Allir hinir iðrunarlausu og vantrúuðu mundu kynnast sorg og eymd meiri en orð fá lýst. Meðal mannfjöldans sem fylgdi frelsaranum til Golgata voru margir sem hyllt höfðu hann með fagnandi hósanna- hrópum og blaktandi pálmagreinum þegar hann reið sigrandi inn í Jerúsalem. En ófáir þeirra sem þá höfðu lofsungið hann af því að þá þótti lofsvert að gjöra það, voru nú einna háværastir þeirra sem hrópuðu: "Krossfestu hann.' krossfestu hann^" Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem höfðu vonir lærisvein- anna hafist upp úr öllu valdi. Þeir höfðu þrengt sér sem fastast að meist- ara sínum og fundist enginn heiður meiri en að vera honum tengdir. NÚ í niðurlægingu hans héldu þeir sig álengdar. Þeir voru harmi slegnir og beygðir af brostnum vonum. Hversu bók- staflega sönnuðust nú orð Jesú: "Þér munuð allir hneykslast á mér á þessari nóttu því að ritað er: Ég mun slá hirð- inn og sauðir hjarðarinnar mun tvístr- ast." Matt.26,31. Á aftökustaðniam voru bandingjarnir reyrðir fastir við píningartólið. Ræn- ingjarnir tveir brutust um í höndum þeirra sem lögðu þá á krossinn en Jesús veitti ekkert viðnám. Studd af hinum elskaða lærisveini, JÓhannesi, hafði móðir Jesú fylgt syni síniam eftir til Golgata. HÚn hafði séð hann örmagnast 14 undir þunga krossins og hún hafði þráð að leggja huggandi hönd undir sært höf- uð hans og að baða enni hans, sem áður fyrr hafði hvílt við brjóst hennar. En þeim dapurlega rétti var hún nú svipt. Ásamt lærisveinunum ól hún enn þá von í brjósti að Jesús mundi sýna mátt sinn og ganga óvinum sínum úr greipum. En svo þyrmdi yfir hana aftur, þegar hún minntist orða hans, þá er hann sagði greinilega fyrir um þau atvik sem nú voru að koma fram. Hrelldu hjarta sá hún ræningjana bundna á krossana. Mundi hann, sem gefið hafði dauðum líf, láta krossfesta sig? Mundi sonur Guðs láta svipta sig lífi á svo grimmdarleg- an hátt? Yrði hún að gefa upp alla von um að Jesús væri Messías? Yrði hún að horfa upp á smán hans og sorg án þess svo mikið sem að geta hughreyst hann í þjáningunni? Hún sá hendur hans teygðar á krossinn. Komið var með hamar og nagla og þegar þeir voru reknir gegnum viðkvasmt holdið nístu hamarshöggin læri- sveinana inn að hjartarótum og þeir báru móður Jesú meðvitundarlausa burt af þessu hroðalega leiksviði. Af vörum frelsarans barst hvorki kvörtun né ásökun. Ásjóna hans var stillileg og heið, en stórir svitadrop- ar hnöppuðust á enni hans. Engin líknarhönd var framrétt að þurrka dauðadöggina af andliti hans, og enginn nálægur er mælti meðaumkunarorð eða gæfi til kynna óbugaða trú, mannlegu hjarta hans til styrktar. Meðan her- mennirnir voru að sinni hrottalegu iðju bað Jesús fyrir óvinxim sínum: "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Hugur hans hvarf frá hans eigin þjáningu að synd ofcækjenda hans og þeirri skelfilegu hefnd sem yfir þá mundi koma. Engin bölvun var kölluð yfir þá sem misþyrmdu honum svo vægðarlaust. Engin hefnd var kölluð yfir prestana og höfðingjana sem hlökk- uðu yfir fullkomnun áforma sinna. Kristur aumkaði þá í fáfræði þeirra og sekt. Hann bar aðeins fram bæn um fyrirgefningu þeim til handa - "því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Ef þeir hefðu vitað að þeir voru að leggja píslir á hann sem kominn var til að frelsa syndugt mannkyn frá ei- lífri glötun, þá hefði gripið þá sjálfsásökun og skelfing. En fáviska þeirra var þeim engin afsökun því að þeir áttu öðrum fremur kost á að þekkja

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.