Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 7
MEÐGUÐI D. BAASCH A ÖLD SIÐFERÐISMYRKURS SEM VAR SVARTARA EN ÞAÐ ER I DAG UPP- GÖTVAÐI MAÐUR EINN LEYNDARDÓM RÉTTLÆTISINS. Hann lifói á tímabili begar lífið var auðveldara og umhverfið fábrotnara. Það var ekki svo margt sem seiddi hug- ann, sem kallaði á athyglina - engin litskrúðug timarit, ekkert hljóðvarp eða sjónvarp til að hella heimslegu efni yfir hlustandann. Er þessi mynd af tíma Enoks sönn? Eða leggur hún of mikla áherslu á "fábreytni" lífsins í fortíðinni? Ellen White svarar: "Það hefur aldrei verið sá tími og mun aldrei verða er siðferðismyrkrið verður jafn svart og á dögum Enoks er hann lifði flekklausu lífi réttlætisins." The S.D.A.Bible Commentary l.bindi bls. 1088. Ef það samfélag sem Enok lifði í fyrir meira en 4000 árum var myrkara siðferðislega en okkar öld ættum við að líta náið á líf hans til þess að læra það hvernig lifa má á tímabili sem var á lægra siðferðisstigi en okkar öld en gat samt verið nógu réttlátur fyrir himininn. Við rannsökum oft ekki ævisögu Enoks sem Móse skrifaði því hún er svo Harold D.Baasch starfar við Columbía Union College. Grein úr Review 28.desember 1978 stutt. En sú setning sem er athyglis- verðust er þessi: "Enok gekk með Guði" (1.Mós.5,22.24). Enok gekk með Guði. Orðið með opinberar traust Enoks á Guði. Hann hljóp ekki á undan Guði til þess að reyna að vera með forspár um áform Guðs fyrir hann. Ekki gekk hann held- ur á eftir til þess að draga í efa leiðsögn Guðs. Hann var við hlið Guðs, næmur fyrir leiðsögn hans, fús til þess að breyta til eftir því sem Guð gaf til kynna. Enok gekk með Guði. Orðið gekk lýsir því hvernig sambandið milli Guðs og Enoks var - samband sem var þess virði að breytt væri eftir því. Af hverju göngum við með einhverj- um? í fyrsta lagi af því að við erum að fara í sömu átt. Þannig var það með Enok. Enok og Guð voru á leið til himins. Önnur ástæða fyrir því að við göngum með einhverjum er að hann er vinur. Ef við erum á gangi og sjáum vin þá annað hvort bíðum við eftir hon- um,förum yfir götuna og sláumst í för með honum eða hlaupum yfir götuna til þess að ná honum svo við getum gengið saman. Þegar við göngum saman tölum við um vonir okkar, starf okkar, drauma, vandamál,velgengni,mistök eða eitthvað sem kemur okkur í huga af því að við erum vinir. Þannig var það með Enok. Enok tal- aði við hann xm vandamál sín, vinnu, vonir, drauma, árangur, mistök eða hvað eina af því að þeir voru vinir. Þriðja ástæðan fyrir því að við göngum með einhverjum er að við elskum hann. Hafið þið einhvern tímann tekið eftir því hvernig tvær ungar manneskjur sem eru ástfangnar ganga saman? í skóla, úr skóla, x kirkju, úr kirkju. Oft er áformum breytt og aftur breytt og enn aftur breytt til þess að hinar ungu persónur geti verið saman. Eru orðin þægilegt eða óþægilegt tekin til íhuganar? Naumast,það er ef persónurn- ar tvær eru sannarlega ástfangnar. Það er ekkert jafn þýðingarmikið og sú gleði að eiga stundir með þeim sem maður elskar. Þannig var það með Enok og Guð það var alltaf tími fyrir Guð á hverjum degi af þvi að Enok elskaði Guð. □ 7

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.