Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 10
NÍU HJÓNABANDSBODORD EKKI ER TIL NEIN EIN LEIÐ TIL SÆLU I HJÓNABANDI R. M. CRISTENSON Hjónabönd kristinna manna eru víða að leysast upp. Er eitthvað sem hægt er að gera - eitthvað markvisst - tii þess að breyta þeirri þróun? Ég er hér með níu boðorð sem gætu að mínu áliti orðið til þess að bæta mörg hjónabönd sem eru að fara í hund- ana og líka bætt góð hjónabönd. 1. Bæði hjónin eigi þátt í því að taka þýðingarmiklar fjölskylduákvarðan- ir. Eiginmaðurinn kann að vera höfuð heimilisins en ef hann elskar eiginkonu sína sem sitt eigið hold mun hann gefa henni jafnan rétt til þess að taka ákvarðanir í þeim málum sem snerta hana. Á líkan hátt má segja um konuna að ef hún hefur ráðandi persónuleika ætti hún að hamla á móti því að sýna ráðríki. Enginn vill vera fórnarlamb harðstjórn- ar. Harðstjórn á heimilinu er enn sársaukafyllri en harðstjórn í landinu. Og minnumst þess að jafnvel góðviljaðir einræðisherrar eru samt einræðisherrar. 2. Hjónin þurfa öðru hvoru að ihuga ástand hjónabands síns. Hvert stefna þau í hjúskap sínum og hvað er hægt að gera til þess að bæta hjóna- bandið? Það er skynsamlegt að byrja með því að rifja upp styrkleika hjónabands- ins. Séu þessir þættir rifjaðir upp minna þeir hjónin á það sem vel hefur tekist og hversu mikið þau geta verið þakklát fyrir hjónabandið. Hvor aðilinn um sig ætti að spyrja hinn: "Geri ég eitthvað þó að lítil- fjörlegt sé sem þér er ógeðfellt?" Eða: "Hvað get ég gert sem ég geri ekki núna sem yrði til þess að bæta tilfinn- ingar þínar gagnvart mér og leiða til Dr. R.M.Christenson er prófessor í stjórnmálafræðum við Miami háskólann i Oxford í Ohio. Grein úr Review 28.desember 1978 ÍO þess að þú værir ánægðari með hjónaband okkar?" Ef það er eitthvað sem hefur þýð- ingu ætti að athuga það og leiðrétta það. Ef til vill er það eitthvað sem við viljum ekki kunngera en hefur samt verið stöðug orsök til leiðinda árum saman. Það er betra að segja það blíð- lega, en samt skýrt, heldur en að láta það verða að alvarlegu vandamáli. Smámunir geta orðið afar ertandi. Það kann að vera að ekkert sé rangt við hlutinn en hann hefur samt sín áhrif engu að síður. Það skiptir ekki máli þó að viðbrögðin við hlutnum séu óskyn- samleg, ef eitthvað ertir þá ertir það.' Tilfinningar okkar falla ekki ávallt í farveg rökhyggju og það er ekki hægt að færa rök fyrir því að gefa þær upp á bátinn.(Stundum líður okkur betur fyrir það eitt að fá útrás fyrir þær). Fátt bætir meira hjónabandið en fúsleiki til þess að segja skilið við það sem nagar rætur og grundvöll far- sældar hjónabandsins. Auðvitað getur persónan ávallt staðið á"rétti"sinum og ásakað hinn aðilann um að láta smá- muni koma sér úr jafnvægi en því aðeins að hann hafi meiri áhuga á lítilfjör- legum "rétti" en jafnræði í hjónaband- inu. 3. Vera fús til að segja:"mér þykir fyrir þiví að hafa sagt þetta", "mér þykir fyrir því að ég gerði þetta." Jafnvel bestu makar eiga það til stöku sinnum að segja eða gera það sem betur væri ósagt eða ógert. Að segja "fyrir- gefðu" er oft erfitt - feikilega erfitt. En þau hjónabönd þar sem aðilarnir geta látið af hroka sínum, tekið í sig kjark og talað þessi töfraorð eru þau hjónabönd sem vísust eru til þess að halda velli. Sættir ættu alltaf að takast áður en dagurinn er á enda. Hvernig geta kristnir menn farið með kvöldbænirnar sínar ef þeir ala á særindum í brjósti sér gegn maka sínum eða ef deiluefni er ekki útkljáð? Þá föstu reglu ætti að setja að öll sár verða að hljóta lækn-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.