Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 16
aði hann honum. Hann vildi ekki taka við neinu sem gerði hugsun hans óskýra. Trú hans yrði að vera staðföst á Guði. Það var hans eini styrkur. Yrði hugsun hans óskýr, væri það ávinningur fyrir Satan. Óvinir Jesú svöluðu reiði sinni á honum þar sem hann hékk á krossinum. Prestar, höfðingjar og skriftlærðir gáfu múgnum ekkert eftir í háðglósum til hins deyjandi frelsara. Við skírn- ina og ummyndunina hafði hljómað rödd Guðs, er lýsti Jesúm son hans. Og enn hafði faðirinn talað, rétt áður en hann var framseldur, og vottað guðdóm hans. En nú var röddin af himnum þögul. Eng- inn vitnisburður heyrðist í þágu Krists. Einn þoldi hann háð og lastmælgi vondra manna. "Ef þú ert sonur Guðs," sögðu þeir, "þá stíg niður af krossiniam." "Bjargi hann nú sjálfum sér ef hann er hinn smurði Guðs, hinn útvaldi." í óbyggð- inni hafði freistarinn sagt: "Ef þú ert Guðs sonur, þá bjóð þú að steinar þess- ir verði að brauðum." "Ef þú ert Guðs sonur, þá kasta þér niður" af þakbrún musterisins. Matt.4,3.6. Og Satan var þarna við krossinn ásamt englum sínum í mannlegri mynd. Erkióvinurinn var þar með liðstyrk sinn prestunum og höfðingjunum til fulltingis. Kennarar lýðsins höfðu æst upp heimskan skrílinn til að fella dóm yfir honum sem margir þeirra höfðu aldrei séð fyrr en þeim var sagt að vitna gegn honum. Prestar, höfðingjar, farísear og forhertur skríllinn höfðu sameinast gegn honum í djöfullegum ofsa. Trúarleiðtogar tóku höndum saman við Satan og engla hans. Þeir voru verkfæri hans. í þjáningu sinni, og að dauða kom- inn, heyrði Jesús hvert orð, þegar prestarnir sögðu: "Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann eigi bjargað.' Hann er konungur ísraels.' Stígi hann nú niður af krossinum og vér skulum trúa á hann." Kristur hefði getað stigið niður af krossinum. En sakir þess að hann vildi ekki bjarga sjálfum sér hefur syndarinn von oom fyrirgefn- ingu og hylli hjá Guði. í háðglósum sínum oom frelsarann voru mennirnir sem töldu sig vera túlk- endur spádómanna að endurtaka sömu orð- in sem Andinn hafði sagt fyrir að þeir mundu viðhafa á þessari stundu. En í blindni sinni sáu þeir ekki að þeir voru að uppfylla spádóminn. Þeir sem háðslega mæltu þessi orð: "Hann treysti Guði. Hann frelsi hann nú ef hann hef- ur mætur á honum því að hann sagði: Ég er sonur Guðs," hugieiddu síst að vitnisburður þeirra mundi hljóma um allar aldir. En þó að orðin væru sögð til háðungar urðu þau til þess að menn rannsökuðu ritningarnar nákvæmar en nokkru sinni fyrr. Vitrir menn heyrðu, leituðu, hugleiddu og báðust fyrir. Sumir þeirra unnu sér ekki hvíldar fyrr en þeir með samanburði ritninganna hverrar við aðra skildu merkinguna í boðskap Krists. Aldrei fyrr var þekk- ingin á Jesú jafn almenn og þegar hann hékk á krossinum. í hjörtu margra sem voru sjónarvottar að krossfestingunni skein ljós sannleikans. Einn huggunargeisli barst til Jesú í kvölunum á krossinum. Það var bæn hins iðrandi ræningja. Báðir menn- irnir sem með Jesú voru krossfestir höfðu í fyrstu spottað hann, og annar þeirra varð í þjáningu sinni enn ill- kvittnari og ofstopatyllri. En öðru máli gegndi um félaga hans. Þessi maður var ekki forhertur afbrotamaður. Hann hafði látið afvegaleiðast af félagsskap vondra manna, en hans sök var minni en margra þeirra sem stóðu í námunda við krossinn og atyrtu frels- arann. Hann hafði séð Jesúm og heyrt til hans, og hann hafði látið sannfær- ast af kenningu hans, en hann hafði látið prestana og höfðingjana snúa sér frá Jesú. Hann reyndi að kæfa sannfær- ingu sína og við það hafði hann sokkið æ dýpra í syndina uns hann var hand- tekinn og leiddur fyrir rétt sem glæpa- maður og dæmdur til að deyja á krossi. í dómhöllinni og á leiðinni til Golgata hafði hann verið samferða Jesú. Hann hafði heyrt PÍlatus segja: "Ég finn enga sök hjá honum." JÓh.19,4. Hann hafði hrifist af guðdómlegri reisn hans og aumkandi fyrirgefningu i garð kvalara hans. Á krossinum sér hann hina mörgu og miklu trúmálafrömuði hreyta út úr sér lastmælum og háðsyrðum til Drottins Jesú. Hann sér þá skaka höfuð sín. Hann heyrir félaga sinn í sökinni taka undir illmælgina: "Ert þú ekki hinn smurði? Bjargaðu sjálfum þér og okkur." Meðal vegfarenda heyrir hann marga verja Jesúm. Hann heyrir þá endurtaka orð hans og segja frá verkum hans. framhald í næsta blaói

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.