Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 15
Jesúm og veita honum viðtöku sem frels- ara. Sumir þeirra sáu synd sína síðar og endurfæddust. Sumir þeirra mundu með forherðingu sinni koma x veg fyrir að bæn Krists þeirra vegna yrði svarað. En engu að síður var áform Guðs að kom- ast í framkvæmd. Jesús var að vinna sér inn réttinn til að verða málsvari manna í návist föðurins. Þessi bæn Krists fyrir óvinum hans tók til alls heimsins. Hún varðaði alla syndara sem uppi höfðu verið eða fram mundu koma, allt frá upphafi ver- aldar til endaloka tímans. Á öllum hvílir sektin fyrir krossfestingu sonar Guðs. Öllum er boðin ókeypis fyrir- gefning. Hver sem það vill, getur öðlast frið við Guð og erft eilíft líf. Jafnskjótt og Jesús hafði verið negldur á tréð lyftu því sterkir menn og stungu með miklu afli niður í grópið sem gert hafði verið fyrir það. Þetta var syni Guðs óbærilega kvalafullt. Þá útbjó PÍlatus yfirskrift á hebresku, grísku og latínu og festi hana á kross- inn fyrir ofan höfuð Jesú. Þar var skráð: "Jesús frá Nazaret konungur Gyð- inga." Þessi yfirskrift vakti gremju Gyðinganna. í garði PÍlatusar höfðu þeir hrópað: "Krossfestu hann.'" "Vér höfum engan konung nema keisarann.'" jóh.19,15. Þeir höfðu lýst yfir því að hver sá sem viðurkenndi nokkurn annan konung væri landráðamaður. Yfirskrift PÍlatusar var í fullu samraani við full- yrðingar þeirra. Ekkert afbrot var nefnt annað en það að Jesús væri kon- ungur Gyðinga. Yfirskriftin var raun- veruleg viðurkenning á samþykki Gyðinga á stjórn RÓmverja. HÚn lýsti því að hver sem kynni að telja sig vera konung yfir ísrael skyldi af þeim talinn dauðasekur. Prestarnir höfðu gengið lengra en þeir ætluðu. Þegar þeir voru að brugga Kristi banaráð, hafði Kaífas talið heppilegt að einn maður dæi til að bjarga þjóðinni. NÚ var flett ofan af hræsni þeirra. Til þess að fyrir- koma Kristi höfðu þeir verið fúsir að fórna jafnvel tilveru þjóðar sinnar. Prestarnir sáu hvað þeir höfðu gjört og báðu PÍlatus að breyta yfir- skriftinni. Þeir sögðu: "Skrifa þú ekki konungur Gyðinga, heldur að hann hafi sagt, ég er konungur Gyðinga." En Pílatus var reiður sjálfum sér fyrir ístöðuleysi sitt og hann fyrirleit innilega hina afbrýðissömu og ísmeygi- legu presta og höfðingja. Hann svaraði kuldalega: "Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað." Æðri máttarvöld en PÍlatus eða Gyðingar höfðu ákveðið yfirskriftina yfir höfði Jesú. Fyrir forsjón Guðs skyldi hún vekja hugsanir um ritning- arnar og rannsókn á þeim. Staðurinn þar sem Kristur var krossfestur var í nánd við Jerúsalem, og yfirskriftin sem lýsti Jesúm frá Nazaret Messías mundi draga að sér athygli íbúanna. Hún var lifandi sannleikur, festur á blað af hendi sem Guð hafði stýrt. Með þjáningu Krists á krossinum rættist spádómur. Mörgum öldum fyrir krossfestinguna hafði frelsarinn sagt fyrir þá meðferð sem hann ætti að hljóta. Hann sagði: "Hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegniom- stungið. Ég get talið öll mín bein, þeir horfa á og hafa mig að augnagamni. Þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn." sálm.22,17 17-19. Spádómurinn um klæði hans rætt- ist án samráða eða afskipta af hendi vina eða óvina hins krossfesta. Her- mönnunum sem lögðu hann á krossinn voru gefin klæði hans. Kristur heyrði menn- ina karpa meðan þeir skiptu klæðum hans á milli sín. Kvrtillinn var ofinn í einu lagi og saximlaus og þeir sögðu: "Skeriam hann ekki í sundur, köstum heldur hlut um hver skuli fá hann." í öðrum spádómi hafði frelsarinn sagt: "Háðungin kremur hjarta mitt svo ég örvænti. Ég vonaði að einhver mundi sýna meðaumkun, en þar var enginn, og að einhverjir mundu hugga, en fann engan. Þeir fengu mér malurt til matar og við þorstanum gáfu þeir mér vínsýru að drekka."Sálm.69,21-22. Leyfilegt var að gefa deyfandi drykk þeim sem liðu dauða á krossi, til þess að draga úr kvölunum. Jesú var boðin slík deyfing en er hann hafði bragðað drykkinn hafn- BRÆÐRABANDÐ Ritstjóri og ábyrgðarm.: SIGURÐUR BJARNASON Útgefendur S.D. AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI 15

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.