Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 12
saman ættu þau að deila með sér ánægju- stundum líka. Það kann að vera máltíð á veitingahúsi eða kvöldstund á vatninu eða í hljómleikasalnum en bað getur líka verið klukkustund við að lesa saman eða hlusta á góða tónlist eða bara tala saman. Stundum mundi eigin- kona eða eiginmaður velja sér stund saman þar sem þau gætu ótruflað talað saman frjálslega - og sannarlega hlust- að á hvort annað - velja það fremur en nokkuð annað. (Að vera góður til þess að hlusta gæti verið dýrmætasti eigin- leiki hjá maka.') . Hvort sem það að gera eitthvað skemmtilegt saman er gert reglulega eða öðru hvoru hlýtur það að stuðla að minningum sem styrkja samfélagið. Allir sálfræðingar munu samþykkja það að því ánægjulegri reynslu sem maður tengir ákveðinum einstaklingi þeim mun sterk- ari verða böndin við þá persónu. 9. Biðjið - já með kveinstöfum Guð um að hjálpa ykkur að láta það besta í tjé svo að hjónaband ykkar mætti takast. Látið þetta verða ykkar einlægustu bæn. Stöku sinnum (þó ekki svo oft að það verði vanabundið) gæti það verið ágætt að tjá opinskátt þetta mál á guðræknisstund fjölskyldunnar Við þörfnumst öll mikið hjálpar Guðs og ekki síst í hjónabandinu. Svo oft ætlar fólk það besta af sjálfu sér handa vinum sínum, nágrönnum og sam- verka mönnum en láta hrjúfu hliðar sínar birtast maka sínum (og börnum). En þeir sem við elskum eiga aðeins hið besta skilið. En þeir munu oft ekki hljóta það nema með Guðs hjálp. Vilt þú að hjónaband þitt dafni? Þessi níu boðorð geta bent á leiðina. Þetta er ekki auðveld uppskrift að fylgja - en enginn ein leið er til auð- veld að sælu í hjónabandi. Ef við lifum eftir þessum reglum þýðir það það að við látum maka okkar sitja í fyrirrúmi eins og hann á skilið. Ef til vill má segja um flest okkar að það er fyrir löngu mál að svo verði. □ LEIÐRÉTTING Villa slæddist inn í grein í febrúarblaðinu um drottinguna af Saba. Á bls. 2 í undirfyrirsögn átti að standa: Borg frá öðru árþúsundi fyrir Krist. Sjö lín\m neðar verður svipuð leiðrétting að koma. 12 GOLGATA ELLEN G WHITE 1. hluti "Og er þeir komu til þess staðar sem kallaður er Hauskúpa krossfestu þeir hann þar." "Þess vegna leið og Jeéús fyrir utan hliðið til þess að hann helgaði lýðinn með blóði sínu." Heb.13,12. Fyrir óhlýðni við lögmál Guðs voru Adam og Eva útrekin úr aldingarðinum Eden. Kristur, staðgengill okkar, átti að þjást fyrir utan borgarmörk Jerúsalem. Hann dó fyrir utan hliðið, á stað þar sem þjófar og morðingjar voru líflátnir. Þungvæg eru þessi orð: "Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins með því að verða bölvun fyrir oss." Gal.3,13. Aragrúi fólks fylgdi Jesús frá dómhöllinni Til Golgata. Fréttin um dóminn yfir honum hafði flogið um alla Jerúsalem og fólk af öllum stéttum og stigum flykktist að krossfestingar- staðnum. Prestarnir og höfðingjarnir höfðu bundist heiti um að áreita ekki fylgjendur Krists ef hann sjálfur yrði þeim framseldur, og lærisveinarnir og hinir trúuðu meðal borgarbúa og íbúa nærliggjandi héraða sameinuðust múgnum sem fylgdu frelsaranum eftir. Þegar Jesús fór framhjá hliðinu að forgarði hallar PÍlatusar var krossinn sem ætlaður hafði verið Barrabasi lagð- ur á flakandi og blóðugar herðar hans. Tveir af félögum Barrabasar skvldu láta lífið með Jesú, og á þá voru einnig lagðir krossar. Byrði frelsarans varð honxim ofraun sakir þess hversu máttfar- inn hann var og þjáður eftir misþyrm- ingarnar. Hann hafði hvorki neytt matar né drykkjar eftir páskamáltíðina með lærisveinum sínum. Hann hafði þjáðst af angist í Getsemanegarði í átökunum við áhrifaöfl Satans. Hann hafði þolað angist vegna svikanna, og hann hafði séð lærisveina sína yfir- gefa sig og flýja. Hann hafði verið Þessi grein byggist á Matt.27,31-52; Mark.15,20-38;LÚk.23,26-46;JÓh.19,16-30.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.