Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 13
færður fyrir Annas, síðan fyrir Kaífas og þaðan fyrir PÍlatus. Frá Pílatusi hafi hann verið sendur til Heródesar og síðan aftur til PÍlatusar. Hann hafði þolað hrakning á hrakning ofan og smán á smán ofan og verið tvisvar húðstrýktur - alla nóttina hafði hvert atriðið rekið annað sem reyndi til hins ýtrasta á sálarþrek hans. Kristur hafði ekki brugðist. Hann hafði ekki mælt eitt orð annað en Guði til dýrðar. Alla þessa afskræmingu réttvísinnar hafði hann þolað með festu og virðuleik. En þegar krossinn var á hann lagður eftir síðari húðstrýkinguna var manneðli hans ofboðið. Hann örmagnaðist undir byrð- inni. Múgurinn sem fylgdi frelsaranum eftir sá hversu þróttlaus og reikull gangur hans var, en enginn sýndi nokk- ur merki samúðar. FÓlkið hæddi hann og atyrti af því að hann gat ekki borið hinn þunga kross. Hvað eftir annað var krossinn lagður á herðar honxrni, og hvað eftir annað féll hann örmagna til jarðar. Ofsækjendur hans sáu að honum var um megn að bera byrði sína lengra. Þeir veltu fyrir sér hvern þeir gætu fengið til að bera þetta niðurlægjandi ok. Gyðingar gátu ekki gert það, af því að þá mundu þeir saurgast og ekki geta haldið páskahátíðina. Jafnvel enginn af skrílnum sem elti fékkst til að bera krossinn. í þessum svifum kom útlendingur einn, SÍmon frá Kýrene, aðvífandi. Hann heyrir brígslin og ókvæðisorðin frá skrílnum. Hann heyrir fyrirlitningar- hreiminn í orðunum: VÍkið úr vegi fyrir gyðingakonunginuml Hann dokar við, furðu lostinn yfir því sem hann sér. Og þegar hann lætur í Ijós meðaumkun, þá er hann tekinn með valdi og krossinn lagður á herðar hans. Símon hafði heyrt Jesú getið. Synir hans trúðu á frelsarann, en sjálfur var hann ekki lærisveinn. Krossburður Símonar til Golgata varð honum til blessunar, og fyrir hana varð hann forsjóninni eilíflega þakklátur. HÚn varð til þess að hann tók að eigin ákvörðun á sig kross Krists, og hann bar þá byrði alla tíð með glöðu geði. Allmargar konur eru í mannfjöldan- um sem fylgir hinum saklausa til grimmdarlegrar aftöku. Jesús víkur ekki úr huga þeirra. Sumar þeirra hafa séð hann áður. Sumar hafa borið til hans sína nánustu, sjúka og þjáða.Sumar þeirra hefur hann einnig læknað. Sagan unundanfarandi atburði gengur mann frá manni. Þær furða sig á hatri múgsins á honum, og hans vegna bera bær harm í hjarta. Og í trássi við skrílslætin og haturshróp prestanna og höfðingjanna draga þessar konur enga dul á meðaumkun sína. Þegar Jesús hnígur niður örmagna undan þunga krossins, gráta þær og kveina hástöfum. Þetta var það eina sem Jesús veitti athygli. ÞÓtt hann væri yfir- kominn af þjáningu undir syndabyrði heimsins, var hann ekki ónæmur fyrir sorg annarra. Hann leit á þessar konur, mildur og fullur samúðar. Þær trúðu ekki á hann. Hann vissi að þær kvein- uðu ekki yfir honum af því að hann var þeim af Guði sendur, heldur af mann- legri meðaumkun. Hann forsmáði ekki meðaumkun þeirra, en hún vakti í brjósti hans dýpri meðaumkun með þeim. "Jerúsalem-dætur," sagði hann, "grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum 13

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.