Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 3
gerist. TÍminn er kominn. Ástandió krefst þess. Allt sem við höfum verið að tala um áratugum saman er nú að uppfyllast. Málefnið er til staðar. Skipulagið er til scaðar. Fólk Guðs er um alla jörðina. Hví hefst Guð ekki handa og fullnar verk sitt? Hví bíður hann? Getur verið að fólk hans sé ekki tilbúið til þess að hann geri bað? Getur það verið að Sjöunda dags aðvent- istar séu í slíku ásigkomulagi að Guð geti ekki hætt á að beina athygli heimsins að þeim? Getur það verið að andlegt líf þeirra sé á svo lágu stigi að það yrði fremur til skaða en til hjálpar fyrir mikinn fjölda þeirra,sem eru ekki aðventistar að koma inn á meðal þeirra? Getur það verið að við - þau okkar sem lesa þessi orð - séum að hindra Guð, halda aftur af verki hans, kollvarpa ætlun hans um að binda dýrðlegan endi á þennan boðskap? Getur það verið að við séum í rauninni í vegi fyrir vexti Guðs starfs í stað þess að hjálpa til að auka á framgang þess? Siðbót mótmælenda Guð hefur gert mikla hluti á liðnum árum. Fyrir fjórum öldum komst hann í snertingu við kaþólskan kennara að nafni Marteinn LÚter og fyrir hann og hina helguðu samstarfendur hans kom hann af stað siðbót mótmælenda. Á næstu öld kom endurvakning PÚrítana. Því næst kom á næstu öld endurvakning Wesley. Svo á nítjándu öldinni kom lokaboðskapur fagnaðarerindisins í heiminn með William Miller og aðstoð- armönnum hans. Og sá boðskapur hefur vaxið og náð út um allan heim, til ystu endi- marka veraldar. Mikil skipulagning hefur orðið til undir handleiðslu Guðs, guðleg leiðsögn hefur verið veitt, sannleikurinn hefur verið gróðursettur og fest rætur alls staðar, söfnuðir hafa sprottið upp í öllum löndum, skólar og heilsuhæli og út- gáfufyrirtæki eru vxða. Baskurnar streyma út í milljónatali og boðskap- urinn berst á öldum ljósvakans um alla jörðina. Og samt snúast hjólin þunglama- lega. Sálirnar streymta ekki inn í söfnuðinn eins og við gætum með góðri ástæðu búist við. Starfið hefur ekki eins góðan framgang sem skyldi þrátt fyrir allan þroska þess. Það er nóg af starfi og fjöri en lítið um fram- farir. Það er deyfð, næstum dauði í mörgum söfnuðum, festuleysi í prédikun okkar og skortur á krafti og jafnvel lífi í vitnisburði okkar, og er það sláandi hvað það hefur mikið að segja. Ástand Guðs fólks Allt annað í heiminum er í því ástandi, sem hinir fornu spádómar sög sögðu fyrir viðvíkjandi enda mannkyns- sögunnar - allt nema fólk Guðs. Spá- dómarnir hafa uppfyllst eða eru að uppfyllast. Eins og fyrir hafði verið sagt um er aukning mannlegrar þekking- ar í hverri grein orðin - vísindaleg, tæknileg, félagsleg og í iðnaði. Efna- leg aukning er orðin gífurleg. Þjóð- irnar og lýðurinn eru orönar ríkari á fimm síðustu öldum en á öllum öldum mannkynssögunnar fram að þeim tíma. Það frávik frá hinni sönnu trú, sem sagt hafði verið fyrir um, er orð- ið,.hið mikla fráhvarf, tilkoma anti- krists og fráfall fjöldamargra mót- mælandahreyfinga frá trúnni. Aukist hafa fölsk trúarbrögð, djöfullegur hugarburður og uppfinningar, árásir gegn Biblíunni og grundvallarsann- leiksatriðum hennar, höfnun kenninga kristinnar trúar í hinum svokölluðu kristnu kirkjum. Ég segi aftur, að allt er tilbúið og við því búið að Drottinn komi aftur, nema fólkið sem er að segja heiminum frá því, hvað koma hans er nálægt. Það er ekki tilbúið. Það er ekki til neins góðs að neita því. Það er ekki til neins góðs að sniðganga þetta. Það er betra að horfast í augu við það. Þegar við játum þörf okkar getum við af skynsemi farið af stað til að upp- fylla hana. Það er tilgangur þessara greina - að hjálpa okkur til að gera okkur grein fyrir og skýrgreina þörf okkar, og leita til Guðs í þann gilda sjóð, sem hann hefur til að veita af. Það er til lyf. Syndina er hægt að afnema úr lífi okkar. Það lyf get- um við fengið. Viðbúnaður okkar til að mæta Guði getur verið fullkominn og algjör. □ 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.