Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.03.1979, Blaðsíða 6
Einnig til mín og þín nær loforðið sem Drottinn gaf Jokob: "Sjá ég mun vera með þér, hvert sem þú ferð og varðveita þig." Jesús endurtók þetta loforð, er hann sagði: "Sjá, ég er með yður alla dag, allt til enda verald- arinnar." Þannig er líf mannsins, líf þitt og mitt, umvafið vakandi náð og kær- leika Guðs. Hann vakir yfir okkur, ekki til að hegna okkur eða leita að yfirsjónum okkar og mistökum, ekki til að setja út á framkomu okkar og veiklyndi. Nei, hann vakir yfir okkur af því hann elsk- ar sérhvert okkar eins og við erum, vakir til að hjálpa til að reisa þann sem fellur, til að styðja þann sem er óstyrkur, til að græða sár þeirra sem hlutu þau. Hann vakir til að hugga og styrkja. Hann vakir yfir þér og yfir mér af óumræðilegum kærleika, kærleika sem við getum ekki skilið, aðeins tekið á móti með þakklæti, trausti og lof- gjörð. Þér og mér er því óhætt. Við þurfum aðeins að vilja. Þurfum aðeins að rétta fram hönd okkar, titrandi og aflvana til að grípa í hinn almáttuga, eilifa kærleiksarm sem jafnan er búinn til hjálpar. Þurfum að trúa crðum Guðs, treysta því að þau séu töluð, persónulega, ekki aðeins til heildarinnar. Gerum við það, getum við, róleg, með frið í hjarta, mætt hverju sem hið daglega líf færir okkur, hvort sem það er gleði eða sorg, uppfylling vona eða vonbrigði,heil- brigði, sjúkdómar eða dauði. Þá mun sérhver stund lífs okkar, sannfæra sér- hvert okkar um sannleika orðanna: "í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þin." Og: "ÞÓtt völt sé skeið og vant um ráð og veik þin lifsins bönd, er stýrið gott, því stór er náð og sterk er Drottins hönd." Mættum við, ég og þú, fulltreysta orðum Guðs,tileinka okkur loforðið, sem hann gaf Jokob forðum, þegar hann, óhamingjusamur, einmana, þreyttur og hryggur, var að flýja frá heimili og ástvinum vegna yfirsjóna sinna, lof- orðinu: Sjá, ég er með þér og varðveiti þig hvert sem þú ferð." □ björk GANGÐ HAROLD 6

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.