Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Sálin TfV í D V á miðvikudögum • í Toppskónum, Suðurlands- braut 54 stendur nú yfir skóútsala Jog er veittur 60% afsláttur feaf öllum skóm. Á pboðstólum eru herra-, dömu- og barnaskór frá t Elefanten, Boss, Peter JfCaiser, Jip, Jenni Ara, Primigi, LLoyd og fleiri þekktum skóframleiðendum. Toppskórinn er opinn frá kl. 12 til 18 virka daga og frá 10 til 16 á laug- ardögum. • Þeir sem eru að leita sér að nýj- um farsíma ættu að líta við í versluninni Hátækni við Ármúla en þar stendur nú fyrir útsala á Nokia-far- símum. Nokia 3310 sím- inn kostar 5.999 kr., Nokia 2300 kostar 6.999 kr., Nokia 3200 kostar 9.999 og Nokia 6600 farsíminn kost- ar 19.999 kr. • í verslunum Pennans Eymunds- sonar og Máls og menningar stend- ur nú yfir útsala á bókum, m.a. ævisögum og handbókum, skáld- M sögum og barnabókum. Þá er úrval erlendra bóka á úrvals af- slætti. M.a. kostar nú bókin Barn að eilífu eftir Sigmund Erni « ... Rúnarsson 1.990 kr. í stað 4.980 kr., Hótelsumar efdr Gyrði Elí- ' , ' f' asson kostar 1.999 kr. og Eld- færin eftir H.C. Andersen .... kostar 990 kr. • Senn líður að lokum útsölunnar í herrafataversluninni Herragarðin- Lífsvernd gegn fostnre Engin virðing fyrir lifi Jón Valur Jensson meðlimur í Lífsvernd, félagi sem berst gegn fóstureyðingum, vill þrengja lagarai stuðnings bendir hann á óhugnanlegar tölulegar staðreyndir og að ekki sé neitt tillit tekið til þess Y „Kjörorð félags okkar er ættleið- ing - ekki fóstureyðing," segir Jón Valur Jensson, guðfræðingur og meðlimur í Lífsvernd, en það eru samtök sem berjast gegn fóstureyð- ingum. Félagið var stofnað á síðasta ári og telur þrjátíu og einn meðlim auk flmmtán aukameðlima. „Það er hryggilegt að við séum svo sljó fyrir lífi barna sem ekki geta tjáð sig,“ segir Jón Valur með áhersluþunga. „Það minnsta sem hægt væri að gera fyrir þessi börn er að deyfa þau fyrir sársaukanum sem þau óneitanlega finna fyrir með að- gerðinni. Fólk virðist algerlega loka augunum fyrir því að þetta eru ófædd börn sem hér um ræðir, ekki frumuklasar. Barn sem er eytt er lítil mannvera sem finnur til rétt eins og aðrir lifendur." Fóstur finnur fyrir sársauka Segir Jón Valur að fóstur geti fundið fyrir sársauka þegar það er 8 vikna og þeim mun meiri eftir því sem nær dregur 12 vikunum. Hann spyr sig hver samviska samfélagsins sé gagnvart hinum hljóðu ópum ófæddra bama. Þar fyrir utan sé konum hvorki veitt fullnægjandi að- hlynning né ráðgjöf fyrir eða eftir aðgerð. Mæðumar viti því oft ekkert um það hvernig fóstrið líti út og afar sársaukafullt geti verið fyrir þær að sjá myndir af fóstrum eftir að þær hafi farið í fóstureyðingu. Hann telur því mikilvægt að fólk sem styður, eða hefur hugsað sér að fara í slíka aðgerð, skoði myndir af ófæddum bömum til að geta séð hvað er í raun og vem til umræðu og metið það út frá því. Þá sé loksins hægt að tala um upplýst samsinni. Tilgangurinn er ekki að ala á sektarkennd Lífsvemdarsinnar em oft sagðir reyna að ala á sektarkennd kvenna sem hafa valið að fara í fóstureyð- ingu. Þetta segja þeir ekki tilgang sinn heldur vilji þeir telja öðmm konum hughvarf, bjarga þeim börn- um sem bjargað verður ífá dauða og mæðmnum frá því að þurfa að þjást af sektarkennd og öðrum fylgikvill- um. Vissulega geti það komið fyrir að sektarkennd fólks vakni og brjótist þar með upp á yfirborðið en það sé ekki eitthvað sem Lífsvernd geti gert að. Aldrei geti verið rétdætanlegt að taka líf saklausra bama. Móðirin hafi umráðarétt yfir sínum eigin líkama en þegar verið sé að tala um fóstur- eyðingu sé ekki verið að ræða um lík- ama hennar heldur líf lítils bams sem vex inn í henni. Barn sem hafi eigið hjarta, blóð og erfðavísa. Telur Jón að mjög mikilvægt sé fyrir konur að leita sér aðstoðar ef þær upplifa mikinn sársauka eftir aðgerð. „Það er ekkert óeðlilegt við að syrgja látinn ættingja og það ber að sýna þeim sársauka skilning og samúð." Vilja stöðva mannfórnir Segir Jón að það geti verið hinn mesti bjarnargreiði við konu að bjóða henni upp á fóstureyðingu sem „lausn" á sínum vanda. „Það virðist líka oft vera þannig að konur sem fara í þessa aðgerð eignast börn stuttu eftir, oft til að reyna bæta upp missinn sem þær verða fyrir enda er lfldegt að þeir hormónar sem fara í gang kveiki á því sem kallað er móð- urtilfinning," segir Jón Valur. „Við sem emm meðlimir í 32%aukning álOárum Þegar tölfræði síðustu ára er skoðuð kemur í ljós að 32% aukning hefur verið á fóstureyðingum, miðað við hver 1000 fædd lifandi börn, á ámnum 1994-2003. Tíðni fóstureyðinga á þessu tímabili náði þó hámarki árið 2000, þegar 987 slflcar vom framkvæmdar. Ár - fjöldi fóstur- eyðinga - tíðni á hver lOOOfædd Íifandi börn 1994 - 775 - 174,5 1995- 807-188,6 1996- 854-197,3 1997- 921-221,9 1998- 914-215,7 1999- 935-231,0 2000 - 987 - 228,7 2001 - 967 - 236,4 2002 - 900 - 222,3 2003-951-229,5 * Það verður að setja lög sem binda enda á þessar mannfórnir Jón Vatur.guð- fræðingur og meðlimur Isam- tökunum Lífsvernd sem berjast gegn fóstureyðingum. Lífsvemd viljum stöðva þær miklu mannfórnir sem fylgja þessum aðgerðum og ég tel að meirihluti íslendinga sé sammála því að það megi þrengja lagarammann. Þörf á nýjum lagasetningum Jón Valur segir jafnframt að þeg- ar barnið taki mjög snemma á sig mannsmynd svo ekki verði um villst og eins og greint var hér að framan \ vakni sársaukatilfinning fóstra einnig mjög snemma en þessum tilfinningum er ekki sinnt á nokkurn hátt. Því sé hryggilegt til þess að vita að á árunum 1982 - 1999 hafi aðeins 1,1% fóstureyðinga verið fram- kvæmt fyrir fimm vikna aldur fóst- ursins, aftur á móti hafi 40-45% að- gerðanna farið fram 9 vikum eftir getnað. Tölfræðin sé óhugnanleg, á tíu Nýtt athvarf fyrir geðfatlaða stutt verkefnið," segir Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ. Athvarfið var opnað fyrir viðskiptavini 28. janúar, en fonnleg opnun verður 4. febrúar. Björg er nafn nýs athvarfs fyrir geðfafiaða í Reykjanesbæ sem opnað verður á föstudaginn klukkan 15. „Þetta er samvinnu- verkefni Fjölskyldu- og félags- þjónustu Reykjanesbæjar, Svæðis- skrifstofu málefna fatíaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suð- urnesjum. Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir í samfélaginu hafa íslendingar með lægstu tíðni Norðurlandaþjóða Hér fyrir neðan má finna töflu yfir tíðni fóstureyðinga á Norður- löndunum árið 2000, að Færeyjum undanskildum. Þar kemur í ljós að ísland er með lægstu tíðnina en töl- fræðin lýsir fjölda fóstureyðinga á hver 1000 lifandi fædd börn. Til frekari samanburðar er sams konar tölfræði f sex öðrum löndum en Norðurlöndunum fyrir neðan. Norðurlöndin ísland: 229 Finnland: 231 Danmörk: 234 Noregur: 247 Svíþjóð: 342 Grænland: 1064 Önnur lönd (valin af handa- hófi) Austurríki: 30 Ítalía: 249 Japan: 287 Kanada: 322 Bandaríkin: 323 Tékkland: 381

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.